Seinni bylgjan um landsliðið: „Skiptir ekki máli hvort Gummi eða Geir sitji á bekknum, leikmenn þurfa reynslu“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 11:00 Það hefur varla farið fram hjá neinum sem á annað borð fylgist með gangi mála í íþróttaheiminum að Guðmundur Guðmundsson er nýr landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Dagur Sigurðsson kom eftirminnilega upp um ráðninguna nokkrum dögum áður en það var tilkynnt í þættinum Seinni bylgjan sem sýndur er á Stöð 2 Sport.Sjá einnig:Seinni bylgjan: Kæmi Degi ekki á óvart ef HSÍ væri búið að ráða GuðmundDagur, sem nú þjálfar japanska landsliðið, var aftur gestur þáttarins í gærkvöldi þar sem Tómas Þór Þórðarson tók smá umræðu um landsliðið með degi og Jóhanni Gunnari Einarssyni. Síðast þegar Guðmundur var við stjórnvöllinn hjá landsliðinu þá náði Ísland sínum besta árangri frá upphafi; silfur á Ólympíuleikunum í Peking og brons á Evrópumótinu í Austurríki. „Eftir að hann hætti með Ísland er hann búinn að vera með geggjuð lið. Nú er hann að fara í Ísland sem er svolítil vinna, miklar kröfur,“ sagði Jóhann Gunnar og velti því fyrir sér hvort Guðmundur hafi það sem þarf í þá uppbyggingarvinnu sem er fram undan hjá íslenska liðinu. „Það eru engir uppbyggingarfasar til. Ég er að segja með Japan að ég þurfi til 2024 til að ná árangri. Við þekkjum alveg Gumma, hann vill vinna. Haldið þið að hann vilji ekki vinna Dani á þessu móti?“ sagði Dagur þá á móti. Hann sagði þó að það skipti máli að vera ekki með menn með 50 landsleiki á bakinu og ungu leikmennirnir þurfi að öðlast meiri reynslu. „Hvort sem að hann sitji á bekknum eða Geir, það breytir ekkert öllu með það, leikmennirnir þurfa þessa leiki.“ „Mér finnst mest spennandi, ætlar hann að hringja í [Alexander] Petersson?“ spurði Dagur. Jóhann var spenntur fyrir því og sagði það nú mjög líklegt á meðan Tómas Þór var ekki alveg á þeim vagninum: „Ætlar hann að drepa hann endanlega?“ Strákarnir vildu nú ekki meina það að landsliðsverkefni gerðu út af við Alexander, sem er orðinn 37 ára, hann væri í þokkalegu formi spilandi með þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Tekur 3-4 ár að komast aftur í fremstu röð Guðmundur Guðmundsson tók í vikunni við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn. 10. febrúar 2018 07:30 Tekur við íslenska landsliðinu á tímamótum Guðmundur Guðmundsson er tekinn við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn. Hann átti möguleika á að halda áfram með Barein en valdi íslenska liðið sem hann segir að standi á tímamótum. 7. febrúar 2018 08:00 Guðmundur: Þið þekkið mig | Sjáðu blaðamannafund HSÍ Guðmundur Guðmundsson sló á létta strengi á löngum blaðamannafundi HSÍ í gær. 7. febrúar 2018 09:30 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Það hefur varla farið fram hjá neinum sem á annað borð fylgist með gangi mála í íþróttaheiminum að Guðmundur Guðmundsson er nýr landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Dagur Sigurðsson kom eftirminnilega upp um ráðninguna nokkrum dögum áður en það var tilkynnt í þættinum Seinni bylgjan sem sýndur er á Stöð 2 Sport.Sjá einnig:Seinni bylgjan: Kæmi Degi ekki á óvart ef HSÍ væri búið að ráða GuðmundDagur, sem nú þjálfar japanska landsliðið, var aftur gestur þáttarins í gærkvöldi þar sem Tómas Þór Þórðarson tók smá umræðu um landsliðið með degi og Jóhanni Gunnari Einarssyni. Síðast þegar Guðmundur var við stjórnvöllinn hjá landsliðinu þá náði Ísland sínum besta árangri frá upphafi; silfur á Ólympíuleikunum í Peking og brons á Evrópumótinu í Austurríki. „Eftir að hann hætti með Ísland er hann búinn að vera með geggjuð lið. Nú er hann að fara í Ísland sem er svolítil vinna, miklar kröfur,“ sagði Jóhann Gunnar og velti því fyrir sér hvort Guðmundur hafi það sem þarf í þá uppbyggingarvinnu sem er fram undan hjá íslenska liðinu. „Það eru engir uppbyggingarfasar til. Ég er að segja með Japan að ég þurfi til 2024 til að ná árangri. Við þekkjum alveg Gumma, hann vill vinna. Haldið þið að hann vilji ekki vinna Dani á þessu móti?“ sagði Dagur þá á móti. Hann sagði þó að það skipti máli að vera ekki með menn með 50 landsleiki á bakinu og ungu leikmennirnir þurfi að öðlast meiri reynslu. „Hvort sem að hann sitji á bekknum eða Geir, það breytir ekkert öllu með það, leikmennirnir þurfa þessa leiki.“ „Mér finnst mest spennandi, ætlar hann að hringja í [Alexander] Petersson?“ spurði Dagur. Jóhann var spenntur fyrir því og sagði það nú mjög líklegt á meðan Tómas Þór var ekki alveg á þeim vagninum: „Ætlar hann að drepa hann endanlega?“ Strákarnir vildu nú ekki meina það að landsliðsverkefni gerðu út af við Alexander, sem er orðinn 37 ára, hann væri í þokkalegu formi spilandi með þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Tekur 3-4 ár að komast aftur í fremstu röð Guðmundur Guðmundsson tók í vikunni við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn. 10. febrúar 2018 07:30 Tekur við íslenska landsliðinu á tímamótum Guðmundur Guðmundsson er tekinn við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn. Hann átti möguleika á að halda áfram með Barein en valdi íslenska liðið sem hann segir að standi á tímamótum. 7. febrúar 2018 08:00 Guðmundur: Þið þekkið mig | Sjáðu blaðamannafund HSÍ Guðmundur Guðmundsson sló á létta strengi á löngum blaðamannafundi HSÍ í gær. 7. febrúar 2018 09:30 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Tekur 3-4 ár að komast aftur í fremstu röð Guðmundur Guðmundsson tók í vikunni við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn. 10. febrúar 2018 07:30
Tekur við íslenska landsliðinu á tímamótum Guðmundur Guðmundsson er tekinn við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn. Hann átti möguleika á að halda áfram með Barein en valdi íslenska liðið sem hann segir að standi á tímamótum. 7. febrúar 2018 08:00
Guðmundur: Þið þekkið mig | Sjáðu blaðamannafund HSÍ Guðmundur Guðmundsson sló á létta strengi á löngum blaðamannafundi HSÍ í gær. 7. febrúar 2018 09:30