Björgunaraðilar unnið þrekvirki við að koma fólki til byggða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2018 23:15 Björgunarsveitir hafa aðstoðað fjölda fólks á vegum úti í dag. Vísir/Jói K. Lögregla og björgunarsveitir á Suðurlandi hafa aðstoðað fólk í hátt á annað hundrað bílum í dag til byggða vegna veðurs. Enn sitja bílar fastir og er líklegt að aðgerðir standi yfir fram á nótt. „Menn hafa unnið þrekvirki í að leysa þau mál,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, í samtali við Vísi. Um 300 björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum í dag vegna veðursins. Fyrr í kvöld var opnuð fjöldahjálparstöð á Selfossi en þangað voru fluttir sex erlendir ferðamenn sem festu bíla sína í nærsveitum Selfoss. Þá hefur töluverður fjöldi fólks fest bíla sína í grennd við Reykholt og er verið að opna fjöldahjálparstöð í Aratungu.„Þar er dálítil bílalest sem er stopp, meðal annars tvær rútur. Mokstursbíll sem fór frá Selfossi þarna upp eftir varð frá af hverfa út af snjómagni. Veghefill er á leiðinni upp eftir og þá vonandi greiðist úr þessu,“ segir Oddur.Eins og sjá má er allt rautt á Suðurlandi.VegagerðinMeira og minna allir vegir ófærir Þá eru nokkrir bílar fastir upp á Lyngdalsheiði, þar á meðal ein rúta. Er verið að vinna að því að koma þeim til aðstoðar.„Snjóbíll sem fór þangað til aðstoðar missti belti þannig að það er verið að koma bæði vistum til þess fólks og aðstoð með öðrum hætti,“ segir Oddur. Reiknar hann með að um fjóra til sex tíma þurfi til þess að koma þeim sem fastir eru á þessum stöðum til byggða.„Þetta eru þau verkefni sem eru eftir núna en ég veðja á það að það verði fram eftir nóttu eitthvað svona eitt og eitt sem muni koma upp á,“ segir Oddur.Búið er að loka vegum víða á Suðurlandi vegna veðurs og segir Oddur að meira og minna séu allir vegir í Árnessýslu ófærir vegna veðurs.Lokað var fyrir umferð á Vesturlandsvegi við Kjalarnes.Björgunarsveitin Kjölur„Það er mjög hvasst og mikill skafrenningur en það er ekki úrkoma. Það er fyrst og fremst skafrenningurinn sem veldur bæði blindu og þegar það stoppar bíll þá skefur að honum ansi fljótt,“ segir Oddur. Telur Oddur að stærstur hluti þeirra sem lögregla og björgunarsveitir hafi aðstoðað í dag séu erlendir ferðamenn. Flestir sé ágætlega útbúnir til vetrarfærðar en það stoði lítið þegar veðrið sé svona. „Menn eru útbúnir til vetrarfærðar en við þessar aðstæður er það nokkuð sama hvernig þú ert, ef þú ert ekki á fullútbúnum græjum og búinn til fjallferða ertu bara í veseni. Það er ekki nema einhver stoppi fyrir framan þig og þá ertu í vandræðum,“ segir Oddur. Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi en hún verður þess í stað opnuð að Eyrarvegi 28 á Selfossi. 10. febrúar 2018 18:29 Opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu Fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Selfossi verður áfram opin. 10. febrúar 2018 21:06 Svæðisstjórn virkjuð í Árnessýslu og stefnt að opnun fjöldahjálparstöðvar Þá varð þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag en meiðsli á fólki eru ekki alvarleg, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 10. febrúar 2018 16:39 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Lögregla og björgunarsveitir á Suðurlandi hafa aðstoðað fólk í hátt á annað hundrað bílum í dag til byggða vegna veðurs. Enn sitja bílar fastir og er líklegt að aðgerðir standi yfir fram á nótt. „Menn hafa unnið þrekvirki í að leysa þau mál,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, í samtali við Vísi. Um 300 björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum í dag vegna veðursins. Fyrr í kvöld var opnuð fjöldahjálparstöð á Selfossi en þangað voru fluttir sex erlendir ferðamenn sem festu bíla sína í nærsveitum Selfoss. Þá hefur töluverður fjöldi fólks fest bíla sína í grennd við Reykholt og er verið að opna fjöldahjálparstöð í Aratungu.„Þar er dálítil bílalest sem er stopp, meðal annars tvær rútur. Mokstursbíll sem fór frá Selfossi þarna upp eftir varð frá af hverfa út af snjómagni. Veghefill er á leiðinni upp eftir og þá vonandi greiðist úr þessu,“ segir Oddur.Eins og sjá má er allt rautt á Suðurlandi.VegagerðinMeira og minna allir vegir ófærir Þá eru nokkrir bílar fastir upp á Lyngdalsheiði, þar á meðal ein rúta. Er verið að vinna að því að koma þeim til aðstoðar.„Snjóbíll sem fór þangað til aðstoðar missti belti þannig að það er verið að koma bæði vistum til þess fólks og aðstoð með öðrum hætti,“ segir Oddur. Reiknar hann með að um fjóra til sex tíma þurfi til þess að koma þeim sem fastir eru á þessum stöðum til byggða.„Þetta eru þau verkefni sem eru eftir núna en ég veðja á það að það verði fram eftir nóttu eitthvað svona eitt og eitt sem muni koma upp á,“ segir Oddur.Búið er að loka vegum víða á Suðurlandi vegna veðurs og segir Oddur að meira og minna séu allir vegir í Árnessýslu ófærir vegna veðurs.Lokað var fyrir umferð á Vesturlandsvegi við Kjalarnes.Björgunarsveitin Kjölur„Það er mjög hvasst og mikill skafrenningur en það er ekki úrkoma. Það er fyrst og fremst skafrenningurinn sem veldur bæði blindu og þegar það stoppar bíll þá skefur að honum ansi fljótt,“ segir Oddur. Telur Oddur að stærstur hluti þeirra sem lögregla og björgunarsveitir hafi aðstoðað í dag séu erlendir ferðamenn. Flestir sé ágætlega útbúnir til vetrarfærðar en það stoði lítið þegar veðrið sé svona. „Menn eru útbúnir til vetrarfærðar en við þessar aðstæður er það nokkuð sama hvernig þú ert, ef þú ert ekki á fullútbúnum græjum og búinn til fjallferða ertu bara í veseni. Það er ekki nema einhver stoppi fyrir framan þig og þá ertu í vandræðum,“ segir Oddur.
Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi en hún verður þess í stað opnuð að Eyrarvegi 28 á Selfossi. 10. febrúar 2018 18:29 Opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu Fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Selfossi verður áfram opin. 10. febrúar 2018 21:06 Svæðisstjórn virkjuð í Árnessýslu og stefnt að opnun fjöldahjálparstöðvar Þá varð þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag en meiðsli á fólki eru ekki alvarleg, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 10. febrúar 2018 16:39 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi en hún verður þess í stað opnuð að Eyrarvegi 28 á Selfossi. 10. febrúar 2018 18:29
Opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu Fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Selfossi verður áfram opin. 10. febrúar 2018 21:06
Svæðisstjórn virkjuð í Árnessýslu og stefnt að opnun fjöldahjálparstöðvar Þá varð þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag en meiðsli á fólki eru ekki alvarleg, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 10. febrúar 2018 16:39