Laun leiðsögumanna og bílstjóra íþyngja varla ferðaþjónustunni Kári Jónasson skrifar 12. febrúar 2018 07:00 Að undanförnu hafa birst í fjölmiðlum fréttir um verðlag í ferðaþjónustunni á Íslandi miðað við önnur lönd. Í augum okkar leiðsögumanna kemur þarna fátt á óvart, og þetta eru sannarlega ekki ný tíðindi. Við sem störfum í þessum geira höfum löngum vitað að Ísland er ekki ódýrt ferðamannaland, og Ísland er heldur ekki ódýrt fyrir okkur sem hér búum, nema kannski hvað varðar hita og rafmagn allvíða á landinu. Það þarf ekkert að segja okkur um verð á mat hér á landi , hvað þá á öli og víni. Að vísu er ekki erfitt að finna sambærilegt verð á þessum hlutum í sumum nágrannalöndum okkar, en ef við miðum við Þýskaland , þá komum við mjög illa út, svo ekki sé meira sagt. Reyndar er svolítið forvitnilegt að bera saman verð á mat t.d. í Sviss og Þýskalandi, en þar er á stundum himinn og haf á milli þessara næstu nágranna. En meginatriðið með þessum skrifum er að koma í veg fyrir að fólk haldi að það séu laun leiðsögumanna og bílstjóra sem séu þess valdandi að við teljumst vera dýrt ferðamannaland. Þvert á móti , því laun þessara stétta eru skammarlega lág, tímakaupið hjá menntuðum leiðsögumönnum í kringum tvö þúsund krónur, sem gerir þá um 300 þúsund á mánuði í grunnlaun , og bílstjórar með enn minna en það. Þessar stéttir eru gjarnan langdvölum að heima, en með löngum vinnudegi og fjarvistum hafa menn í sig og á. Sumir segja að það sé ekki nema fyrir svokallaða „gullborgara“ að stunda þessi störf, en það eru gjarnan menn og konur sem hafa sagt skilið við ævistarfið og og taka þetta að sér sem hlutastörf. Það eru því ekki þessar stéttir sem eru íþyngjandi fyrir ferðaþjónustuna. Frekar má herma þessa erfiðleika upp á sterka krónu, en hún kemur sér líka vel fyrir allan almenning og þá ekki síður ferðaþjónustufyrirtækin varðandi erlend aðföng.Höfundur er leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kári Jónasson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa birst í fjölmiðlum fréttir um verðlag í ferðaþjónustunni á Íslandi miðað við önnur lönd. Í augum okkar leiðsögumanna kemur þarna fátt á óvart, og þetta eru sannarlega ekki ný tíðindi. Við sem störfum í þessum geira höfum löngum vitað að Ísland er ekki ódýrt ferðamannaland, og Ísland er heldur ekki ódýrt fyrir okkur sem hér búum, nema kannski hvað varðar hita og rafmagn allvíða á landinu. Það þarf ekkert að segja okkur um verð á mat hér á landi , hvað þá á öli og víni. Að vísu er ekki erfitt að finna sambærilegt verð á þessum hlutum í sumum nágrannalöndum okkar, en ef við miðum við Þýskaland , þá komum við mjög illa út, svo ekki sé meira sagt. Reyndar er svolítið forvitnilegt að bera saman verð á mat t.d. í Sviss og Þýskalandi, en þar er á stundum himinn og haf á milli þessara næstu nágranna. En meginatriðið með þessum skrifum er að koma í veg fyrir að fólk haldi að það séu laun leiðsögumanna og bílstjóra sem séu þess valdandi að við teljumst vera dýrt ferðamannaland. Þvert á móti , því laun þessara stétta eru skammarlega lág, tímakaupið hjá menntuðum leiðsögumönnum í kringum tvö þúsund krónur, sem gerir þá um 300 þúsund á mánuði í grunnlaun , og bílstjórar með enn minna en það. Þessar stéttir eru gjarnan langdvölum að heima, en með löngum vinnudegi og fjarvistum hafa menn í sig og á. Sumir segja að það sé ekki nema fyrir svokallaða „gullborgara“ að stunda þessi störf, en það eru gjarnan menn og konur sem hafa sagt skilið við ævistarfið og og taka þetta að sér sem hlutastörf. Það eru því ekki þessar stéttir sem eru íþyngjandi fyrir ferðaþjónustuna. Frekar má herma þessa erfiðleika upp á sterka krónu, en hún kemur sér líka vel fyrir allan almenning og þá ekki síður ferðaþjónustufyrirtækin varðandi erlend aðföng.Höfundur er leiðsögumaður.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun