Sóknarnefnd segir deiliskipulag Landsímareits ólöglegt Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2018 15:00 Ragnar Aðalsteinsson segir að þó sé ósennilegt að framkvæmdir stöðvist vegna kærunnar en vonandi hraði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála meðferð sinni á kærunni. Vísir/Anton/GVA Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík telur deiliskipulag Landsímareitsins við Austurvöll ólöglegt og hefur kært skipulagið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Sóknarnefndin leggst gegn fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á hóteli á reitnum sem að hluta nái yfir elsta kirkjugarð Reykvíkinga. Deilan um fyrirhugaða hótelbyggingu á Landsímareitnum á sér nokkra sögu en áform eru um að byggja meðal annars framan við gömlu höfuðstöðvar Landsímans við Austurvöll. Sóknarnefndin segir aðþar undir hafi hluti af gamla kirkjugarðinum í Reykjavík legið en jarðsett var í honum allt fram til ársins 1848. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður rekur málið fyrir hönd sóknarnefndar Dómkirkjunnar og segir sóknarnefndina vilja vernda hinn forna Víkurgarð. „Víkurgarður er þessi gamli kirkjugarður Reykvíkinga og þar stóð kirkja Reykvíkinga á sínum tíma. Allt þar til hin nýja dómkirkja var reist. En það var hætt að grafa íþessum kirkjugarði á 19. öld. Hann nýtur samt sem áður verndar að lögum, bæði lagaverndar og svo auðvitað bæði siðferðilegra og trúarlegrar verndar,“ segir Ragnar. Nú sé hins vegar verið að grafa í garðinn sem liggi nánast að Thorvaldsenstræti frá Kirkjustræti og það sætti Dómkirkjan sig ekki við. „Dómkirkjan hefur aldrei afsalað sér umráðum yfir þessum garði sínum og enginn annar hefur fengið heimildir yfir garðinum. En það hefur ekki verið leitað samþykkis eða rætt við Dómkirkjuna og hún vill og telur sér skylt að sjálfsögðu, að tryggja helgi garðsins eftir því sem hægt er,“ segir Ragnar.En eru ekki nú þegar byggingar ofan á hinum helga garði? „Jú, þetta mál kom upp á sjöunda áratugnum. Þá ætlaði Póstur og sími að steypa kjallara þarna. Þá kom þetta fyrir ríkisstjórn og ráðherra og ríkisstjórnin bannaði það á þeim tíma. Því banni hefur ekki verið aflétt,“ segir Ragnar. Sóknarnefndin telji deiliskipulagið ólöglegt þar sem ekkert samráð hafi verið haft við Dómkirkjuna, kirkjugarðaráð og dómsmálaráðuneytið við gerð þess. Ragnar segir að þó sé ósennilegt að framkvæmdir stöðvist vegna kærunnar en vonandi hraði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála meðferð sinni á kærunni. Sóknarnefndin leggst líka gegn því að aðalinngangur í nýja hótelið verði vestan megin á hótelinu, það er að segja frá því svæði sem í dag er kallað Fógetagarður.Nú hefur náttúrlega verið þarna torg áratugum saman og fólk gengið þarna frjálslega um?„Það er allt í lagi að það sé gengið frjálslega um. Það er þannig að Dómkirkjan hefur að lögum heimild til að semja við Reykjavíkurborg, sveitarfélagið sitt, um að það taki við garðinum þegar búið er að leggja hann af og slétta hann af til að hafa þar garð. Borgin má ekki heimila neitt annað,“ segir Ragnar Aðalsteinsson. Skipulag Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Sjá meira
Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík telur deiliskipulag Landsímareitsins við Austurvöll ólöglegt og hefur kært skipulagið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Sóknarnefndin leggst gegn fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á hóteli á reitnum sem að hluta nái yfir elsta kirkjugarð Reykvíkinga. Deilan um fyrirhugaða hótelbyggingu á Landsímareitnum á sér nokkra sögu en áform eru um að byggja meðal annars framan við gömlu höfuðstöðvar Landsímans við Austurvöll. Sóknarnefndin segir aðþar undir hafi hluti af gamla kirkjugarðinum í Reykjavík legið en jarðsett var í honum allt fram til ársins 1848. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður rekur málið fyrir hönd sóknarnefndar Dómkirkjunnar og segir sóknarnefndina vilja vernda hinn forna Víkurgarð. „Víkurgarður er þessi gamli kirkjugarður Reykvíkinga og þar stóð kirkja Reykvíkinga á sínum tíma. Allt þar til hin nýja dómkirkja var reist. En það var hætt að grafa íþessum kirkjugarði á 19. öld. Hann nýtur samt sem áður verndar að lögum, bæði lagaverndar og svo auðvitað bæði siðferðilegra og trúarlegrar verndar,“ segir Ragnar. Nú sé hins vegar verið að grafa í garðinn sem liggi nánast að Thorvaldsenstræti frá Kirkjustræti og það sætti Dómkirkjan sig ekki við. „Dómkirkjan hefur aldrei afsalað sér umráðum yfir þessum garði sínum og enginn annar hefur fengið heimildir yfir garðinum. En það hefur ekki verið leitað samþykkis eða rætt við Dómkirkjuna og hún vill og telur sér skylt að sjálfsögðu, að tryggja helgi garðsins eftir því sem hægt er,“ segir Ragnar.En eru ekki nú þegar byggingar ofan á hinum helga garði? „Jú, þetta mál kom upp á sjöunda áratugnum. Þá ætlaði Póstur og sími að steypa kjallara þarna. Þá kom þetta fyrir ríkisstjórn og ráðherra og ríkisstjórnin bannaði það á þeim tíma. Því banni hefur ekki verið aflétt,“ segir Ragnar. Sóknarnefndin telji deiliskipulagið ólöglegt þar sem ekkert samráð hafi verið haft við Dómkirkjuna, kirkjugarðaráð og dómsmálaráðuneytið við gerð þess. Ragnar segir að þó sé ósennilegt að framkvæmdir stöðvist vegna kærunnar en vonandi hraði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála meðferð sinni á kærunni. Sóknarnefndin leggst líka gegn því að aðalinngangur í nýja hótelið verði vestan megin á hótelinu, það er að segja frá því svæði sem í dag er kallað Fógetagarður.Nú hefur náttúrlega verið þarna torg áratugum saman og fólk gengið þarna frjálslega um?„Það er allt í lagi að það sé gengið frjálslega um. Það er þannig að Dómkirkjan hefur að lögum heimild til að semja við Reykjavíkurborg, sveitarfélagið sitt, um að það taki við garðinum þegar búið er að leggja hann af og slétta hann af til að hafa þar garð. Borgin má ekki heimila neitt annað,“ segir Ragnar Aðalsteinsson.
Skipulag Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Sjá meira