Faðir þolanda Nassars er laus allra mála Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 23:37 Randall Margraves, faðir þolanda, réðst að Larry Nassar. Saknsóknari hyggst ekki ákæra Margraves. Vísir/Getty Randall Margraves, faðir stúlku sem læknirinn Larry Nassar braut á, er laus allra mála og verður ekki ákærður fyrir að hafa misst stjórn á sér og ráðist að Nassar á meðan á réttarhöldunum yfir honum stóðu. Í dag barst tilkynning frá embætti saksóknara í Michigan þar fram kom að ekki stæði til að ákæra Margraves. Margrave vakti heimsathygli í upphafi mánaðar þegar hann gerði tilraun til að ráðast á Nassar sem í skjóli starfs síns sem læknir ríkisháskólans í Michigan og sem læknir bandaríska fimleikasambandsins misnotaði hundruð stúlkna að því er fram kemur á vef NBC. Um það leyti sem önnur af tveimur dætrum Margraves greindi frá hræðilegri reynslu sinni af misnotkun Nassars lét faðirinn í bræðiskasti til skarar skríða. Í fyrstu bað hann dómarann um veita sér fáeinar mínútur í einrúmi með Nassar en þegar þeirri beiðni var hafnað hjólaði Margraves í hinn ákærða. „Hleypið mér í þennan skíthæl!“ öskraði Margraves þegar lögreglumennirnir í réttarsalnum reyndu að yfirbuga hann. JUST IN: Father of victims restrained in court after lunging for disgraced gymnastics doctor Larry Nassar: "Give me one minute with that bastard!" pic.twitter.com/enWpb5RHFL— NBC News (@NBCNews) February 2, 2018 Ákvörðun Janice Cunningham, dómara, hafði áhrif á afstöðu saksóknara.visir/gettyJanice Cunningham, dómari, veitti Margraves áminningu í stað þess að ákæra hann fyrir að sýna dómnum lítilsvirðingu í ljósi þess að Margraves hafi beðist afsökunar á framferði sínu. Í yfirlýsingu saksóknarans kemur fram að ákvörðun dómarans hafi spilað inn í ákvörðun embættisins. Margir álíta Margraves sem hetju og finna til með honum en í hans nafni söfnuðust tuttugu og fimm þúsund dollarar fyrir lögfræðikostnaði sem hefði getað fallið til vegna málsins. Margraves lét aftur á móti upphæðina sem safnaðist renna til samtaka sem starfa í þágu þolenda kynferðislegs ofbeldis.Margraves er því laus allra mála, öfugt við Nassar því refsingin sem honum hefur verið gerð hljóðar samanlagt upp á allt að 360 ára fangelsi. Kynferðisbrot Larry Nassar Tengdar fréttir Árum Nassar á bak við lás og slá fjölgar Þetta er þriðji dómurinn sem fellur yfir Nassar og hefur hann nú alls verið dæmdur til minnst 300 ára fangelsisvistar. 5. febrúar 2018 17:53 Pabbinn sem reyndi að ráðast á Nassar: Ég sjálfur hafði farið með dæturnar mínar til djöfulsins Randall Margraves vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hann reyndi að ráðast á bandaríska lækninn Larry Nassar í réttarsalnum þar sem dóttir hans var á sama tíma að segja frá hryllilegri misnotkun Nassar á sér. 5. febrúar 2018 15:00 Talið að Nassar hafi misnotað allt að 265 stúlkur Réttarhöld yfir Larry Nassar halda áfram. 31. janúar 2018 17:41 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Randall Margraves, faðir stúlku sem læknirinn Larry Nassar braut á, er laus allra mála og verður ekki ákærður fyrir að hafa misst stjórn á sér og ráðist að Nassar á meðan á réttarhöldunum yfir honum stóðu. Í dag barst tilkynning frá embætti saksóknara í Michigan þar fram kom að ekki stæði til að ákæra Margraves. Margrave vakti heimsathygli í upphafi mánaðar þegar hann gerði tilraun til að ráðast á Nassar sem í skjóli starfs síns sem læknir ríkisháskólans í Michigan og sem læknir bandaríska fimleikasambandsins misnotaði hundruð stúlkna að því er fram kemur á vef NBC. Um það leyti sem önnur af tveimur dætrum Margraves greindi frá hræðilegri reynslu sinni af misnotkun Nassars lét faðirinn í bræðiskasti til skarar skríða. Í fyrstu bað hann dómarann um veita sér fáeinar mínútur í einrúmi með Nassar en þegar þeirri beiðni var hafnað hjólaði Margraves í hinn ákærða. „Hleypið mér í þennan skíthæl!“ öskraði Margraves þegar lögreglumennirnir í réttarsalnum reyndu að yfirbuga hann. JUST IN: Father of victims restrained in court after lunging for disgraced gymnastics doctor Larry Nassar: "Give me one minute with that bastard!" pic.twitter.com/enWpb5RHFL— NBC News (@NBCNews) February 2, 2018 Ákvörðun Janice Cunningham, dómara, hafði áhrif á afstöðu saksóknara.visir/gettyJanice Cunningham, dómari, veitti Margraves áminningu í stað þess að ákæra hann fyrir að sýna dómnum lítilsvirðingu í ljósi þess að Margraves hafi beðist afsökunar á framferði sínu. Í yfirlýsingu saksóknarans kemur fram að ákvörðun dómarans hafi spilað inn í ákvörðun embættisins. Margir álíta Margraves sem hetju og finna til með honum en í hans nafni söfnuðust tuttugu og fimm þúsund dollarar fyrir lögfræðikostnaði sem hefði getað fallið til vegna málsins. Margraves lét aftur á móti upphæðina sem safnaðist renna til samtaka sem starfa í þágu þolenda kynferðislegs ofbeldis.Margraves er því laus allra mála, öfugt við Nassar því refsingin sem honum hefur verið gerð hljóðar samanlagt upp á allt að 360 ára fangelsi.
Kynferðisbrot Larry Nassar Tengdar fréttir Árum Nassar á bak við lás og slá fjölgar Þetta er þriðji dómurinn sem fellur yfir Nassar og hefur hann nú alls verið dæmdur til minnst 300 ára fangelsisvistar. 5. febrúar 2018 17:53 Pabbinn sem reyndi að ráðast á Nassar: Ég sjálfur hafði farið með dæturnar mínar til djöfulsins Randall Margraves vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hann reyndi að ráðast á bandaríska lækninn Larry Nassar í réttarsalnum þar sem dóttir hans var á sama tíma að segja frá hryllilegri misnotkun Nassar á sér. 5. febrúar 2018 15:00 Talið að Nassar hafi misnotað allt að 265 stúlkur Réttarhöld yfir Larry Nassar halda áfram. 31. janúar 2018 17:41 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Árum Nassar á bak við lás og slá fjölgar Þetta er þriðji dómurinn sem fellur yfir Nassar og hefur hann nú alls verið dæmdur til minnst 300 ára fangelsisvistar. 5. febrúar 2018 17:53
Pabbinn sem reyndi að ráðast á Nassar: Ég sjálfur hafði farið með dæturnar mínar til djöfulsins Randall Margraves vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hann reyndi að ráðast á bandaríska lækninn Larry Nassar í réttarsalnum þar sem dóttir hans var á sama tíma að segja frá hryllilegri misnotkun Nassar á sér. 5. febrúar 2018 15:00
Talið að Nassar hafi misnotað allt að 265 stúlkur Réttarhöld yfir Larry Nassar halda áfram. 31. janúar 2018 17:41