Bílstjórinn gleymdi fatlaðri konu úti í bíl Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. febrúar 2018 06:00 Fötluð kona gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í gærmorgun. Bílstjórinn fór í kaffi á meðan hún sat ein og yfirgefin í bílnum. Vísir/stefán Mikið fötluð kona gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík í gærmorgun þegar átti að skutla henni til vinnu. Bílstjórinn mun hafa farið heim í kaffipásu þegar uppgötvaðist að konan væri yfirgefin úti í bíl hjá honum. Málið er litið mjög alvarlegum augum. Fréttablaðið hefur fengið það staðfest að konan var sótt af bílstjóra ferðaþjónustu fatlaðra á sambýlið Vættaborgir í Grafarvogi í gærmorgun. Af heimili hennar átti að skutla henni til vinnu í Lækjarási, vinnustað fyrir fatlaða í Fossvoginum. Konan skilaði sér hins vegar ekki til vinnu og fóru þá verkferlar í gang hjá Lækjarási og farið að grennslast fyrir um ferðir konunnar.Sjá einnig: Svona týndist stúlkan Fljótlega fengust þau svör að konan hefði verið sótt á sambýlið og við nánari eftirgrennslan fannst hún ein og yfirgefin í bílnum, þar sem hún hafði mátt sitja meðan bílstjórinn var í kaffi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er málið litið alvarlegum augum og allir sem að því komu í áfalli. Konan notast við hjólastól, er mjög flogaveik og sögð geta fengið stór flog hvenær sem er. Hún sé af þeim sökum til dæmis aldrei skilin eftir ein og eftirlitslaus í vinnunni. Blessunarlega varð konunni ekki meint af þessari miklu yfirsjón bílstjórans og var henni á endanum komið til vinnu í Lækjarási.Gripið til aðgerða Strætó bs. sér um ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík en verktakar sinna akstursþjónustunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem manneskja gleymist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra en slíkt atvik kom upp í febrúar 2015 þegar 18 ára stúlka, sem lýst hafði verið eftir fannst í bíl við heimili bílstjórans um kvöld. Hafði hún þá mátt dúsa þar í nokkrar klukkustundir. Það atvik vakti mjög hörð viðbrögð og var í kjölfarið skipuð neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra sem skilaði skýrslu um málið í mars 2015. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var skjótt brugðist við málinu hjá Strætó í gærmorgun og gripið til aðgerða gagnvart bílstjóranum. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, gat ekki tjáð sig um málið þar sem hann var í leyfi og hafði því ekki heyrt af því. Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, segir að þar á bæ hafi viðbrögðin verið að hlúa að konunni. Þrátt fyrir alvarleika atviksins segir hún akstursþjónustuna hafa batnað mikið eftir erfiða byrjun á sínum tíma og atvik sem þessi fátíð. „En þetta er eitthvað sem á ekki að gerast.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðaþjónusta fatlaðra Tengdar fréttir Röð mistaka hjá ferðaþjónustu fatlaðra Fleiri atriði skoðuð af neyðarstjórn en bara stúlkan sem týndist í gær. 5. febrúar 2015 15:04 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Sjá meira
Mikið fötluð kona gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík í gærmorgun þegar átti að skutla henni til vinnu. Bílstjórinn mun hafa farið heim í kaffipásu þegar uppgötvaðist að konan væri yfirgefin úti í bíl hjá honum. Málið er litið mjög alvarlegum augum. Fréttablaðið hefur fengið það staðfest að konan var sótt af bílstjóra ferðaþjónustu fatlaðra á sambýlið Vættaborgir í Grafarvogi í gærmorgun. Af heimili hennar átti að skutla henni til vinnu í Lækjarási, vinnustað fyrir fatlaða í Fossvoginum. Konan skilaði sér hins vegar ekki til vinnu og fóru þá verkferlar í gang hjá Lækjarási og farið að grennslast fyrir um ferðir konunnar.Sjá einnig: Svona týndist stúlkan Fljótlega fengust þau svör að konan hefði verið sótt á sambýlið og við nánari eftirgrennslan fannst hún ein og yfirgefin í bílnum, þar sem hún hafði mátt sitja meðan bílstjórinn var í kaffi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er málið litið alvarlegum augum og allir sem að því komu í áfalli. Konan notast við hjólastól, er mjög flogaveik og sögð geta fengið stór flog hvenær sem er. Hún sé af þeim sökum til dæmis aldrei skilin eftir ein og eftirlitslaus í vinnunni. Blessunarlega varð konunni ekki meint af þessari miklu yfirsjón bílstjórans og var henni á endanum komið til vinnu í Lækjarási.Gripið til aðgerða Strætó bs. sér um ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík en verktakar sinna akstursþjónustunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem manneskja gleymist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra en slíkt atvik kom upp í febrúar 2015 þegar 18 ára stúlka, sem lýst hafði verið eftir fannst í bíl við heimili bílstjórans um kvöld. Hafði hún þá mátt dúsa þar í nokkrar klukkustundir. Það atvik vakti mjög hörð viðbrögð og var í kjölfarið skipuð neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra sem skilaði skýrslu um málið í mars 2015. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var skjótt brugðist við málinu hjá Strætó í gærmorgun og gripið til aðgerða gagnvart bílstjóranum. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, gat ekki tjáð sig um málið þar sem hann var í leyfi og hafði því ekki heyrt af því. Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, segir að þar á bæ hafi viðbrögðin verið að hlúa að konunni. Þrátt fyrir alvarleika atviksins segir hún akstursþjónustuna hafa batnað mikið eftir erfiða byrjun á sínum tíma og atvik sem þessi fátíð. „En þetta er eitthvað sem á ekki að gerast.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðaþjónusta fatlaðra Tengdar fréttir Röð mistaka hjá ferðaþjónustu fatlaðra Fleiri atriði skoðuð af neyðarstjórn en bara stúlkan sem týndist í gær. 5. febrúar 2015 15:04 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Sjá meira
Röð mistaka hjá ferðaþjónustu fatlaðra Fleiri atriði skoðuð af neyðarstjórn en bara stúlkan sem týndist í gær. 5. febrúar 2015 15:04
Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46
Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði