Fjöldi þingmanna fer ekki að reglum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. febrúar 2018 06:00 Endurgreiðslur til þingmanna sem ekki fara eftir umræddum reglum eru yfir 150 milljónir á undanförnum fjórum árum. VÍSIR/ERNIR Fjöldi þingmanna hefur ekki farið að reglum Alþingis um endurgreiðslu aksturskostnaðar. Reglur forsætisnefndar gera ráð fyrir að þingmenn sem aka umfram 15 þúsund kílómetra á ári vegna vinnu sinnar skuli færa sig yfir á bílaleigubíl sem Alþingi leggur til. „Okkur reiknast svo til að við 15 þúsund kílómetra markið verði hagkvæmara fyrir þingið að leigja bíl fyrir þingmanninn en greiða fyrir akstur á einkabíl hans,“ segir Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri þingsins, um umrætt viðmið í reglum þingsins. Aðspurður segir Karl regluna setta til að auka hagkvæmni fyrir Alþingi og á undanförnum árum mun því hafa verið beint til þeirra þingmanna sem mest hafa ekið að færa sig yfir á bílaleigubíl.Sjá einnig: Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar „Sumir hafa orðið við þeim tilmælum en aðrir ekki. Við höfum skilning á því að þeir þurfi einhvern aðlögunartíma,“ segir Karl. Samkvæmt reglum ferðakostnaðarnefndar er endurgreiðsla fyrir 15 þúsund kílómetra akstur um 1,5 milljónir króna. Miðað við hagkvæmnirök þingsins má ætla að þingmaðurinn taki til sín þann mismun sem þingið hefði sparað með notkun bílaleigubíls þegar farið er upp fyrir þá fjárhæð. Ekki hefur verið tekið saman hve mikið þingið hefði sparað færu allir þingmenn eftir reglunum. Endurgreiðslur til þingmanna sem ekki fara eftir umræddum reglum eru yfir 150 milljónir á undanförnum fjórum árum samkvæmt svari þingsins við fyrirspurn þingmannsins Björns Levís Gunnarssonar. Sá þingmaður sem vermt hefur toppsætið frá 2014 hefur fengið 19,9 milljónir skattfrjálst á árunum 2014 til 2017 vegna aksturs á eigin bíl. Í 17. gr. laga um þingfararkostnað kemur fram að umræddar endurgreiðslur eru skattfrjálsar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Fjöldi þingmanna hefur ekki farið að reglum Alþingis um endurgreiðslu aksturskostnaðar. Reglur forsætisnefndar gera ráð fyrir að þingmenn sem aka umfram 15 þúsund kílómetra á ári vegna vinnu sinnar skuli færa sig yfir á bílaleigubíl sem Alþingi leggur til. „Okkur reiknast svo til að við 15 þúsund kílómetra markið verði hagkvæmara fyrir þingið að leigja bíl fyrir þingmanninn en greiða fyrir akstur á einkabíl hans,“ segir Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri þingsins, um umrætt viðmið í reglum þingsins. Aðspurður segir Karl regluna setta til að auka hagkvæmni fyrir Alþingi og á undanförnum árum mun því hafa verið beint til þeirra þingmanna sem mest hafa ekið að færa sig yfir á bílaleigubíl.Sjá einnig: Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar „Sumir hafa orðið við þeim tilmælum en aðrir ekki. Við höfum skilning á því að þeir þurfi einhvern aðlögunartíma,“ segir Karl. Samkvæmt reglum ferðakostnaðarnefndar er endurgreiðsla fyrir 15 þúsund kílómetra akstur um 1,5 milljónir króna. Miðað við hagkvæmnirök þingsins má ætla að þingmaðurinn taki til sín þann mismun sem þingið hefði sparað með notkun bílaleigubíls þegar farið er upp fyrir þá fjárhæð. Ekki hefur verið tekið saman hve mikið þingið hefði sparað færu allir þingmenn eftir reglunum. Endurgreiðslur til þingmanna sem ekki fara eftir umræddum reglum eru yfir 150 milljónir á undanförnum fjórum árum samkvæmt svari þingsins við fyrirspurn þingmannsins Björns Levís Gunnarssonar. Sá þingmaður sem vermt hefur toppsætið frá 2014 hefur fengið 19,9 milljónir skattfrjálst á árunum 2014 til 2017 vegna aksturs á eigin bíl. Í 17. gr. laga um þingfararkostnað kemur fram að umræddar endurgreiðslur eru skattfrjálsar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30
Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02
4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25