Erlent

Síðasta frétt myrta rannsóknarblaðamannsins birt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Slóvakar eru margir hverjir í sárum vegna morðsins.
Slóvakar eru margir hverjir í sárum vegna morðsins. Vísir/AFP
Síðasta frétt slóvakíska blaðamannsins Jan Kuciak hefur verið birt á vefsíðu hans. Fréttin fjallar um tengsl ítölsku mafíunnar við stjórnmálamenn í Slóvakíu. Kuciak var myrtur á sunnudaginn ásamt unnustu sinni.

Var þetta í fyrsta sinn sem blaðamaður var myrtur í Slóvakíu en strax komu fram vangaveltur að Kuciak hafði verði myrtur í tengslum við starf sitt sem blaðamaður. Lögregla segir að morðið á parinu lítu út fyrir að hafa verið framið af leigumorðingja.

Í fréttinni er því haldið fram að að ítalskir kaupsýslumenn með tengsl við ítölsku mafíuna 'Ndrangheta hafi komið sér fyrir í fátæku héraði í austurhluta Slóvakíu. Þar hafi þeir árum saman dregið sér fé frá Evrópusambandinu.

Þá er því einnig haldið fram að kaupsýslumennirnir hafi ræktað tengsl við háttsetta embættismenn, þar á meðal nokkra nána samstarfsmenn Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu. Einn þeirra er Maria Troskova sem þangað til í dag gegndi embætti yfirráðgjafa forsætisráðherrans. Hún ásamt Viliam Jason, formanni þjóðaröryggisráðs Slóvakíu, hafa látið af embættum í tengslum við málið.

Í sameiginlegri yfirlýsingu frá þeim segir að þau muni stíga til hliðar þangað til rannsókn hafi farið fram. Þau hafi ákveðið að stíga þetta skref svo ekki væri hægt að bendla nafn forsætisráðherra við rannsókn málsins.

Fico hefur boðið þeim sem stíga geti fram með lykilupplýsingar um morðið á Kuciak og unnustu hans eina milljón evra í verðlaun.

Ítarlega umfjöllun BBC um málið má finna hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×