Síðasti stormurinn í bili væntanlegur eftir hádegi á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 22:39 Vindaspákort Veðurstofu Íslands fyrir klukkan 18 á morgun. veðurstofa íslands Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis á morgun þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Stormurinn er sá seinasti í bili því von er á því að hæðir verði yfir landinu langt fram í næstu viku með mildu veðri. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir storminn á morgun keimlíkan þeim sem gekk yfir landið á miðvikudag. Þessi sé þó aðeins hagstæðari. „Vindstyrkurinn er kannski einu gömlu vindstigi minna og úrkoman er ekki alveg eins áköf. Svo er aðeins hlýrra loftið í þessum þannig að það er lítið sem ekkert af slyddu eða snjókomu og úrkoman meira og minna öll rigning,“ segir Teitur. Þannig séu líkur á að hitinn fari vel yfir frostmark á heiðavegum og það verði ekki nema í stuttan tíma sem það verður skafrenningur og mögulega slydda eða snjókoma. „En þetta er það hlýtt loft að það fer vel upp fyrir frostmark líka á fjallvegum. Þess vegna eru viðvaranirnar gular að þessu sinni. Þetta er svona allt aðeins vægara en á miðvikudaginn. Svo ætti að vinnast vel á klakanum þegar þetta er svona hlýtt, það ætti að bráðna vel af honum á morgun og síðan kólnar ekkert mjög hratt á laugardaginn þannig að þá ætti að bráðna eitthvað. Svo kólnar seint á laugardaginn, laugardagskvöldið,“ segir Teitur. Stormurinn á morgun lætur fyrst á sér kræla syðst á landinu en fer svo meira og minna yfir allt landið. Síðan er komið smá hlé á lægðaganginum. „Það verður heldur stífur vindur á laugardaginn en síðan eru ekki nein hvassviðri eða stormar í kortunum frá sunnudegi og langt fram í næstu viku. Það lítur allt miklu betur út.“Veðurhorfur næsta sólarhringinn og næstu daga:Sunnan 10-18 m/s og éljagangur í kvöld, en þurrt á NA- og A-landi. Vægt frost.Vaxandi suðaustanátt á morgun, 18-25 m/s seinni partinn með slyddu og síðar rigningu, talsverð úrkoma S- og V-lands.Hlýnandi veður, hiti 5 til 10 stig annað kvöld.Á laugardag:Suðaustan 18-23 m/s austanlands fram að hádegi, talsverð rigning og fremur hlýtt. Annars sunnan 10-18 með skúrum og síðar éljum, en úrkomulítið norðan heiða. Hiti 1 til 5 stig.Á sunnudag:Austan og suðaustan 8-15 og slydda og síðar rigning með köflum. Heldur hægari og þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti 0 til 6 stig, mildast með suðurströndinni.Á mánudag:Suðaustan 10-15 og dálítil væta sunnan- og vestanlands, en hægari og bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 8 stig.Á þriðjudag:Hæg suðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað og smásúld á vesturhelmingi landsins, en bjart austantil. Hiti 2 til 7 stig.Á miðvikudag:Fremur hæg norðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu og svolítil rigning eða slydda við norðurströndina. Hiti 0 til 6 stig.Á fimmtudag:Norðaustan 5-13 og léttskýjað um landið sunnan og vestanvert, en dálítil él norðaustantil. Kólnar í veðri. Veður Tengdar fréttir Grundvallarbreytingar á veðrinu í vændum Veðurkerfi gærdagsins hefur enn ekki yfirgefið okkur alveg. 22. febrúar 2018 08:37 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis á morgun þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Stormurinn er sá seinasti í bili því von er á því að hæðir verði yfir landinu langt fram í næstu viku með mildu veðri. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir storminn á morgun keimlíkan þeim sem gekk yfir landið á miðvikudag. Þessi sé þó aðeins hagstæðari. „Vindstyrkurinn er kannski einu gömlu vindstigi minna og úrkoman er ekki alveg eins áköf. Svo er aðeins hlýrra loftið í þessum þannig að það er lítið sem ekkert af slyddu eða snjókomu og úrkoman meira og minna öll rigning,“ segir Teitur. Þannig séu líkur á að hitinn fari vel yfir frostmark á heiðavegum og það verði ekki nema í stuttan tíma sem það verður skafrenningur og mögulega slydda eða snjókoma. „En þetta er það hlýtt loft að það fer vel upp fyrir frostmark líka á fjallvegum. Þess vegna eru viðvaranirnar gular að þessu sinni. Þetta er svona allt aðeins vægara en á miðvikudaginn. Svo ætti að vinnast vel á klakanum þegar þetta er svona hlýtt, það ætti að bráðna vel af honum á morgun og síðan kólnar ekkert mjög hratt á laugardaginn þannig að þá ætti að bráðna eitthvað. Svo kólnar seint á laugardaginn, laugardagskvöldið,“ segir Teitur. Stormurinn á morgun lætur fyrst á sér kræla syðst á landinu en fer svo meira og minna yfir allt landið. Síðan er komið smá hlé á lægðaganginum. „Það verður heldur stífur vindur á laugardaginn en síðan eru ekki nein hvassviðri eða stormar í kortunum frá sunnudegi og langt fram í næstu viku. Það lítur allt miklu betur út.“Veðurhorfur næsta sólarhringinn og næstu daga:Sunnan 10-18 m/s og éljagangur í kvöld, en þurrt á NA- og A-landi. Vægt frost.Vaxandi suðaustanátt á morgun, 18-25 m/s seinni partinn með slyddu og síðar rigningu, talsverð úrkoma S- og V-lands.Hlýnandi veður, hiti 5 til 10 stig annað kvöld.Á laugardag:Suðaustan 18-23 m/s austanlands fram að hádegi, talsverð rigning og fremur hlýtt. Annars sunnan 10-18 með skúrum og síðar éljum, en úrkomulítið norðan heiða. Hiti 1 til 5 stig.Á sunnudag:Austan og suðaustan 8-15 og slydda og síðar rigning með köflum. Heldur hægari og þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti 0 til 6 stig, mildast með suðurströndinni.Á mánudag:Suðaustan 10-15 og dálítil væta sunnan- og vestanlands, en hægari og bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 8 stig.Á þriðjudag:Hæg suðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað og smásúld á vesturhelmingi landsins, en bjart austantil. Hiti 2 til 7 stig.Á miðvikudag:Fremur hæg norðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu og svolítil rigning eða slydda við norðurströndina. Hiti 0 til 6 stig.Á fimmtudag:Norðaustan 5-13 og léttskýjað um landið sunnan og vestanvert, en dálítil él norðaustantil. Kólnar í veðri.
Veður Tengdar fréttir Grundvallarbreytingar á veðrinu í vændum Veðurkerfi gærdagsins hefur enn ekki yfirgefið okkur alveg. 22. febrúar 2018 08:37 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Grundvallarbreytingar á veðrinu í vændum Veðurkerfi gærdagsins hefur enn ekki yfirgefið okkur alveg. 22. febrúar 2018 08:37