Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Sveinn Arnarsson skrifar 10. febrúar 2018 08:00 Fjölgun ferðamanna í gegnum Leifsstöð kallar á fleiri starfsmenn. Suðurnes hagnast á því svo um munar en miklar áskoranir blasa við. Fréttablaðið/Stefán Byggðaþróun Sveitarfélög á Suðurnesjum hafa stækkað gríðarlega á síðasta hálfa áratug samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar og á vöxturinn þar sér vart fordæmi í byggðaþróun síðustu áratuga. Nálægð Suðurnesja við bæði höfuðborgina og eina stóru fluggátt ina inn í landið skilar því að svæðið er í stórsókn. Bæði er hægt að sækja þjónustu og atvinnu til höfuðborgarinnar en einnig eru gríðarleg umsvif í tengslum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði. Suðurnesin hafa um árabil verið í hægum vexti en eftir hrun hefur vöxturinn verið mun hraðari. Aðeins á tveimur áratugum hafa sveitarfélögin gjörbreyst. Til að mynda hefur fólksfjölgun í Vogum verið um 77 prósent og í Reykjanesbæ 71 prósent frá 1998. Í Grindavík hefur fjölgunin á þessum tíma verið um 56 prósent. Því er ljóst að byggðin á Suðurnesjum er í stórsókn, fólki fjölgar á öllum svæðum og atvinnustig er gott á heildina litið. Sveitarfélögin tvö á norðvestanverðu Reykjanesi, Garður og Sandgerði, munu á næstu misserum renna saman í eitt sveitarfélag en fyrir áramót samþykktu íbúar þeirra sameininguna. Samkvæmt KPMG verður til öflugra sveitarfélag með góða eignastöðu sem getur því betur sinnt starfi sínu en áður. Íbúar í nýja sveitarfélaginu verða um 3.400 og verður það því 16. stærsta sveitarfélag landsins. „Það er komið að því núna að það vantar fólk til starfa og atvinnuleysi er nánast ekkert á svæðinu,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „Hins vegar þarf að hafa það í huga að vöxtur einn og sér þarf ekki að þýða velgengni. Svona fjölgun, eins og við erum að upplifa síðustu þrjú árin, reynir gríðarlega á innviðina og við erum að sjá nokkra vaxtarverki. Sveitarfélögin eru á harðahlaupum við að halda þjónustustiginu uppi en það er ekki hægt að segja það sama um ríkisvaldið sem er mun svifaseinna.“ Bendir Kjartan Már á það að mikil fjölgun feli í sér að þjónusta hins opinbera skerðist, því fjármagn per íbúa til menntunar og heilbrigðisþjónustu verður mun minna á Reykjanesi en annars staðar á landinu. „Við erum ekki að biðja um að fá betri þjónustu en aðrir. Aðeins að við fáum sömu þjónustu og annars staðar. Framlög til heilbrigðismála á Reykjanesi á hvern íbúa hafa hrunið síðustu árin því peningurinn helst ekki í hendur við fjölgun íbúa inn á svæðið.“ Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, segir sveitarfélagið standa vel og í reynd öll sveitarfélögin á svæðinu. Skuldastaða Garðs og Sandgerðis er nokkuð góð og bæði flugvöllurinn og sjávarútvegurinn skapi mörg störf í hinu nýja sveitarfélagi. „Auðvitað helst það í hendur að fasteignaverð hér hefur verið lægra en í borginni og mikið af fólki hefur komið hingað vegna þess. Að sama skapi hefur fasteignaverð hækkað hér undanfarin þrjú ár. Það er ekki hægt að tala um atvinnuleysi hér þar sem bæði sjávarútvegurinn býr til mörg störf sem og Leifsstöð,“ segir Magnús. „Innviðirnir í Garði standa undir fjölguninni eins og staðan er núna en stutt er í að við þurfum að byggja við leik- og grunnskóla til að takast á við fjölgun barna í sveitarfélaginu. Það er jákvætt.“ Birtist í Fréttablaðinu Vogar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Byggðaþróun Sveitarfélög á Suðurnesjum hafa stækkað gríðarlega á síðasta hálfa áratug samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar og á vöxturinn þar sér vart fordæmi í byggðaþróun síðustu áratuga. Nálægð Suðurnesja við bæði höfuðborgina og eina stóru fluggátt ina inn í landið skilar því að svæðið er í stórsókn. Bæði er hægt að sækja þjónustu og atvinnu til höfuðborgarinnar en einnig eru gríðarleg umsvif í tengslum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði. Suðurnesin hafa um árabil verið í hægum vexti en eftir hrun hefur vöxturinn verið mun hraðari. Aðeins á tveimur áratugum hafa sveitarfélögin gjörbreyst. Til að mynda hefur fólksfjölgun í Vogum verið um 77 prósent og í Reykjanesbæ 71 prósent frá 1998. Í Grindavík hefur fjölgunin á þessum tíma verið um 56 prósent. Því er ljóst að byggðin á Suðurnesjum er í stórsókn, fólki fjölgar á öllum svæðum og atvinnustig er gott á heildina litið. Sveitarfélögin tvö á norðvestanverðu Reykjanesi, Garður og Sandgerði, munu á næstu misserum renna saman í eitt sveitarfélag en fyrir áramót samþykktu íbúar þeirra sameininguna. Samkvæmt KPMG verður til öflugra sveitarfélag með góða eignastöðu sem getur því betur sinnt starfi sínu en áður. Íbúar í nýja sveitarfélaginu verða um 3.400 og verður það því 16. stærsta sveitarfélag landsins. „Það er komið að því núna að það vantar fólk til starfa og atvinnuleysi er nánast ekkert á svæðinu,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „Hins vegar þarf að hafa það í huga að vöxtur einn og sér þarf ekki að þýða velgengni. Svona fjölgun, eins og við erum að upplifa síðustu þrjú árin, reynir gríðarlega á innviðina og við erum að sjá nokkra vaxtarverki. Sveitarfélögin eru á harðahlaupum við að halda þjónustustiginu uppi en það er ekki hægt að segja það sama um ríkisvaldið sem er mun svifaseinna.“ Bendir Kjartan Már á það að mikil fjölgun feli í sér að þjónusta hins opinbera skerðist, því fjármagn per íbúa til menntunar og heilbrigðisþjónustu verður mun minna á Reykjanesi en annars staðar á landinu. „Við erum ekki að biðja um að fá betri þjónustu en aðrir. Aðeins að við fáum sömu þjónustu og annars staðar. Framlög til heilbrigðismála á Reykjanesi á hvern íbúa hafa hrunið síðustu árin því peningurinn helst ekki í hendur við fjölgun íbúa inn á svæðið.“ Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, segir sveitarfélagið standa vel og í reynd öll sveitarfélögin á svæðinu. Skuldastaða Garðs og Sandgerðis er nokkuð góð og bæði flugvöllurinn og sjávarútvegurinn skapi mörg störf í hinu nýja sveitarfélagi. „Auðvitað helst það í hendur að fasteignaverð hér hefur verið lægra en í borginni og mikið af fólki hefur komið hingað vegna þess. Að sama skapi hefur fasteignaverð hækkað hér undanfarin þrjú ár. Það er ekki hægt að tala um atvinnuleysi hér þar sem bæði sjávarútvegurinn býr til mörg störf sem og Leifsstöð,“ segir Magnús. „Innviðirnir í Garði standa undir fjölguninni eins og staðan er núna en stutt er í að við þurfum að byggja við leik- og grunnskóla til að takast á við fjölgun barna í sveitarfélaginu. Það er jákvætt.“
Birtist í Fréttablaðinu Vogar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira