Aftur reynt að sporna gegn rafrettum Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. febrúar 2018 07:30 Frumvarp Óttars Proppé, þáverandi heilbrigðisráðherra, var til umræðu á þingi fyrir ári og sætti mikilli gagnrýni og náði ekki í gegn. NordicPhotos/Getty „Við komumst ekki hjá því að nefna það í löggjöfinni,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem hyggst leggja fram á Alþingi frumvarp um takmörk við notkun rafretta. Svandís segir að frumvarpið sé að hluta til innleiðing á EES-tilskipun og löggjafinn geti því ekki vikist undan. Forveri hennar í embætti, Óttarr Proppé, lagði einnig fram slíkt frumvarp með vísun í EES-tilskipun. Hann hlaut harða gagnrýni fyrir og ekki kom til þess að frumvarp hans yrði afgreitt á þinginu. Svandís segir að frumvarp hennar sé ólíkt máli Óttars að því leytinu til að hún sé að leggja fram frumvarp að sérlögum. Áður hafi hins vegar verið gagnrýnt að málið hafi verið lagt fram sem frumvarp til breytinga á tóbakslögum.Svandís Svavarsdóttir Fréttablaðið/EyþórSvandís telur þó að ef frumvarp hennar verði afgreitt hafi það sömu áhrif og samþykkt á frumvarpi Óttars hefði haft. Í báðum tilfellum sé gert ráð fyrir að reistar verði sams konar skorður við sölu og auglýsingu á rafrettum og við sígarettum. „Eins er með það sem kemur varðandi notkun á rafrettum á opinberum stöðum, veitingahúsum og fleira. Það er bara svipað og með tóbakið,“ segir Svandís. Frumvarpið hefur nú þegar verið kynnt í ríkisstjórn. Svandís býst við að því verði síðan dreift í þinginu í næstu viku. Nokkrir þingmenn mótmæltu kröftuglega þegar frumvarp Óttars var til umræðu fyrir um það bil ári. „Það sem kemur fram í greinargerðinni, og ég var talsvert hissa á, er að það skaðlegasta sem kemur fram í þessum ólíku sjónarhornum er að þetta geti rutt brautina til nikótínfíknar. Erum við þá, virðulegi forseti, að takmarka og banna eitthvað af því að það gæti mögulega kannski einhvern tímann leitt til þess að einhver myndi mögulega kannski byrja að reykja?“ spurði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þegar Fréttablaðið náði tali af Áslaugu í gær kvaðst hún ekki hafa kynnt sér frumvarp Svandísar. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira
„Við komumst ekki hjá því að nefna það í löggjöfinni,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem hyggst leggja fram á Alþingi frumvarp um takmörk við notkun rafretta. Svandís segir að frumvarpið sé að hluta til innleiðing á EES-tilskipun og löggjafinn geti því ekki vikist undan. Forveri hennar í embætti, Óttarr Proppé, lagði einnig fram slíkt frumvarp með vísun í EES-tilskipun. Hann hlaut harða gagnrýni fyrir og ekki kom til þess að frumvarp hans yrði afgreitt á þinginu. Svandís segir að frumvarp hennar sé ólíkt máli Óttars að því leytinu til að hún sé að leggja fram frumvarp að sérlögum. Áður hafi hins vegar verið gagnrýnt að málið hafi verið lagt fram sem frumvarp til breytinga á tóbakslögum.Svandís Svavarsdóttir Fréttablaðið/EyþórSvandís telur þó að ef frumvarp hennar verði afgreitt hafi það sömu áhrif og samþykkt á frumvarpi Óttars hefði haft. Í báðum tilfellum sé gert ráð fyrir að reistar verði sams konar skorður við sölu og auglýsingu á rafrettum og við sígarettum. „Eins er með það sem kemur varðandi notkun á rafrettum á opinberum stöðum, veitingahúsum og fleira. Það er bara svipað og með tóbakið,“ segir Svandís. Frumvarpið hefur nú þegar verið kynnt í ríkisstjórn. Svandís býst við að því verði síðan dreift í þinginu í næstu viku. Nokkrir þingmenn mótmæltu kröftuglega þegar frumvarp Óttars var til umræðu fyrir um það bil ári. „Það sem kemur fram í greinargerðinni, og ég var talsvert hissa á, er að það skaðlegasta sem kemur fram í þessum ólíku sjónarhornum er að þetta geti rutt brautina til nikótínfíknar. Erum við þá, virðulegi forseti, að takmarka og banna eitthvað af því að það gæti mögulega kannski einhvern tímann leitt til þess að einhver myndi mögulega kannski byrja að reykja?“ spurði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þegar Fréttablaðið náði tali af Áslaugu í gær kvaðst hún ekki hafa kynnt sér frumvarp Svandísar.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira