Síðasta frétt myrta rannsóknarblaðamannsins birt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. febrúar 2018 21:17 Slóvakar eru margir hverjir í sárum vegna morðsins. Vísir/AFP Síðasta frétt slóvakíska blaðamannsins Jan Kuciak hefur verið birt á vefsíðu hans. Fréttin fjallar um tengsl ítölsku mafíunnar við stjórnmálamenn í Slóvakíu. Kuciak var myrtur á sunnudaginn ásamt unnustu sinni. Var þetta í fyrsta sinn sem blaðamaður var myrtur í Slóvakíu en strax komu fram vangaveltur að Kuciak hafði verði myrtur í tengslum við starf sitt sem blaðamaður. Lögregla segir að morðið á parinu lítu út fyrir að hafa verið framið af leigumorðingja. Í fréttinni er því haldið fram að að ítalskir kaupsýslumenn með tengsl við ítölsku mafíuna 'Ndrangheta hafi komið sér fyrir í fátæku héraði í austurhluta Slóvakíu. Þar hafi þeir árum saman dregið sér fé frá Evrópusambandinu. Þá er því einnig haldið fram að kaupsýslumennirnir hafi ræktað tengsl við háttsetta embættismenn, þar á meðal nokkra nána samstarfsmenn Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu. Einn þeirra er Maria Troskova sem þangað til í dag gegndi embætti yfirráðgjafa forsætisráðherrans. Hún ásamt Viliam Jason, formanni þjóðaröryggisráðs Slóvakíu, hafa látið af embættum í tengslum við málið. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá þeim segir að þau muni stíga til hliðar þangað til rannsókn hafi farið fram. Þau hafi ákveðið að stíga þetta skref svo ekki væri hægt að bendla nafn forsætisráðherra við rannsókn málsins. Fico hefur boðið þeim sem stíga geti fram með lykilupplýsingar um morðið á Kuciak og unnustu hans eina milljón evra í verðlaun.Ítarlega umfjöllun BBC um málið má finna hér. Fjölmiðlar Slóvakía Tengdar fréttir Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Ján Kuciak og unnusta hans Martina Kušnírová fundust látin á sunnudag. 26. febrúar 2018 18:49 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Síðasta frétt slóvakíska blaðamannsins Jan Kuciak hefur verið birt á vefsíðu hans. Fréttin fjallar um tengsl ítölsku mafíunnar við stjórnmálamenn í Slóvakíu. Kuciak var myrtur á sunnudaginn ásamt unnustu sinni. Var þetta í fyrsta sinn sem blaðamaður var myrtur í Slóvakíu en strax komu fram vangaveltur að Kuciak hafði verði myrtur í tengslum við starf sitt sem blaðamaður. Lögregla segir að morðið á parinu lítu út fyrir að hafa verið framið af leigumorðingja. Í fréttinni er því haldið fram að að ítalskir kaupsýslumenn með tengsl við ítölsku mafíuna 'Ndrangheta hafi komið sér fyrir í fátæku héraði í austurhluta Slóvakíu. Þar hafi þeir árum saman dregið sér fé frá Evrópusambandinu. Þá er því einnig haldið fram að kaupsýslumennirnir hafi ræktað tengsl við háttsetta embættismenn, þar á meðal nokkra nána samstarfsmenn Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu. Einn þeirra er Maria Troskova sem þangað til í dag gegndi embætti yfirráðgjafa forsætisráðherrans. Hún ásamt Viliam Jason, formanni þjóðaröryggisráðs Slóvakíu, hafa látið af embættum í tengslum við málið. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá þeim segir að þau muni stíga til hliðar þangað til rannsókn hafi farið fram. Þau hafi ákveðið að stíga þetta skref svo ekki væri hægt að bendla nafn forsætisráðherra við rannsókn málsins. Fico hefur boðið þeim sem stíga geti fram með lykilupplýsingar um morðið á Kuciak og unnustu hans eina milljón evra í verðlaun.Ítarlega umfjöllun BBC um málið má finna hér.
Fjölmiðlar Slóvakía Tengdar fréttir Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Ján Kuciak og unnusta hans Martina Kušnírová fundust látin á sunnudag. 26. febrúar 2018 18:49 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Ján Kuciak og unnusta hans Martina Kušnírová fundust látin á sunnudag. 26. febrúar 2018 18:49