Stormur og takmarkað skyggni í dag Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 08:15 Stormur og hríð verður í höfuðborginni í dag. VÍSIR/VILHELM Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa frá klukkan tíu í dag. Búist er við vestan stormi og hríð. Mjög blint í snjókomu og skafrenningi og líkur á samgöngutruflunum á svæðinu. Á Suðurlandi og Faxaflóa má búast við hviðum í allt að 40 m/s. Gul viðvörun er a Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Suðausturlandi og miðhálendi landsins. Óli Þór Árnason hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að það sé útlit fyrir að mesti vindstrengurinn nái inn á höfuðborgarsvæðið. Viðbúið er að skyggni verði mjög takmarkað í versta veðrinu, sem verður á öllu Faxaflóasvæðinu og Suðurlandi og verður að auki á Suðausturlandi seinnipartinn í dag. Er æskilegt að ana ekki út að óþörfu í dag enda má búast við samgöngutruflunum. Segir Óli Þór að þetta sé leiðinlegasta veðrið sem við hefðum geta fengið. Versta veðrið skellur á um og upp úr hádegi og segir Óli Þór að það verði svipað megnið af deginum. Það fer að draga úr því í kvöld en lægir sennilega ekki fyrr en seint í kvöld eða í nótt. Áfram verður úrkoma í dag og mjög blint og leiðinlegt. Óli Þór telur að þetta geti mjög auðveldlega orðið leiðinlegasta veðrið sem sést hefur á höfuðborgarsvæðinu í ár og hvetur fólk til að fylgjast vel með spám og veðri. Stormur og hríð Búast má við vonskuveðri sunnan- og vestantil á landinu í dag, norðvestan og vestan stormur eða rok með snjókomu og éljum og mjög lélegu skyggni samkvæmt hugleiðingum dagsins frá veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Vindstrengur sem liggur fyrir sunnan og vestan lægðina sem sem var að hrella okkur í gær mun ná inn á landið sunnan og vestanvert samkvæmt nýjustu veðurspám og verður hvassast úti við ströndina. Fyrri spár gerðu ráð fyrir að lægðarmiðjan mundi vera yfir Höfuðborgarsvæðinu um hádegi og halda vindstrengnum þar með fyrir sunnan landið, en nú eru mestu líkur á því að lægðarmiðjan nái ekki svo langt suður og því er vindstrengurinn inn á landi. Eins og áður sagði er appelsínugul viðvörun í gildi fyrir suðvestanvert landið, þar með talið Höfuðborgarsvæðið og má búast við samgöngutruflunum á meðan veðrið stendur yfir. Fólk er hvatt að fara með gát og fylgjast vel með veðurspám því svona smálægðir geta verið ólíkindatól. Á mánudags morgun má búast við rólegu veðri um allt land, en næsta lægð sem er í myndun langt suðvestur í hafi kemur á hraðsiglingu upp að landinu á mánudagskvöld. Veðurhorfur næsta sólarhringinn er vestlæg átt 15-25 m/s, hvassast NV-til. Gengur í norðvestan og vestan 20-28 m/s sunnan- og vestantil á landinu í dag með snjókomu eða éljum. Hvassast við ströndina. Mun hægari vindur norðan- og austanlands og úrkomulítið, en heldur hvassara og snjókoma austanlands seint í dag. Dregur úr vindi og ofankomu í kvöld og nótt. Suðvestan 8-15 m/s um hádegi á morgun. Él sunnan- og vestantil, en þurrt og bjart norðan- og austanlands. Gengur í austan hvassviðri eða storm um landið suðaustanvert annað kvöld með snjókomu. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag: Suðvestlæg átt 5-13 m/s og stöku él í flestum landshlutum. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Hvessir með snjókomu suðaustan- og austanlands um kvöldið.Á þriðjudag: Allhvöss eða hvöss breytileg átt og snjókoma víða um land. Hægari sunnanátt undir kvöld og dálítil él, en léttir til á Norður- og Austurlandi. Frost 0 til 5 stig.Á miðvikudag: Gengur í hvassa austan- og norðaustanátt. Yfirleitt þurrt vestantil á landinu, annars snjókoma eða slydda, en síðar rigning við sjóinn. Hlýnar heldur í veðri, hiti kringum frostmark síðdegis.Á fimmtudag og föstudag: Útlit fyrir norðaustanátt. Snjókoma eða slydda með köflum norðan- og austanlands, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti nálægt frostmarki.Á laugardag:Líklega fremur hæg suðlæg átt. Bjart með köflum og yfirleitt úrkomulaust. Frost 0 til 7 stig, mest í innsveitum fyrir norðan. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Vegir áfram lokaðir og snjóflóðahætta á Vestfjörðum Óveðurslægð er nú yfir Vestfjörðum og þokast hún suðurs. 11. febrúar 2018 07:51 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa frá klukkan tíu í dag. Búist er við vestan stormi og hríð. Mjög blint í snjókomu og skafrenningi og líkur á samgöngutruflunum á svæðinu. Á Suðurlandi og Faxaflóa má búast við hviðum í allt að 40 m/s. Gul viðvörun er a Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Suðausturlandi og miðhálendi landsins. Óli Þór Árnason hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að það sé útlit fyrir að mesti vindstrengurinn nái inn á höfuðborgarsvæðið. Viðbúið er að skyggni verði mjög takmarkað í versta veðrinu, sem verður á öllu Faxaflóasvæðinu og Suðurlandi og verður að auki á Suðausturlandi seinnipartinn í dag. Er æskilegt að ana ekki út að óþörfu í dag enda má búast við samgöngutruflunum. Segir Óli Þór að þetta sé leiðinlegasta veðrið sem við hefðum geta fengið. Versta veðrið skellur á um og upp úr hádegi og segir Óli Þór að það verði svipað megnið af deginum. Það fer að draga úr því í kvöld en lægir sennilega ekki fyrr en seint í kvöld eða í nótt. Áfram verður úrkoma í dag og mjög blint og leiðinlegt. Óli Þór telur að þetta geti mjög auðveldlega orðið leiðinlegasta veðrið sem sést hefur á höfuðborgarsvæðinu í ár og hvetur fólk til að fylgjast vel með spám og veðri. Stormur og hríð Búast má við vonskuveðri sunnan- og vestantil á landinu í dag, norðvestan og vestan stormur eða rok með snjókomu og éljum og mjög lélegu skyggni samkvæmt hugleiðingum dagsins frá veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Vindstrengur sem liggur fyrir sunnan og vestan lægðina sem sem var að hrella okkur í gær mun ná inn á landið sunnan og vestanvert samkvæmt nýjustu veðurspám og verður hvassast úti við ströndina. Fyrri spár gerðu ráð fyrir að lægðarmiðjan mundi vera yfir Höfuðborgarsvæðinu um hádegi og halda vindstrengnum þar með fyrir sunnan landið, en nú eru mestu líkur á því að lægðarmiðjan nái ekki svo langt suður og því er vindstrengurinn inn á landi. Eins og áður sagði er appelsínugul viðvörun í gildi fyrir suðvestanvert landið, þar með talið Höfuðborgarsvæðið og má búast við samgöngutruflunum á meðan veðrið stendur yfir. Fólk er hvatt að fara með gát og fylgjast vel með veðurspám því svona smálægðir geta verið ólíkindatól. Á mánudags morgun má búast við rólegu veðri um allt land, en næsta lægð sem er í myndun langt suðvestur í hafi kemur á hraðsiglingu upp að landinu á mánudagskvöld. Veðurhorfur næsta sólarhringinn er vestlæg átt 15-25 m/s, hvassast NV-til. Gengur í norðvestan og vestan 20-28 m/s sunnan- og vestantil á landinu í dag með snjókomu eða éljum. Hvassast við ströndina. Mun hægari vindur norðan- og austanlands og úrkomulítið, en heldur hvassara og snjókoma austanlands seint í dag. Dregur úr vindi og ofankomu í kvöld og nótt. Suðvestan 8-15 m/s um hádegi á morgun. Él sunnan- og vestantil, en þurrt og bjart norðan- og austanlands. Gengur í austan hvassviðri eða storm um landið suðaustanvert annað kvöld með snjókomu. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag: Suðvestlæg átt 5-13 m/s og stöku él í flestum landshlutum. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Hvessir með snjókomu suðaustan- og austanlands um kvöldið.Á þriðjudag: Allhvöss eða hvöss breytileg átt og snjókoma víða um land. Hægari sunnanátt undir kvöld og dálítil él, en léttir til á Norður- og Austurlandi. Frost 0 til 5 stig.Á miðvikudag: Gengur í hvassa austan- og norðaustanátt. Yfirleitt þurrt vestantil á landinu, annars snjókoma eða slydda, en síðar rigning við sjóinn. Hlýnar heldur í veðri, hiti kringum frostmark síðdegis.Á fimmtudag og föstudag: Útlit fyrir norðaustanátt. Snjókoma eða slydda með köflum norðan- og austanlands, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti nálægt frostmarki.Á laugardag:Líklega fremur hæg suðlæg átt. Bjart með köflum og yfirleitt úrkomulaust. Frost 0 til 7 stig, mest í innsveitum fyrir norðan.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Vegir áfram lokaðir og snjóflóðahætta á Vestfjörðum Óveðurslægð er nú yfir Vestfjörðum og þokast hún suðurs. 11. febrúar 2018 07:51 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Vegir áfram lokaðir og snjóflóðahætta á Vestfjörðum Óveðurslægð er nú yfir Vestfjörðum og þokast hún suðurs. 11. febrúar 2018 07:51