Átta bíla árekstur í Kópavogi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 13:52 Tanja situr föst í bíl rétt fyrir aftan áreksturinn. Hún reiknar með því að vera þar í nokkurn tíma í viðbót. Tanja Teresa Leifsdóttir Átta bíla árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi í Kópabogi klukkan tíu mínútur fyrir eitt í dag. Mikil umferðarteppa varð á svæðinu og var veginum lokað til suðurs. „Þeir eru byrjaðir að losa bílana núna og við verðum hérna örugglega í klukkutíma í viðbót,“ segir Tanja Teresa Leifsdóttir en hún situr föst í bílaröðinni aftan við áreksturinn. Hún segir mikið mildi að ekki hafi farið verr. „Það voru engin alvarleg slys á fólki, bara minniháttar en ein í sjokki,“ segir Tanja. Sjálf var hún á leið í vinnu en hvetur aðra til að fara ekki út úr húsi á meðan óveðrinu stendur. Frá árekstrinum á Kringlumýrarbraut sunnan við Kópavogsháls í dag.Vísir/Jói K„Ekki fara neitt. Þetta er bara bilun. Það kemur blindbylur allt í einu. Það er ekkert vit í því." Viðbragðsaðilar eru nú að störfum á vettvangi en aðstæður eru erfiðar og skyggnið takmarkað. „Við viljum koma því til fólks að halda sig heima því það er mannskaðaveður í Reykjavík eins og er,“ segir Eyþór Leifsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort Hafnarfjarðarvegur verði opnuð aftur. „Við þurfum að byrja á því að koma bílunum í burtu og svo sjáum við til. Fólk á bara að halda sig heima, það eru skilaboðin frá slökkviliði og lögreglu.“ Löng bílaröð á Kringlumýrarbraut.Vísir/Jói KEyþór segir að allar björgunarsveitir séu komnar með hópa í hús en eins og kom fram á Vísi voru þær allar kallaðar út núna eftir hádegið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum opnum í höfuðborginni í dag. „Menn eru viðbúnir hinu versta.“Nánar er fjallað um veðrið á veðurvef Vísis og í Veðurvaktinni hér að neðan.
Átta bíla árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi í Kópabogi klukkan tíu mínútur fyrir eitt í dag. Mikil umferðarteppa varð á svæðinu og var veginum lokað til suðurs. „Þeir eru byrjaðir að losa bílana núna og við verðum hérna örugglega í klukkutíma í viðbót,“ segir Tanja Teresa Leifsdóttir en hún situr föst í bílaröðinni aftan við áreksturinn. Hún segir mikið mildi að ekki hafi farið verr. „Það voru engin alvarleg slys á fólki, bara minniháttar en ein í sjokki,“ segir Tanja. Sjálf var hún á leið í vinnu en hvetur aðra til að fara ekki út úr húsi á meðan óveðrinu stendur. Frá árekstrinum á Kringlumýrarbraut sunnan við Kópavogsháls í dag.Vísir/Jói K„Ekki fara neitt. Þetta er bara bilun. Það kemur blindbylur allt í einu. Það er ekkert vit í því." Viðbragðsaðilar eru nú að störfum á vettvangi en aðstæður eru erfiðar og skyggnið takmarkað. „Við viljum koma því til fólks að halda sig heima því það er mannskaðaveður í Reykjavík eins og er,“ segir Eyþór Leifsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort Hafnarfjarðarvegur verði opnuð aftur. „Við þurfum að byrja á því að koma bílunum í burtu og svo sjáum við til. Fólk á bara að halda sig heima, það eru skilaboðin frá slökkviliði og lögreglu.“ Löng bílaröð á Kringlumýrarbraut.Vísir/Jói KEyþór segir að allar björgunarsveitir séu komnar með hópa í hús en eins og kom fram á Vísi voru þær allar kallaðar út núna eftir hádegið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum opnum í höfuðborginni í dag. „Menn eru viðbúnir hinu versta.“Nánar er fjallað um veðrið á veðurvef Vísis og í Veðurvaktinni hér að neðan.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32 Ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu opnum Lögregla hvetur fólk til að halda sig heima. 11. febrúar 2018 13:20 Búið að kalla út allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu Vonskuveður er á höfuðborgarsvæðinu í dag og er fólk beðið að fara ekki út að óþörfu. 11. febrúar 2018 12:49 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Sjá meira
Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32
Ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu opnum Lögregla hvetur fólk til að halda sig heima. 11. febrúar 2018 13:20
Búið að kalla út allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu Vonskuveður er á höfuðborgarsvæðinu í dag og er fólk beðið að fara ekki út að óþörfu. 11. febrúar 2018 12:49
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent