Fyrsti íslenski rabbíninn mun beita sér gegn umskurðarbanninu Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. febrúar 2018 07:48 Frá guðsþjónustu gyðinga á Íslandi. Þeir munu nú fá fast aðsetur í Reykjavík. BEREL PEWZNER Hjónin Avi og Musky Feldman, ásamt dætrum þeirra Chana og Batsheva, munu síðar á þessu ári setjast að í Reykjavík með það fyrir augum að setja á laggirnar fyrstu íslensku sýnagóguna. Avi verður þar með fyrsti rabbíninn sem hefur fasta búsetu á Íslandi en Reykjavík hefur lengi verið eina höfuðborg Evrópu sem ekki hefur haft neinn bænastað fyrir gyðinga eða rabbína. Fram til þess hafa rabbínar reglulega flogið hingað til lands til að fullnægja trúarþörfum íslenska gyðingasamfélagsins. Sýnagógan mun gagnast þeim 250 gyðingum sem ætlað er að búi hér á landi en hún mun tilheyra Chabad-Lubavitch söfnuðinum. Rúmlega 1100 slíka söfnuði má finna í Evrópu og um 5000 í heiminum öllum. Greint er frá útnefningunni á vefnum Chabad.org sem er meðal víðlesnustu vefsetra um gyðingdóminn.Sjá einnig: Lítið en líflegt samfélag gyðinga á Íslandi Þar er saga gyðinga á Íslandi lauslega rakin og rætt við Mike Levin, sem segja má að sé óopinber talsmaður gyðinga hér á landi. Hann telur að það sé löngu tímabært að rabbíni setjist að hér á landi. „Ef einhver beitir sér af öllu afli fyrir samfélag gyðinga á Íslandi getur hann áorkað miklu,“ er haft eftir Levin. Það séu þó ekki aðeins íslenskir gyðingar sem munu njóta góðs af sýnagóguninni að sögn Levin heldur einnig þær þúsundir gyðinga sem hingað koma sem ferðamenn á hverju ári. Athygli vekur að greint er frá útnefningu Avi Feldman skömmu eftir að frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja, sem tíðkast í gyðingdómi, ratar í heimsfréttirnar. Í samtali við Jewish Times segir rabbíninn Feldman að hann muni reyna að vekja athygli á „mikilvægi“ umskurðarins hér á landi. „Við munum reyna að vekja Íslendinga, og ekki síst þingmenn, til umhugsunar um frumvarpið og vonum að inn í það verði bætt undanþágu fyrir trúarathafnir,“ er haft eftir Feldman. Nánar má fræðast um hinn nýja rabbína á vef Chabad en þar ræðir hann meðal annars um innflutning á kosher-afurðum, sem eru af skornum skammti á Íslandi, og dálæti gyðinga á Íslandi. Ekki fylgir þó sögunni hvar sýnagógan verður til húsa í Reykjavík.Hér að neðan má sjá umfjöllun Ísland í dag frá árinu 2015 um samfélag gyðinga á Íslandi. Tengdar fréttir Fordæmir umskurðarfrumvarp Silju Daggar og segir það árás á trúfrelsið Kardínálinn Richard Marx í Munchen í Þýskalandi fordæmir frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. 7. febrúar 2018 10:25 Lítið en líflegt samfélag gyðinga á Íslandi Þrátt fyrir að hér á landi sé ekkert bænahús gyðinga, engir rabbínar né skipulögð samtök á vegum þeirra eru gyðingar á Íslandi um 100 talsins. 4. ágúst 2013 21:04 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Sjá meira
Hjónin Avi og Musky Feldman, ásamt dætrum þeirra Chana og Batsheva, munu síðar á þessu ári setjast að í Reykjavík með það fyrir augum að setja á laggirnar fyrstu íslensku sýnagóguna. Avi verður þar með fyrsti rabbíninn sem hefur fasta búsetu á Íslandi en Reykjavík hefur lengi verið eina höfuðborg Evrópu sem ekki hefur haft neinn bænastað fyrir gyðinga eða rabbína. Fram til þess hafa rabbínar reglulega flogið hingað til lands til að fullnægja trúarþörfum íslenska gyðingasamfélagsins. Sýnagógan mun gagnast þeim 250 gyðingum sem ætlað er að búi hér á landi en hún mun tilheyra Chabad-Lubavitch söfnuðinum. Rúmlega 1100 slíka söfnuði má finna í Evrópu og um 5000 í heiminum öllum. Greint er frá útnefningunni á vefnum Chabad.org sem er meðal víðlesnustu vefsetra um gyðingdóminn.Sjá einnig: Lítið en líflegt samfélag gyðinga á Íslandi Þar er saga gyðinga á Íslandi lauslega rakin og rætt við Mike Levin, sem segja má að sé óopinber talsmaður gyðinga hér á landi. Hann telur að það sé löngu tímabært að rabbíni setjist að hér á landi. „Ef einhver beitir sér af öllu afli fyrir samfélag gyðinga á Íslandi getur hann áorkað miklu,“ er haft eftir Levin. Það séu þó ekki aðeins íslenskir gyðingar sem munu njóta góðs af sýnagóguninni að sögn Levin heldur einnig þær þúsundir gyðinga sem hingað koma sem ferðamenn á hverju ári. Athygli vekur að greint er frá útnefningu Avi Feldman skömmu eftir að frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja, sem tíðkast í gyðingdómi, ratar í heimsfréttirnar. Í samtali við Jewish Times segir rabbíninn Feldman að hann muni reyna að vekja athygli á „mikilvægi“ umskurðarins hér á landi. „Við munum reyna að vekja Íslendinga, og ekki síst þingmenn, til umhugsunar um frumvarpið og vonum að inn í það verði bætt undanþágu fyrir trúarathafnir,“ er haft eftir Feldman. Nánar má fræðast um hinn nýja rabbína á vef Chabad en þar ræðir hann meðal annars um innflutning á kosher-afurðum, sem eru af skornum skammti á Íslandi, og dálæti gyðinga á Íslandi. Ekki fylgir þó sögunni hvar sýnagógan verður til húsa í Reykjavík.Hér að neðan má sjá umfjöllun Ísland í dag frá árinu 2015 um samfélag gyðinga á Íslandi.
Tengdar fréttir Fordæmir umskurðarfrumvarp Silju Daggar og segir það árás á trúfrelsið Kardínálinn Richard Marx í Munchen í Þýskalandi fordæmir frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. 7. febrúar 2018 10:25 Lítið en líflegt samfélag gyðinga á Íslandi Þrátt fyrir að hér á landi sé ekkert bænahús gyðinga, engir rabbínar né skipulögð samtök á vegum þeirra eru gyðingar á Íslandi um 100 talsins. 4. ágúst 2013 21:04 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Sjá meira
Fordæmir umskurðarfrumvarp Silju Daggar og segir það árás á trúfrelsið Kardínálinn Richard Marx í Munchen í Þýskalandi fordæmir frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. 7. febrúar 2018 10:25
Lítið en líflegt samfélag gyðinga á Íslandi Þrátt fyrir að hér á landi sé ekkert bænahús gyðinga, engir rabbínar né skipulögð samtök á vegum þeirra eru gyðingar á Íslandi um 100 talsins. 4. ágúst 2013 21:04