Æfur yfir stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2018 11:37 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AFP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er æfur yfir ákvörðun Bandaríkjanna að veita sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra innan SDF áframhaldandi stuðning. Erdogan segir ljóst að sú ákvörðun Bandaríkjanna muni hafa áhrif á stefnu Tyrklands og gagnrýnir Atlantshafsbandalagið, NATO, sömuleiðis harðlega. Tyrkir gerðu innrás í Afrinhérað í Sýrlandi í síðasta mánuði með því markmið að reka sýrlenska Kúrda, YPG, frá héraðinu. Þeir segja sýrlenska Kúrda vera hryðjuverkamenn með tengingu við Verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi, PKK, sem háð hefur áratugalanga frelsisbaráttu þar í landi. Bandaríkin og Evrópusambandið eru ósammála því að YPG séu hryðjuverkamenn og hafa Bandaríkin staðið við bakið á þeim í baráttunni gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Erdogan hefur einnig heitið því að ráðast á Manbij í Sýrlandi, sem er undir stjórn YPG, en fjöldi bandarískra hermanna eru staðsettir þar. „Hverslags NATO aðild er þetta? Hverslags NATO-bandalag er þetta?“ spurði Erdogan í þingi Tyrklands í morgun. Hann sagði að Bandaríkin væru ekki NATO og að öll aðildarríki ættu að vera jöfn. Á sama tíma setti Erdogan út á ummæli bandaríska hershöfðingjans Paul E. Funk um að ef Tyrkir myndu ráðast á Manbij, eins og Erdogan hefur lofað, muni þeir bandarísku hermenn sem eru þar verja sig. „Þeir sem segja að þeir muni svara árásum með árásum hafa ekki fengið Ottómana-kinnhest,“ sagði Erdogan við þingmenn samkvæmt Anadolu fréttaveitunni sem er í eigur tyrkneska ríkisins.Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun heimsækja Tyrkland á morgun og funda með Erdogan. Bandarískir embættismenn búast við átakafundi. Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Erdogan heitir því að ráðast á Manbij Til átaka gæti komið á milli Tyrklands og Bandaríkjanna þar sem bandarískir hermenn eru í Manbij. 26. janúar 2018 13:15 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15 Fjöldi lækna handtekinn fyrir að gagnrýna aðgerðir Tyrklands í Sýrlandi Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. 30. janúar 2018 11:07 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er æfur yfir ákvörðun Bandaríkjanna að veita sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra innan SDF áframhaldandi stuðning. Erdogan segir ljóst að sú ákvörðun Bandaríkjanna muni hafa áhrif á stefnu Tyrklands og gagnrýnir Atlantshafsbandalagið, NATO, sömuleiðis harðlega. Tyrkir gerðu innrás í Afrinhérað í Sýrlandi í síðasta mánuði með því markmið að reka sýrlenska Kúrda, YPG, frá héraðinu. Þeir segja sýrlenska Kúrda vera hryðjuverkamenn með tengingu við Verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi, PKK, sem háð hefur áratugalanga frelsisbaráttu þar í landi. Bandaríkin og Evrópusambandið eru ósammála því að YPG séu hryðjuverkamenn og hafa Bandaríkin staðið við bakið á þeim í baráttunni gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Erdogan hefur einnig heitið því að ráðast á Manbij í Sýrlandi, sem er undir stjórn YPG, en fjöldi bandarískra hermanna eru staðsettir þar. „Hverslags NATO aðild er þetta? Hverslags NATO-bandalag er þetta?“ spurði Erdogan í þingi Tyrklands í morgun. Hann sagði að Bandaríkin væru ekki NATO og að öll aðildarríki ættu að vera jöfn. Á sama tíma setti Erdogan út á ummæli bandaríska hershöfðingjans Paul E. Funk um að ef Tyrkir myndu ráðast á Manbij, eins og Erdogan hefur lofað, muni þeir bandarísku hermenn sem eru þar verja sig. „Þeir sem segja að þeir muni svara árásum með árásum hafa ekki fengið Ottómana-kinnhest,“ sagði Erdogan við þingmenn samkvæmt Anadolu fréttaveitunni sem er í eigur tyrkneska ríkisins.Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun heimsækja Tyrkland á morgun og funda með Erdogan. Bandarískir embættismenn búast við átakafundi.
Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Erdogan heitir því að ráðast á Manbij Til átaka gæti komið á milli Tyrklands og Bandaríkjanna þar sem bandarískir hermenn eru í Manbij. 26. janúar 2018 13:15 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15 Fjöldi lækna handtekinn fyrir að gagnrýna aðgerðir Tyrklands í Sýrlandi Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. 30. janúar 2018 11:07 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sjá meira
Erdogan heitir því að ráðast á Manbij Til átaka gæti komið á milli Tyrklands og Bandaríkjanna þar sem bandarískir hermenn eru í Manbij. 26. janúar 2018 13:15
Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00
ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15
Fjöldi lækna handtekinn fyrir að gagnrýna aðgerðir Tyrklands í Sýrlandi Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. 30. janúar 2018 11:07
Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15