Faðir þolanda Nassars er laus allra mála Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 23:37 Randall Margraves, faðir þolanda, réðst að Larry Nassar. Saknsóknari hyggst ekki ákæra Margraves. Vísir/Getty Randall Margraves, faðir stúlku sem læknirinn Larry Nassar braut á, er laus allra mála og verður ekki ákærður fyrir að hafa misst stjórn á sér og ráðist að Nassar á meðan á réttarhöldunum yfir honum stóðu. Í dag barst tilkynning frá embætti saksóknara í Michigan þar fram kom að ekki stæði til að ákæra Margraves. Margrave vakti heimsathygli í upphafi mánaðar þegar hann gerði tilraun til að ráðast á Nassar sem í skjóli starfs síns sem læknir ríkisháskólans í Michigan og sem læknir bandaríska fimleikasambandsins misnotaði hundruð stúlkna að því er fram kemur á vef NBC. Um það leyti sem önnur af tveimur dætrum Margraves greindi frá hræðilegri reynslu sinni af misnotkun Nassars lét faðirinn í bræðiskasti til skarar skríða. Í fyrstu bað hann dómarann um veita sér fáeinar mínútur í einrúmi með Nassar en þegar þeirri beiðni var hafnað hjólaði Margraves í hinn ákærða. „Hleypið mér í þennan skíthæl!“ öskraði Margraves þegar lögreglumennirnir í réttarsalnum reyndu að yfirbuga hann. JUST IN: Father of victims restrained in court after lunging for disgraced gymnastics doctor Larry Nassar: "Give me one minute with that bastard!" pic.twitter.com/enWpb5RHFL— NBC News (@NBCNews) February 2, 2018 Ákvörðun Janice Cunningham, dómara, hafði áhrif á afstöðu saksóknara.visir/gettyJanice Cunningham, dómari, veitti Margraves áminningu í stað þess að ákæra hann fyrir að sýna dómnum lítilsvirðingu í ljósi þess að Margraves hafi beðist afsökunar á framferði sínu. Í yfirlýsingu saksóknarans kemur fram að ákvörðun dómarans hafi spilað inn í ákvörðun embættisins. Margir álíta Margraves sem hetju og finna til með honum en í hans nafni söfnuðust tuttugu og fimm þúsund dollarar fyrir lögfræðikostnaði sem hefði getað fallið til vegna málsins. Margraves lét aftur á móti upphæðina sem safnaðist renna til samtaka sem starfa í þágu þolenda kynferðislegs ofbeldis.Margraves er því laus allra mála, öfugt við Nassar því refsingin sem honum hefur verið gerð hljóðar samanlagt upp á allt að 360 ára fangelsi. Kynferðisbrot Larry Nassar Tengdar fréttir Árum Nassar á bak við lás og slá fjölgar Þetta er þriðji dómurinn sem fellur yfir Nassar og hefur hann nú alls verið dæmdur til minnst 300 ára fangelsisvistar. 5. febrúar 2018 17:53 Pabbinn sem reyndi að ráðast á Nassar: Ég sjálfur hafði farið með dæturnar mínar til djöfulsins Randall Margraves vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hann reyndi að ráðast á bandaríska lækninn Larry Nassar í réttarsalnum þar sem dóttir hans var á sama tíma að segja frá hryllilegri misnotkun Nassar á sér. 5. febrúar 2018 15:00 Talið að Nassar hafi misnotað allt að 265 stúlkur Réttarhöld yfir Larry Nassar halda áfram. 31. janúar 2018 17:41 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Randall Margraves, faðir stúlku sem læknirinn Larry Nassar braut á, er laus allra mála og verður ekki ákærður fyrir að hafa misst stjórn á sér og ráðist að Nassar á meðan á réttarhöldunum yfir honum stóðu. Í dag barst tilkynning frá embætti saksóknara í Michigan þar fram kom að ekki stæði til að ákæra Margraves. Margrave vakti heimsathygli í upphafi mánaðar þegar hann gerði tilraun til að ráðast á Nassar sem í skjóli starfs síns sem læknir ríkisháskólans í Michigan og sem læknir bandaríska fimleikasambandsins misnotaði hundruð stúlkna að því er fram kemur á vef NBC. Um það leyti sem önnur af tveimur dætrum Margraves greindi frá hræðilegri reynslu sinni af misnotkun Nassars lét faðirinn í bræðiskasti til skarar skríða. Í fyrstu bað hann dómarann um veita sér fáeinar mínútur í einrúmi með Nassar en þegar þeirri beiðni var hafnað hjólaði Margraves í hinn ákærða. „Hleypið mér í þennan skíthæl!“ öskraði Margraves þegar lögreglumennirnir í réttarsalnum reyndu að yfirbuga hann. JUST IN: Father of victims restrained in court after lunging for disgraced gymnastics doctor Larry Nassar: "Give me one minute with that bastard!" pic.twitter.com/enWpb5RHFL— NBC News (@NBCNews) February 2, 2018 Ákvörðun Janice Cunningham, dómara, hafði áhrif á afstöðu saksóknara.visir/gettyJanice Cunningham, dómari, veitti Margraves áminningu í stað þess að ákæra hann fyrir að sýna dómnum lítilsvirðingu í ljósi þess að Margraves hafi beðist afsökunar á framferði sínu. Í yfirlýsingu saksóknarans kemur fram að ákvörðun dómarans hafi spilað inn í ákvörðun embættisins. Margir álíta Margraves sem hetju og finna til með honum en í hans nafni söfnuðust tuttugu og fimm þúsund dollarar fyrir lögfræðikostnaði sem hefði getað fallið til vegna málsins. Margraves lét aftur á móti upphæðina sem safnaðist renna til samtaka sem starfa í þágu þolenda kynferðislegs ofbeldis.Margraves er því laus allra mála, öfugt við Nassar því refsingin sem honum hefur verið gerð hljóðar samanlagt upp á allt að 360 ára fangelsi.
Kynferðisbrot Larry Nassar Tengdar fréttir Árum Nassar á bak við lás og slá fjölgar Þetta er þriðji dómurinn sem fellur yfir Nassar og hefur hann nú alls verið dæmdur til minnst 300 ára fangelsisvistar. 5. febrúar 2018 17:53 Pabbinn sem reyndi að ráðast á Nassar: Ég sjálfur hafði farið með dæturnar mínar til djöfulsins Randall Margraves vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hann reyndi að ráðast á bandaríska lækninn Larry Nassar í réttarsalnum þar sem dóttir hans var á sama tíma að segja frá hryllilegri misnotkun Nassar á sér. 5. febrúar 2018 15:00 Talið að Nassar hafi misnotað allt að 265 stúlkur Réttarhöld yfir Larry Nassar halda áfram. 31. janúar 2018 17:41 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Árum Nassar á bak við lás og slá fjölgar Þetta er þriðji dómurinn sem fellur yfir Nassar og hefur hann nú alls verið dæmdur til minnst 300 ára fangelsisvistar. 5. febrúar 2018 17:53
Pabbinn sem reyndi að ráðast á Nassar: Ég sjálfur hafði farið með dæturnar mínar til djöfulsins Randall Margraves vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hann reyndi að ráðast á bandaríska lækninn Larry Nassar í réttarsalnum þar sem dóttir hans var á sama tíma að segja frá hryllilegri misnotkun Nassar á sér. 5. febrúar 2018 15:00
Talið að Nassar hafi misnotað allt að 265 stúlkur Réttarhöld yfir Larry Nassar halda áfram. 31. janúar 2018 17:41
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent