Skoðun

Ógnin við líf­ríki fjarðanna

Bubbi Morthens skrifar

Þá hefur það skeð sem hefur verið varað við og sagt að myndi gerast, þótt laxeldismenn hafi fullyrt að það myndi ekki gerast. Laxeldiskví sekkur hjá Arnarlaxi með 500 tonnum af eldislaxi. Þetta er ekkert smá. En enginn tilkynnti Umhverfisstofnun um slysið heldur þurftu yfirvöld að senda pósta: Við vorum að frétta að sokkið hafi hjá ykkur 500 tonna kví. Já, sæll!

Koma hingað til að græða

Það er vitað að þetta mun gerast aftur og aftur og Norðmenn, sem eiga flestallar kvíar hér á landi, flúðu Noreg hingað til Íslands undan harðnandi eftirlitskerfi heima fyrir. Þeir koma hingað til þess að græða milljarða, fara með arðinn úr landi og skilja eftir drullu og svínarí. Skemma lífríkið án eftirlits eins og nú kemur í ljós, því það er í raun það sem laxeldi í sjókvíum gerir, það er staðreynd.

Þegja þunnu hljóði

Þeir tilkynna ekki um leið og slys verður heldur þegja þunnu hljóði, samt er tekið fram í starfsleyfi þeirra að það þurfi að tilkynna um slys til Matvælastofnunar, Fiskistofu og Umhverfisstofnunar um leið og það gerist.



Það næsta sem heimamenn gætu séð væri það að verksmiðjuskip komi hingað og dæli laxinum um borð og fari með laxinn beint á markað. Hvað verður þá um öll störfin og loforðin?

Borgar sig frekar að menga

Lífríkinu á Íslandi stendur gríðarleg ógn af sjókvíaeldi. Firðir munu eyðileggjast, lífríkið mun verða fyrir tjóni sem er af stærðargráðu sem við höfum ekki séð áður.



Allt laxeldi á að fara í land. Vandamálið er bara að aurgoðarnir tíma því ekki. Það borgar sig frekar að menga.



Höfundur er tónlistarmaður




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×