Ný lægð á leiðinni: Umferðin gæti gengið hægt á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 15:43 Að sögn Haraldar Eiríkssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, fer að snjóa frá lægðinni á Suðausturlandi í kvöld og hún kemur síðan inn yfir landið í nótt með hvössum vindi, snjókomu og skafrenningi. vísir/hanna Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við því að umferðin í fyrramálið gangi hægt fyrir sig þar sem von er á lægð upp að landinu í nótt með tilheyrandi ofankomu og hvassviðri. Kuldapollur yfir Kanada sendir tvær lægðir til okkar nú í vikunni. Að sögn Haraldar Eiríkssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, fer að snjóa frá lægðinni á Suðausturlandi í kvöld og hún kemur síðan inn yfir landið í nótt með hvössum vindi, snjókomu og skafrenningi. „Það snjóar í einhverja klukkutíma en kannski ekki mjög lengi á hverjum stað. Til dæmis í höfuðborginni er útlit fyrir að það verði snjókoma seint í nótt, snemma í fyrramálið og svo fer það yfir í él. Þetta verður talsverður blástur á morgun en það fer að lægja í eftirmiðdaginn og þá gengur veðrið niður,“ segir Haraldur.Sjá einnig:Veðurvefur Vísis Það er því vissara fyrir höfuðborgarbúa gefa sér meiri tíma í umferðinni í fyrramálið þar sem hún gæti gengið hægt í snjónum. Aðspurður hvort að lægðin muni hafa áhrif um allt land segir Haraldur svo vera. „Það er nóg af lausamjöl þannig að það er alls staðar einhver skafrenningur og mjög víða einhver snjókoma þó að það snjói ekki lengi á hverjum stað. Skafrenningurinn gerir það náttúrulega að verkum að færðin verður trúlega mjög erfið,“ segir Haraldur. Á miðvikudag er síðan von á annarri lægð með hvassri austanátt en Haraldur segir að úrkoma sem fylgi henni verði sennilega aðallega á austurhluta landi, Suðausturlandi og Austurlandi. Ekki sé útlit fyrir að það verði nein snjókoma að ráði vestanlands.En hvað veldur þessum lægðagangi nú? „Það er kuldapollur vestur af okkur, aðallega yfir Kanada og vestur af Grænlandi, sem stýrir dálítið lægðunum hingað til okkar,“ segir Haraldur. Það er síðan rólegra veður í kortunum síðari hluta vikunnar en spáin getur auðvitað breyst þegar líður á vikuna. Veður Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við því að umferðin í fyrramálið gangi hægt fyrir sig þar sem von er á lægð upp að landinu í nótt með tilheyrandi ofankomu og hvassviðri. Kuldapollur yfir Kanada sendir tvær lægðir til okkar nú í vikunni. Að sögn Haraldar Eiríkssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, fer að snjóa frá lægðinni á Suðausturlandi í kvöld og hún kemur síðan inn yfir landið í nótt með hvössum vindi, snjókomu og skafrenningi. „Það snjóar í einhverja klukkutíma en kannski ekki mjög lengi á hverjum stað. Til dæmis í höfuðborginni er útlit fyrir að það verði snjókoma seint í nótt, snemma í fyrramálið og svo fer það yfir í él. Þetta verður talsverður blástur á morgun en það fer að lægja í eftirmiðdaginn og þá gengur veðrið niður,“ segir Haraldur.Sjá einnig:Veðurvefur Vísis Það er því vissara fyrir höfuðborgarbúa gefa sér meiri tíma í umferðinni í fyrramálið þar sem hún gæti gengið hægt í snjónum. Aðspurður hvort að lægðin muni hafa áhrif um allt land segir Haraldur svo vera. „Það er nóg af lausamjöl þannig að það er alls staðar einhver skafrenningur og mjög víða einhver snjókoma þó að það snjói ekki lengi á hverjum stað. Skafrenningurinn gerir það náttúrulega að verkum að færðin verður trúlega mjög erfið,“ segir Haraldur. Á miðvikudag er síðan von á annarri lægð með hvassri austanátt en Haraldur segir að úrkoma sem fylgi henni verði sennilega aðallega á austurhluta landi, Suðausturlandi og Austurlandi. Ekki sé útlit fyrir að það verði nein snjókoma að ráði vestanlands.En hvað veldur þessum lægðagangi nú? „Það er kuldapollur vestur af okkur, aðallega yfir Kanada og vestur af Grænlandi, sem stýrir dálítið lægðunum hingað til okkar,“ segir Haraldur. Það er síðan rólegra veður í kortunum síðari hluta vikunnar en spáin getur auðvitað breyst þegar líður á vikuna.
Veður Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira