Ummæli Trump hafa vakið mikla athygli og taldi Washington Post meðal annars tilefni til þess að kanna hvernig Trump hafi áður brugðist við er hætta steðjaði að. Þá gátu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum ekki látið ummæli Trump ósnert og tóku þau sérstaklega fyrir í þáttum gærkvöldsins.
Háðfuglinn Stephen Colbert fór þar fremstur í flokki en Trevor Noah og Seth Meyers gerðu einnig stólpagrín að ummælum Trump í þáttum sínum. Þá lýsti Jimmy Fallon einnig yfir stuðningi við nemendur skólans sem vakið hafa mikla athygli fyrir baráttu þeirra fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum eftir skotárásina í skólanm þar sem sautján létust.