„Tíu hlutir sem íslensku crossfit stjörnurnar kenna okkur“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 08:30 Annie Mist Þórisdóttir var fyrsti Íslendingurinn til þess að skara fram úr í crossfit. Mynd/Instagram-síða Annie Mistar Íslensku crossfit stjörnurnar eru til umfjöllunar í grein á heimasíðu orkudrykkjaframleiðandans Red Bull þar sem reynt er að komast að leyndarmáli Íslendinga að velgengni í greininni. Rætt var við John Singleton, fyrrum crossfit stjörnu sem hefur meðal annars þjálfað bæði Söru Sigmundsdóttur og Björgvin Karl Guðmundsson. „Íslendingar kunna að takast á við mótlæti því Ísland er svo kalt og breytilegt. Þú þarft mikinn styrk til þess að fara á fætur og út að æfa þegar það er myrkur, blautt og vindasamt,“ sagði Singleton.Björgvin Karl Guðmundsson.Mynd/Instagram/Björgvin Karl„Björgvin varð þriðji á Heimsleikunum árið 2015. Hann er ekki líkamlega bestur en hann ætlaði sér að ná árangri. Margir reyna æfingarnar sem þeim eru gefnar nokkrum sinnum og fara svo yfir í næstu æfingar. Ekki Björgvin, hann hélt sig við æfingarnar þar til hann var með allt á hreinu.“ Einn af þeim 10 hlutum sem Singleton telur upp sem heimurinn getur lært af Íslendingunum er að borða prótein. Hann segir viðmiðið fyrir afreksíþróttamann í crossfit vera 3-4 þúsund kaloríur á dag. „Skandinavískar konur eru stærri heldur en til dæmis suður-evrópskar konur. Þær eru með líkamlega eiginleika sem henta þeim betur. Ef þú villt geta keppt við þær þá þarf að passa að borða nóg og einbeita sér að stækka vöðvana, því það kemur sér vel í crossfit.“Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir.Mynd/Instagram/sarasigmunds„Sara er með gífurlega líkamlega hæfileika. Hún elskar að æfa af krafti og oft voru æfingarnar sem ég taldi vera erfiðar ekkert mál fyrir hana svo hún fór á aðra æfingu strax á eftir,“ sagði Singleton. „Hún var enn lengra komin andlega. Hún var frábær í því að ná þeim markmiðum sem hún setti sér.“Greinina í heild sinni má lesa hér. CrossFit Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira
Íslensku crossfit stjörnurnar eru til umfjöllunar í grein á heimasíðu orkudrykkjaframleiðandans Red Bull þar sem reynt er að komast að leyndarmáli Íslendinga að velgengni í greininni. Rætt var við John Singleton, fyrrum crossfit stjörnu sem hefur meðal annars þjálfað bæði Söru Sigmundsdóttur og Björgvin Karl Guðmundsson. „Íslendingar kunna að takast á við mótlæti því Ísland er svo kalt og breytilegt. Þú þarft mikinn styrk til þess að fara á fætur og út að æfa þegar það er myrkur, blautt og vindasamt,“ sagði Singleton.Björgvin Karl Guðmundsson.Mynd/Instagram/Björgvin Karl„Björgvin varð þriðji á Heimsleikunum árið 2015. Hann er ekki líkamlega bestur en hann ætlaði sér að ná árangri. Margir reyna æfingarnar sem þeim eru gefnar nokkrum sinnum og fara svo yfir í næstu æfingar. Ekki Björgvin, hann hélt sig við æfingarnar þar til hann var með allt á hreinu.“ Einn af þeim 10 hlutum sem Singleton telur upp sem heimurinn getur lært af Íslendingunum er að borða prótein. Hann segir viðmiðið fyrir afreksíþróttamann í crossfit vera 3-4 þúsund kaloríur á dag. „Skandinavískar konur eru stærri heldur en til dæmis suður-evrópskar konur. Þær eru með líkamlega eiginleika sem henta þeim betur. Ef þú villt geta keppt við þær þá þarf að passa að borða nóg og einbeita sér að stækka vöðvana, því það kemur sér vel í crossfit.“Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir.Mynd/Instagram/sarasigmunds„Sara er með gífurlega líkamlega hæfileika. Hún elskar að æfa af krafti og oft voru æfingarnar sem ég taldi vera erfiðar ekkert mál fyrir hana svo hún fór á aðra æfingu strax á eftir,“ sagði Singleton. „Hún var enn lengra komin andlega. Hún var frábær í því að ná þeim markmiðum sem hún setti sér.“Greinina í heild sinni má lesa hér.
CrossFit Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira