Leggja til 750 milljóna króna arðgreiðslur hjá Icelandair Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2018 14:19 Björgólfur Jóhansson er forstjóri Icelandair. Vísir/GVA Stjórn Icelandair Group hefur leggur til að greiða 750 milljónir króna í arð til hluthafa sinna. Nemur það 0,15 krónur á hlut. Þetta kemur fram í kynningu sem send var Kauphöllinni í morgun með uppgjöri fjórða ársfjórðungs og ársins 2017. Þar segir ennfremur að stjórnin hafi ákveðið að kaupa hluti í Icelandair Group fyrir allt að 750 milljónir króna. Hagnaður Icelandair Group árið 2017 nam 3,9 milljörðum króna. Fyrirtækið tapaði hins vegar 4,1 milljarði króna á síðasta ársfjórðungi. EBITDA 2017 var 170,2 milljónir Bandaríkjadala, rúmir 17 milljarðar króna, samanborið við 219,8 milljónir Bandaríkjadala árið á undan. Um er að ræða um 23% lækkun á milli ára. EBITDA spá fyrir ári 2018 nemur 170-190 milljónum Bandaríkjadala. Í kynningunni kemur meðal annars fram að tap á rekstri á síðasta ársfjórðungi megi meðal annars rekja til hækkunar á eldsneytisverði.Afkoma Icelandair Group versnaði á síðasta fjórðungi 2017.Vísir/Anton Brink„Afkoma ársins er í takt við seinustu afkomuspá okkar. Arðbær vöxtur félagsins heldur áfram og sterk fjárhagsstaða og sveigjanleiki gera okkur kleift að bregðast við aðstæðum og grípa ný og spennandi tækifæri á markaði. Icelandair flutti rúmlega fjórar milljónir farþega í millilandaflugi á árinu og hafa þeir aldrei verið fleiri,“ sagði Björgólfur Jóhannsson forstjóri fyrir helgi. „Í lok þessa mánaðar fáum við afhenta fyrstu Boeing 737-MAX vélina. Það eru ákveðin tímamót, upphafið að endurnýjun flugflotans, sem er stórt og spennandi verkefni. Við höfum á undanförnum mánuðum gert breytingar á vöruframboði okkar meðal annars með nýjum fargjaldaflokki, Economy Light. Jafnframt hafa verið kynntir sjö nýir áfangastaðir í leiðarkerfinu. Nýjungar og breytingar sem þessar endurspegla þann sveigjanleika og fjárhagslega styrk sem félagið hefur til að bregðast við á kvikum markaði. Mikil samkeppni er á öllum okkar mörkuðum. Bókunarstaða í millilandaflugi er góð á fyrri árshelmingi en töluverð óvissa er á síðari hluta ársins, einkum hvað varðar þróun meðalfargjalda. Afkomuspá félagsins fyrir árið 2018 endurspeglar þessa óvissu en gert er ráð fyrir að EBITDA ársins verði 170-190 milljónir USD. Í upphafi þessa árs kynntum við nýtt skipulag félagsins. Með því næst fram skýrari áhersla á kjarnastarfsemi okkar auk þess sem það stuðlar að einföldun ferla, styttri boðleiðum og aukinni hagkvæmni í rekstri. Þannig munum við vera betur í stakk búin til að takast á við síbreytilegt umhverfi fyrirtækja, með aukinni alþjóðavæðingu og tækniframförum. Starfsfólk félagsins hefur að venju skilað framúrskarandi starfi og viðskiptavinir haldið tryggð við félagið - það erum við þakklát fyrir.“ Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Sjá meira
Stjórn Icelandair Group hefur leggur til að greiða 750 milljónir króna í arð til hluthafa sinna. Nemur það 0,15 krónur á hlut. Þetta kemur fram í kynningu sem send var Kauphöllinni í morgun með uppgjöri fjórða ársfjórðungs og ársins 2017. Þar segir ennfremur að stjórnin hafi ákveðið að kaupa hluti í Icelandair Group fyrir allt að 750 milljónir króna. Hagnaður Icelandair Group árið 2017 nam 3,9 milljörðum króna. Fyrirtækið tapaði hins vegar 4,1 milljarði króna á síðasta ársfjórðungi. EBITDA 2017 var 170,2 milljónir Bandaríkjadala, rúmir 17 milljarðar króna, samanborið við 219,8 milljónir Bandaríkjadala árið á undan. Um er að ræða um 23% lækkun á milli ára. EBITDA spá fyrir ári 2018 nemur 170-190 milljónum Bandaríkjadala. Í kynningunni kemur meðal annars fram að tap á rekstri á síðasta ársfjórðungi megi meðal annars rekja til hækkunar á eldsneytisverði.Afkoma Icelandair Group versnaði á síðasta fjórðungi 2017.Vísir/Anton Brink„Afkoma ársins er í takt við seinustu afkomuspá okkar. Arðbær vöxtur félagsins heldur áfram og sterk fjárhagsstaða og sveigjanleiki gera okkur kleift að bregðast við aðstæðum og grípa ný og spennandi tækifæri á markaði. Icelandair flutti rúmlega fjórar milljónir farþega í millilandaflugi á árinu og hafa þeir aldrei verið fleiri,“ sagði Björgólfur Jóhannsson forstjóri fyrir helgi. „Í lok þessa mánaðar fáum við afhenta fyrstu Boeing 737-MAX vélina. Það eru ákveðin tímamót, upphafið að endurnýjun flugflotans, sem er stórt og spennandi verkefni. Við höfum á undanförnum mánuðum gert breytingar á vöruframboði okkar meðal annars með nýjum fargjaldaflokki, Economy Light. Jafnframt hafa verið kynntir sjö nýir áfangastaðir í leiðarkerfinu. Nýjungar og breytingar sem þessar endurspegla þann sveigjanleika og fjárhagslega styrk sem félagið hefur til að bregðast við á kvikum markaði. Mikil samkeppni er á öllum okkar mörkuðum. Bókunarstaða í millilandaflugi er góð á fyrri árshelmingi en töluverð óvissa er á síðari hluta ársins, einkum hvað varðar þróun meðalfargjalda. Afkomuspá félagsins fyrir árið 2018 endurspeglar þessa óvissu en gert er ráð fyrir að EBITDA ársins verði 170-190 milljónir USD. Í upphafi þessa árs kynntum við nýtt skipulag félagsins. Með því næst fram skýrari áhersla á kjarnastarfsemi okkar auk þess sem það stuðlar að einföldun ferla, styttri boðleiðum og aukinni hagkvæmni í rekstri. Þannig munum við vera betur í stakk búin til að takast á við síbreytilegt umhverfi fyrirtækja, með aukinni alþjóðavæðingu og tækniframförum. Starfsfólk félagsins hefur að venju skilað framúrskarandi starfi og viðskiptavinir haldið tryggð við félagið - það erum við þakklát fyrir.“
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Sjá meira