Gerir sjónvarpsþætti um #metoo byltinguna Ritstjórn skrifar 26. febrúar 2018 20:30 Jennifer Lawrence tekur sér pásu frá leiklistinni. Glamour/Getty Leikkonan Jennifer Lawrence tilkynnti fyrir nokkru síðan að hún ætlar að taka sér árs pásu frá leiklistinni og nú er komi í ljós hvað hún ætlar að gera á þessu ári. Lawrence ætlar að gera heimildamynd um nýju kvennabyltingarnar sem hafa tröllriðið öllu undanfarna mánuði eins og #metoo, #timesup og um launajafnrétti kynjanna. Hún og fyrrum þáttastjórnandinn Cat Sadler frá E!, sem sagði starfi sínu lausu í fyrra eftir að upp komst að karlkynskollegar hennar voru á miklu hærri launum. Þegar Lawrence tilkynnti um pásuna sagðist hún ætla að einbeita sér að pólitík og nota rödd sína á þeim vettvangi. Þetta er heldur betur gott málefni að beina sjónum sínum að og rödd þeirra tveggja sterk. Lawrence og Sadler urðu vinkonur í lok seinasta árs þegar sú fyrrnefnda hafði samband við Sadler í kjölfarið á fréttum af launamisrétti hennar hjá E! sjónvarpstöðinni. Sagan segir að þær séu nú þegar komnar í samband við leikstjórann Stephanie Soechtig sem kannaði byssueign og ofbeldi í Bandaríkjunum í myndinni Under the Gun. Spennandi! Mest lesið Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir hana Glamour Þú ert basic! Glamour Yfirhönnuður Burberry lækkar um 75% í launum Glamour „Lítur út eins og 75 ára gömul kona frá Miami.“ Glamour Tók dóttur sína með á tískusýningu Glamour Hátíðarblað Glamour er komið út Glamour Best klæddar á Golden Globes 2016 Glamour iglo+indi gerir peysu til styrktar UN Women Glamour Lærðu að farða þig eins og Adele Glamour Gefa vörur fyrir 1,5 milljón Glamour
Leikkonan Jennifer Lawrence tilkynnti fyrir nokkru síðan að hún ætlar að taka sér árs pásu frá leiklistinni og nú er komi í ljós hvað hún ætlar að gera á þessu ári. Lawrence ætlar að gera heimildamynd um nýju kvennabyltingarnar sem hafa tröllriðið öllu undanfarna mánuði eins og #metoo, #timesup og um launajafnrétti kynjanna. Hún og fyrrum þáttastjórnandinn Cat Sadler frá E!, sem sagði starfi sínu lausu í fyrra eftir að upp komst að karlkynskollegar hennar voru á miklu hærri launum. Þegar Lawrence tilkynnti um pásuna sagðist hún ætla að einbeita sér að pólitík og nota rödd sína á þeim vettvangi. Þetta er heldur betur gott málefni að beina sjónum sínum að og rödd þeirra tveggja sterk. Lawrence og Sadler urðu vinkonur í lok seinasta árs þegar sú fyrrnefnda hafði samband við Sadler í kjölfarið á fréttum af launamisrétti hennar hjá E! sjónvarpstöðinni. Sagan segir að þær séu nú þegar komnar í samband við leikstjórann Stephanie Soechtig sem kannaði byssueign og ofbeldi í Bandaríkjunum í myndinni Under the Gun. Spennandi!
Mest lesið Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir hana Glamour Þú ert basic! Glamour Yfirhönnuður Burberry lækkar um 75% í launum Glamour „Lítur út eins og 75 ára gömul kona frá Miami.“ Glamour Tók dóttur sína með á tískusýningu Glamour Hátíðarblað Glamour er komið út Glamour Best klæddar á Golden Globes 2016 Glamour iglo+indi gerir peysu til styrktar UN Women Glamour Lærðu að farða þig eins og Adele Glamour Gefa vörur fyrir 1,5 milljón Glamour