NBA-stjarna myndaður við að borða hamborgara rétt fyrir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 22:30 Joel Embiid. Vísir/Getty Joel Embiid, miðherji Philadelphia 76ers, er verðandi risastjarna í NBA-deildinni enda lykilmaður í ungu liði sem er líklegt til afreka í deildinni á næstu árum. Þessi 23 ára og 213 sentímetra strákur komst fyrst mest í fréttirnar fyrir að spila ekki en svo fyrir að sýna takta sem höfðu varla sést í deildinni síðan að Hakeem Olajuwon var upp á sitt besta. Nú er hann hinsvegar að koma sér í fréttirnar fyrir allt annað en fagmannlegan undirbúning fyrir leik í NBA-deildinni. Embiid kom snemma inn í deildina en missti af tveimur fyrstu tímabilum sínum vegna meiðsla. Hann var valinn sumarið 2014 en lék ekki sinn fyrsta leik fyrr en í október 2016. Þegar Embiid var kominn inn á völlinn fór ekki á milli mála að þar er á ferðinni einstakur leikmaður sem hefur alla burði til að verða einn sá besti. Mikið hefur verið látið með mottó Embiid „trust the Process" sem vísar til að þegar hefur tekið sinn tíma fyrir hann að komast inn á völlinn. Embiid var með 20,2 stig, 7,8 fráköst og 2,5 varin skot að meðaltali á 25,4 mínútum í í leik í fyrra og í vetur hefur hann spilað aðeins meira og hækkað meðaltöl sín upp í 23,9 stig, 11,2 fráköst og 3,1 stoðsendingu í leik. Embiid hefur verið að gera mjög góða hluti en fyrir leik á móti Washington Wizards á dögunum þá var hann myndaður við það að borða hamborgara á hliðarlínunni rétt á meðan einn sjúkraþjálfari Philadelphia 76ers var að nudda á hann fæturnar. Þarna voru aðeins 90 mínútur í leik. ESPN náði þessu á myndband eins og sést hér fyrir neðan.Joel Embiid eating a burger while getting a footrub pregame pic.twitter.com/AC9kqwT6Pp — The Render (@TheRenderNBA) February 26, 2018 Næringarfræðingar eru allt annað en hrifnir af þessu matarræði stuttu fyrir leik og fleiri hafa gagnrýnt Joel Embiid fyrir hugsunarleysið. Hann gat þá allavega borðað borgarann inn í klefa segja sumir. Það er svo sem ekki hægt að kvarta mikið yfir frammistöðu hans í leiknum því Joel Embiid var með 25 stig og 10 fráköst. Philadelphia 76ers tapaði hinsvegar leiknum með fimmtán stigum eftir að hafa unnið sjö leiki í röð á undan og Embiid hitti aðeins úr 9 af 20 skotum í leiknum. Þessi 45 prósent skotnýting hans var sú versta hjá honum í fimm leikjum og ein sú versta á leiktíðinni.Trust the processed meats. Joel Embiid ate a hamburger 90 minutes before putting up his 31st double-double of the season. https://t.co/Z96w0vRyBVpic.twitter.com/SHguU4px8o — Sporting News (@sportingnews) February 26, 2018 NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
Joel Embiid, miðherji Philadelphia 76ers, er verðandi risastjarna í NBA-deildinni enda lykilmaður í ungu liði sem er líklegt til afreka í deildinni á næstu árum. Þessi 23 ára og 213 sentímetra strákur komst fyrst mest í fréttirnar fyrir að spila ekki en svo fyrir að sýna takta sem höfðu varla sést í deildinni síðan að Hakeem Olajuwon var upp á sitt besta. Nú er hann hinsvegar að koma sér í fréttirnar fyrir allt annað en fagmannlegan undirbúning fyrir leik í NBA-deildinni. Embiid kom snemma inn í deildina en missti af tveimur fyrstu tímabilum sínum vegna meiðsla. Hann var valinn sumarið 2014 en lék ekki sinn fyrsta leik fyrr en í október 2016. Þegar Embiid var kominn inn á völlinn fór ekki á milli mála að þar er á ferðinni einstakur leikmaður sem hefur alla burði til að verða einn sá besti. Mikið hefur verið látið með mottó Embiid „trust the Process" sem vísar til að þegar hefur tekið sinn tíma fyrir hann að komast inn á völlinn. Embiid var með 20,2 stig, 7,8 fráköst og 2,5 varin skot að meðaltali á 25,4 mínútum í í leik í fyrra og í vetur hefur hann spilað aðeins meira og hækkað meðaltöl sín upp í 23,9 stig, 11,2 fráköst og 3,1 stoðsendingu í leik. Embiid hefur verið að gera mjög góða hluti en fyrir leik á móti Washington Wizards á dögunum þá var hann myndaður við það að borða hamborgara á hliðarlínunni rétt á meðan einn sjúkraþjálfari Philadelphia 76ers var að nudda á hann fæturnar. Þarna voru aðeins 90 mínútur í leik. ESPN náði þessu á myndband eins og sést hér fyrir neðan.Joel Embiid eating a burger while getting a footrub pregame pic.twitter.com/AC9kqwT6Pp — The Render (@TheRenderNBA) February 26, 2018 Næringarfræðingar eru allt annað en hrifnir af þessu matarræði stuttu fyrir leik og fleiri hafa gagnrýnt Joel Embiid fyrir hugsunarleysið. Hann gat þá allavega borðað borgarann inn í klefa segja sumir. Það er svo sem ekki hægt að kvarta mikið yfir frammistöðu hans í leiknum því Joel Embiid var með 25 stig og 10 fráköst. Philadelphia 76ers tapaði hinsvegar leiknum með fimmtán stigum eftir að hafa unnið sjö leiki í röð á undan og Embiid hitti aðeins úr 9 af 20 skotum í leiknum. Þessi 45 prósent skotnýting hans var sú versta hjá honum í fimm leikjum og ein sú versta á leiktíðinni.Trust the processed meats. Joel Embiid ate a hamburger 90 minutes before putting up his 31st double-double of the season. https://t.co/Z96w0vRyBVpic.twitter.com/SHguU4px8o — Sporting News (@sportingnews) February 26, 2018
NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira