Eva Pandora sagði óvart ósatt: Fékk tæpar 1,2 milljónir endurgreiddar vegna aksturs Þórdís Valsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 22:00 Eva Pandora Baldursdóttir hlaut tíundu hæstu endurgreiðsluna vegna aksturs á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í Norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. Hún greinir frá þessu á Facebook síðu sinni. Eins og áður hefur komið fram var Ásmundur Friðriksson efstur á listanum og hlaut hæstu endurgreiðsluna.Sjá meira: Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Blaðamaður Vísis sendi öllum þingmönnum fyrirspurn á dögunum varðandi endurgreiðslur vegna aksturs. Svar Evu Pandoru var stutt og laggott, en hún sagði einfaldlega „ég er ekki ein af þessum tíu“. Svo virðist vera sem Eva Pandora hafi óvart sagt ósatt um greiðslurnar en hún ók samtals 10.608 kílómetra á síðasta ári og fékk því 1.136.663 krónur endurgreiddar vegna aksturs á síðasta ári. Hér fyrir neðan má sjá uppfærðan topp tíu lista. „Um daginn fékk ég símtal frá blaðamanni sem spurði hvort ég væri á þessum lista og í góðri trú svaraði ég því til að svo væri ekki enda taldi ég mig alls ekki vera ofarlega á listanum. Nú veit ég betur og þetta leiðréttist hér með,“ segir Eva Pandora.Var tvisvar neitað um bílaleigubíl Á Facebook birti hún akstursdagbók sína og segir frá því að þrisvar á þingferli sínum hafi hún óskað eftir því við skrifstofu Alþingis að fá bílaleigubíl og að henni hafi verið neitað tvisvar sinnum. „Í annað skiptið vegna þess að ég þurfti ekki að aka daglega frá heimili mínu á Sauðárkróki til Alþingishússins í vinnu heldur hélt ég annað heimili í Reykjavík.“ Eva Pandora segir að opinber birting upplýsinga um þingfararkostnað þingmanna minnst tíu ár aftur í tímann séu mikil tímamót í sögu gagnsæis á Alþingi. Hún segir einnig að samkvæmt akstursdagbók sinni hafi enginn akstur verið vegna prófkjörsbaráttu. „Aksturserindin voru beint vegna starfs míns sem þingmaður, nema seinustu fjórar færslurnar þar sem allir þingmenn sem duttu út af þingi fengu greiddar tvær ferðir fram og til baka frá heimili/Reykjavík. Þær ferðir nýtti ég í flutninga á búslóð minni frá heimilinu í Reykjavík til heimilisins á Sauðárkróki,“ segir Eva Pandora og tekur að lokum fram að hún sé vel undir 15.000 kílómetra mörkunum.Færslu hennar í heild sinni og akstursdagbókina má sjá hér að neðan. Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Sigmundur Davíð birtir upplýsingar um akstur sinn Telur að hann hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 kílómetra á ári vegna vinnuferða. 26. febrúar 2018 21:40 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í Norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. Hún greinir frá þessu á Facebook síðu sinni. Eins og áður hefur komið fram var Ásmundur Friðriksson efstur á listanum og hlaut hæstu endurgreiðsluna.Sjá meira: Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Blaðamaður Vísis sendi öllum þingmönnum fyrirspurn á dögunum varðandi endurgreiðslur vegna aksturs. Svar Evu Pandoru var stutt og laggott, en hún sagði einfaldlega „ég er ekki ein af þessum tíu“. Svo virðist vera sem Eva Pandora hafi óvart sagt ósatt um greiðslurnar en hún ók samtals 10.608 kílómetra á síðasta ári og fékk því 1.136.663 krónur endurgreiddar vegna aksturs á síðasta ári. Hér fyrir neðan má sjá uppfærðan topp tíu lista. „Um daginn fékk ég símtal frá blaðamanni sem spurði hvort ég væri á þessum lista og í góðri trú svaraði ég því til að svo væri ekki enda taldi ég mig alls ekki vera ofarlega á listanum. Nú veit ég betur og þetta leiðréttist hér með,“ segir Eva Pandora.Var tvisvar neitað um bílaleigubíl Á Facebook birti hún akstursdagbók sína og segir frá því að þrisvar á þingferli sínum hafi hún óskað eftir því við skrifstofu Alþingis að fá bílaleigubíl og að henni hafi verið neitað tvisvar sinnum. „Í annað skiptið vegna þess að ég þurfti ekki að aka daglega frá heimili mínu á Sauðárkróki til Alþingishússins í vinnu heldur hélt ég annað heimili í Reykjavík.“ Eva Pandora segir að opinber birting upplýsinga um þingfararkostnað þingmanna minnst tíu ár aftur í tímann séu mikil tímamót í sögu gagnsæis á Alþingi. Hún segir einnig að samkvæmt akstursdagbók sinni hafi enginn akstur verið vegna prófkjörsbaráttu. „Aksturserindin voru beint vegna starfs míns sem þingmaður, nema seinustu fjórar færslurnar þar sem allir þingmenn sem duttu út af þingi fengu greiddar tvær ferðir fram og til baka frá heimili/Reykjavík. Þær ferðir nýtti ég í flutninga á búslóð minni frá heimilinu í Reykjavík til heimilisins á Sauðárkróki,“ segir Eva Pandora og tekur að lokum fram að hún sé vel undir 15.000 kílómetra mörkunum.Færslu hennar í heild sinni og akstursdagbókina má sjá hér að neðan.
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Sigmundur Davíð birtir upplýsingar um akstur sinn Telur að hann hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 kílómetra á ári vegna vinnuferða. 26. febrúar 2018 21:40 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Sigmundur Davíð birtir upplýsingar um akstur sinn Telur að hann hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 kílómetra á ári vegna vinnuferða. 26. febrúar 2018 21:40
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31