Intersex og umskurður Hanna Katrín Friðriksson skrifar 28. febrúar 2018 07:00 Umræðan tekur stundum á sig áhugaverðar myndir. Ég sat á dögunum málþing um réttindi og líkamlega friðhelgi intersex fólks, þar með talið barna. Í gegnum tíðina hefur intersex fólk, fólk sem fæðist með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, verið látið sæta róttækum og oft óafturkræfum inngripum s.s. skurðaðgerðum og hormónameðferðum til að laga kyneinkenni þeirra að væntingum um dæmigert útlit og form. Oft eru inngripin framkvæmd á ungbörnum sem geta ekki tekið þátt í ákvörðuninni, þrátt fyrir að bið myndi ekki stefna líkamlegri heilsu þeirra í hættu, en inngripið gæti sannarlega falið í sér alvarlegar líkamlegar og andlegar afleiðingar. Á síðustu árum hefur þó orðið mikill viðsnúningur hér á landi samhliða vitundarvakningu á erlendri grund. Malta varð árið 2015 fyrst ríkja til að lögfesta líkamlega friðhelgi intersex fólks, þ.m.t. barna, og sambærileg vinna er hafin víðar í Evrópu, m.a. á Íslandi. Það eru góðu fréttirnar. Markmiðið er að það verði – loksins – skýrt kveðið á í lögum að læknisfræðileg inngrip á intersex börnum verði bönnuð nema um nauðsynlegar aðgerðir sé að ræða sem ekki er hægt að forðast eða fresta þar til einstaklingur getur tekið upplýsta ákvörðun um slíkt. En aftur að samfélagsumræðunni og skrítnum birtingarmyndum. Það er ekki ofsögum sagt að fjölmiðlar og samfélagsmiðlar hafi verið uppfullir síðustu daga af umfjöllun um læknisfræðilega ónauðsynleg, óafturkræf inngrip í líkama barna með oft verulega neikvæðum afleiðingum. En réttindi og velferð intersex barna voru þar ekki í forgrunni, heldur nýlegt frumvarp sem er til umræðu á Alþingi og varðar bann við umskurði drengja að viðlögðum fangelsisdómi til allt að sex ára. Frumvarpið er mjög umdeilt eins og flestir hafa líklega orðið varir við. En yfirlýstir stuðningsmenn eru líka fjölmargir, m.a. úr röðum lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Er til of mikils ætlast að fara fram á sama áhuga og umhyggju fyrir velferð intersex barna? Við þurfum að festa vernd þessa hóps í lög sem fyrst.Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Umræðan tekur stundum á sig áhugaverðar myndir. Ég sat á dögunum málþing um réttindi og líkamlega friðhelgi intersex fólks, þar með talið barna. Í gegnum tíðina hefur intersex fólk, fólk sem fæðist með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, verið látið sæta róttækum og oft óafturkræfum inngripum s.s. skurðaðgerðum og hormónameðferðum til að laga kyneinkenni þeirra að væntingum um dæmigert útlit og form. Oft eru inngripin framkvæmd á ungbörnum sem geta ekki tekið þátt í ákvörðuninni, þrátt fyrir að bið myndi ekki stefna líkamlegri heilsu þeirra í hættu, en inngripið gæti sannarlega falið í sér alvarlegar líkamlegar og andlegar afleiðingar. Á síðustu árum hefur þó orðið mikill viðsnúningur hér á landi samhliða vitundarvakningu á erlendri grund. Malta varð árið 2015 fyrst ríkja til að lögfesta líkamlega friðhelgi intersex fólks, þ.m.t. barna, og sambærileg vinna er hafin víðar í Evrópu, m.a. á Íslandi. Það eru góðu fréttirnar. Markmiðið er að það verði – loksins – skýrt kveðið á í lögum að læknisfræðileg inngrip á intersex börnum verði bönnuð nema um nauðsynlegar aðgerðir sé að ræða sem ekki er hægt að forðast eða fresta þar til einstaklingur getur tekið upplýsta ákvörðun um slíkt. En aftur að samfélagsumræðunni og skrítnum birtingarmyndum. Það er ekki ofsögum sagt að fjölmiðlar og samfélagsmiðlar hafi verið uppfullir síðustu daga af umfjöllun um læknisfræðilega ónauðsynleg, óafturkræf inngrip í líkama barna með oft verulega neikvæðum afleiðingum. En réttindi og velferð intersex barna voru þar ekki í forgrunni, heldur nýlegt frumvarp sem er til umræðu á Alþingi og varðar bann við umskurði drengja að viðlögðum fangelsisdómi til allt að sex ára. Frumvarpið er mjög umdeilt eins og flestir hafa líklega orðið varir við. En yfirlýstir stuðningsmenn eru líka fjölmargir, m.a. úr röðum lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Er til of mikils ætlast að fara fram á sama áhuga og umhyggju fyrir velferð intersex barna? Við þurfum að festa vernd þessa hóps í lög sem fyrst.Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun