Skorað á sjálfstæðismenn í sveitarstjórnarmálum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 19:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ætlar að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi. Samkvæmt heimildum fréttastofu telur hópur innan flokksins hins vegar að tryggja megi breiðari samstöðu með varaformanni úr sveitarstjórnarmálum og hefur verið skorað á aðra í því samhengi. Þórdís er sú fyrsta sem tilkynnir formlega um framboð til varaformanns en kosið verður í embættið á landsfundinum í miðjum mars. Hún finnur fyrir töluverðum stuðningi og tók ákvörðunina í ljósi þess. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.„Ástæðan er mjög einföld þrátt fyrir að ákvörðunin sé stór. Þegar maður hefur helgað kröftum sínum stjórnmálum er þetta bara enn annað tækifærið til þess að láta gott af sér leiða," segir Þórdís Kolbrún. Þórdís hefur íhugað framboðið í nokkurn tíma og ætlaði einnig að bjóða sig fram þegar landsfundurinn var upphaflega á dagskrá í nóvember. Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir sem hefur verið starfandi varaformaður hyggst ekki fara í varaformannsslaginn en ætlar að bjóða sig aftur fram sem ritari flokksins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur þó verið skorað á fleiri og er einhver vilji innan flokksins til þess að fá einstakling úr sveitastjórnmálum í embættið til að skapa breiðari samstöðu. Skorað hefur verið á Rósu Guðbjartsdóttur, oddvita flokksins í Hafnarfirði, en í samtali við fréttastofu segist hún ekki hafa gert upp hug sinn. Þá hefur einnig verið skorað á Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra Kópavogs og er Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, einnig að íhuga málið. Þórdís segist ætla einbeita sér að því að ná til fleira fólks nái hún kjöri. „Það eru ákveðnir hópar sem hlusta síður þegar Sjálfstæðisflokkurinn talar. En oft þegar maður nær talsambandi við fólk heyrir maður að það er samhljómur," segir Þórdís Kolbrún. Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ætlar að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi. Samkvæmt heimildum fréttastofu telur hópur innan flokksins hins vegar að tryggja megi breiðari samstöðu með varaformanni úr sveitarstjórnarmálum og hefur verið skorað á aðra í því samhengi. Þórdís er sú fyrsta sem tilkynnir formlega um framboð til varaformanns en kosið verður í embættið á landsfundinum í miðjum mars. Hún finnur fyrir töluverðum stuðningi og tók ákvörðunina í ljósi þess. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.„Ástæðan er mjög einföld þrátt fyrir að ákvörðunin sé stór. Þegar maður hefur helgað kröftum sínum stjórnmálum er þetta bara enn annað tækifærið til þess að láta gott af sér leiða," segir Þórdís Kolbrún. Þórdís hefur íhugað framboðið í nokkurn tíma og ætlaði einnig að bjóða sig fram þegar landsfundurinn var upphaflega á dagskrá í nóvember. Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir sem hefur verið starfandi varaformaður hyggst ekki fara í varaformannsslaginn en ætlar að bjóða sig aftur fram sem ritari flokksins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur þó verið skorað á fleiri og er einhver vilji innan flokksins til þess að fá einstakling úr sveitastjórnmálum í embættið til að skapa breiðari samstöðu. Skorað hefur verið á Rósu Guðbjartsdóttur, oddvita flokksins í Hafnarfirði, en í samtali við fréttastofu segist hún ekki hafa gert upp hug sinn. Þá hefur einnig verið skorað á Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra Kópavogs og er Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, einnig að íhuga málið. Þórdís segist ætla einbeita sér að því að ná til fleira fólks nái hún kjöri. „Það eru ákveðnir hópar sem hlusta síður þegar Sjálfstæðisflokkurinn talar. En oft þegar maður nær talsambandi við fólk heyrir maður að það er samhljómur," segir Þórdís Kolbrún.
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent