Aðildarfélög lögðu SFS til 80 milljónir um áramót Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. febrúar 2018 07:00 Jens Garðar Helgason, formaður SFS Hópur aðildarfélaga Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi lagði samtökunum til ríflega 80 milljónir króna um síðustu áramót til þess að rétta af uppsafnaðan halla á rekstri samtakanna. Mikill halli hefur safnast upp á undanförnum árum og er fjárveitingu aðildarfélaganna ætlað að greiða hann niður og skjóta þannig styrkari stoðum undir reksturinn. Samkvæmt heimildum Markaðarins var rekstrarhalli samtakanna, sem eru heildarsamtök sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi, vel á annað hundrað milljónir króna á árinu 2016. Hins vegar er útlit fyrir að umtalsverður bati hafi orðið í rekstrinum á síðasta ári og að samtökin hafi þá skilað hagnaði eftir nokkurra ára samfelldan taprekstur. Ársreikningur samtakanna fyrir árið 2017 verður lagður fram á aðalfundi samtakanna í vor.Mikill halli hefur verið á rekstri samtakanna síðustu ár. Fréttablaðið/VilhelmÞrjú af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, HB Grandi, Samherji og Síldarvinnslan, lögðu samtökunum til hvað mest fé, að því er heimildir Markaðarins herma. Samtökin fá í kringum 300 milljónir króna á ári í félagsgjöld frá aðildarfélögum. Samtökin og forverar þeirra, Landssamband íslenskra útvegsmanna og Samtök fiskvinnslustöðva, hafa frá falli fjármálakerfisins haustið 2008 þurft að reiða sig í meira mæli en áður á félagsgjöld. Fyrir fjármálaáfallið áttu forverar samtakanna umtalsvert af verðbréfaeignum sem skiluðu að jafnaði góðri ávöxtun. Það breyttist á árunum eftir hrun, að sögn kunnugra, og liggja samtökin ekki lengur á eins digrum sjóðum. Miklar breytingar hafa orðið á starfsmannahaldi samtakanna síðustu ár og hafa þær átt sinn þátt í útgjaldaaukningunni, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Kolbeinn Árnason, sem leiddi sameiningu samtakanna haustið 2014, var fyrsti framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi en hann lét af störfum í apríl 2016 og tók í kjölfarið sæti í stjórn LBI, gamla Landsbankans. Heiðrún Lind Marteinsdóttir tók við starfinu af Kolbeini og hefur gegnt því síðan. Á síðasta ári voru átta manns ráðnir til samtakanna en alls eru starfsmenn þeirra nú sextán talsins. Ekki náðist í Jens Garðar Helgason, formann samtakanna. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Hópur aðildarfélaga Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi lagði samtökunum til ríflega 80 milljónir króna um síðustu áramót til þess að rétta af uppsafnaðan halla á rekstri samtakanna. Mikill halli hefur safnast upp á undanförnum árum og er fjárveitingu aðildarfélaganna ætlað að greiða hann niður og skjóta þannig styrkari stoðum undir reksturinn. Samkvæmt heimildum Markaðarins var rekstrarhalli samtakanna, sem eru heildarsamtök sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi, vel á annað hundrað milljónir króna á árinu 2016. Hins vegar er útlit fyrir að umtalsverður bati hafi orðið í rekstrinum á síðasta ári og að samtökin hafi þá skilað hagnaði eftir nokkurra ára samfelldan taprekstur. Ársreikningur samtakanna fyrir árið 2017 verður lagður fram á aðalfundi samtakanna í vor.Mikill halli hefur verið á rekstri samtakanna síðustu ár. Fréttablaðið/VilhelmÞrjú af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, HB Grandi, Samherji og Síldarvinnslan, lögðu samtökunum til hvað mest fé, að því er heimildir Markaðarins herma. Samtökin fá í kringum 300 milljónir króna á ári í félagsgjöld frá aðildarfélögum. Samtökin og forverar þeirra, Landssamband íslenskra útvegsmanna og Samtök fiskvinnslustöðva, hafa frá falli fjármálakerfisins haustið 2008 þurft að reiða sig í meira mæli en áður á félagsgjöld. Fyrir fjármálaáfallið áttu forverar samtakanna umtalsvert af verðbréfaeignum sem skiluðu að jafnaði góðri ávöxtun. Það breyttist á árunum eftir hrun, að sögn kunnugra, og liggja samtökin ekki lengur á eins digrum sjóðum. Miklar breytingar hafa orðið á starfsmannahaldi samtakanna síðustu ár og hafa þær átt sinn þátt í útgjaldaaukningunni, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Kolbeinn Árnason, sem leiddi sameiningu samtakanna haustið 2014, var fyrsti framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi en hann lét af störfum í apríl 2016 og tók í kjölfarið sæti í stjórn LBI, gamla Landsbankans. Heiðrún Lind Marteinsdóttir tók við starfinu af Kolbeini og hefur gegnt því síðan. Á síðasta ári voru átta manns ráðnir til samtakanna en alls eru starfsmenn þeirra nú sextán talsins. Ekki náðist í Jens Garðar Helgason, formann samtakanna.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira