Ekið á björgunarsveitarbíl sem lokaði Hellisheiði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. febrúar 2018 10:47 Björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum víða um land í dag. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að fólksbíl var ekið á björgunarsveitarbíl sem var lagt var á þjóðveginum til þess að loka fyrir umferð um Hellisheiði. Björgunarsveitir hafa verið að störfum í kringum höfuðborgarsvæðið og á Suðurlandi en bálhvasst er víða um land. „Fólksbíll á leið úr Reykjavík austur keyrði á bílinn á þó nokkrum hraða en sem betur fer slasaðist enginn alvarlega og farþegarnir úr bílunum eru á leiðinni á sjúkrahús,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Björgunarsveitarbílnum var lagt við gatnamótin hjá Þrengslunum þar sem Hellisheiði var lokuð vegna veðurs en hægt var að keyra Þrengslin. „Svo gerðist það rétt eftir að það var keyrt á þenann björgunarsveitarbíl að þó nokkrir bílar lenda í vanda í Þrengslunum. Í kjölfarið var Þrengslunum lokað og er verið að aðstoða bíla þar,“ segir Davíð Már. Vegirnir um Hellisheiði, Þrengsli, Sandskeið, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðir en björgunarsveitarmenn hafa einnig verið aðstoða ökumenn í vandræðum á Kjalarnesi.Vindaspá Veðurstofunnar klukkan 10 í morgun.Mynd/Veðurstofa Íslands.Þá hafa nokkrir ökumenn lent í vandræðum í Fljótshlíð á Suðurlandi auk þess sem björgunarsveitir aðstoðuðu við að koma heilbrigðisstarfsfólki til vinnu. Þjóðvegi 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni hefur verið lokaður frá því snemma í morgun og hafa fá verkefni borist björgunarsveitum þaðan. „Okkar fólk fór í lokanir klukkan fimm í morgun í Öræfasveit. Það er kannski hægt að draga ályktun af því að þar var farið í harðar lokanir snemma og þar af leiðandi hefur kannski ekki verið mikið vesen þar,“ segir Davíð Már.Færð og aðstæður á vegumHálkublettir og skafrenningur er á Reykjanesbraut og á Höfuðborgarsvæðinu. Hálka og skafrenningur er á Kjalarnesi. Þæfingsfærð er frá Þorlákshöfn að Selvoga. Hálka og skafrenningur er á Suðurstrandarvegi. Þungfært og skafrenningur er á Krýsurvíkurvegi. Á Suðvestur- og Suðurlandi er hálka, snjóþekja eða þæfingur og skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð og skafreningur er frá Hvolsvelli að Þjórsá. Þungfært á Kjósarskarðsvegi. Ófært er í Landeyjum og í Fljótshlíð. Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða þæfingur á flestum leiðum og eitthvað um skafrenning á fjallvegum. Þungfært og mjög hvasst er við Hafursfell og á Vatnaleið. Ófært er á Útnessvegi. Vestfjörðum er snjóþekja, hálka. eða þæfingur. Fjallvegir á sunnanverðum Vestfjörðum eru ófæri og beðið með mokstur. Beðið er með mokstur í Ísafjarðardjúpi, á Steingrímsjarðarheiði, Þröskuldum. Ófært og Gemlufallsheiði. Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja og eitthvað um éljagang. Veður Tengdar fréttir Skólahald fellur niður á Kjalarnesi Óttast er að veginum um Kjalarnes verði lokað. 14. febrúar 2018 07:11 Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að fólksbíl var ekið á björgunarsveitarbíl sem var lagt var á þjóðveginum til þess að loka fyrir umferð um Hellisheiði. Björgunarsveitir hafa verið að störfum í kringum höfuðborgarsvæðið og á Suðurlandi en bálhvasst er víða um land. „Fólksbíll á leið úr Reykjavík austur keyrði á bílinn á þó nokkrum hraða en sem betur fer slasaðist enginn alvarlega og farþegarnir úr bílunum eru á leiðinni á sjúkrahús,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Björgunarsveitarbílnum var lagt við gatnamótin hjá Þrengslunum þar sem Hellisheiði var lokuð vegna veðurs en hægt var að keyra Þrengslin. „Svo gerðist það rétt eftir að það var keyrt á þenann björgunarsveitarbíl að þó nokkrir bílar lenda í vanda í Þrengslunum. Í kjölfarið var Þrengslunum lokað og er verið að aðstoða bíla þar,“ segir Davíð Már. Vegirnir um Hellisheiði, Þrengsli, Sandskeið, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðir en björgunarsveitarmenn hafa einnig verið aðstoða ökumenn í vandræðum á Kjalarnesi.Vindaspá Veðurstofunnar klukkan 10 í morgun.Mynd/Veðurstofa Íslands.Þá hafa nokkrir ökumenn lent í vandræðum í Fljótshlíð á Suðurlandi auk þess sem björgunarsveitir aðstoðuðu við að koma heilbrigðisstarfsfólki til vinnu. Þjóðvegi 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni hefur verið lokaður frá því snemma í morgun og hafa fá verkefni borist björgunarsveitum þaðan. „Okkar fólk fór í lokanir klukkan fimm í morgun í Öræfasveit. Það er kannski hægt að draga ályktun af því að þar var farið í harðar lokanir snemma og þar af leiðandi hefur kannski ekki verið mikið vesen þar,“ segir Davíð Már.Færð og aðstæður á vegumHálkublettir og skafrenningur er á Reykjanesbraut og á Höfuðborgarsvæðinu. Hálka og skafrenningur er á Kjalarnesi. Þæfingsfærð er frá Þorlákshöfn að Selvoga. Hálka og skafrenningur er á Suðurstrandarvegi. Þungfært og skafrenningur er á Krýsurvíkurvegi. Á Suðvestur- og Suðurlandi er hálka, snjóþekja eða þæfingur og skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð og skafreningur er frá Hvolsvelli að Þjórsá. Þungfært á Kjósarskarðsvegi. Ófært er í Landeyjum og í Fljótshlíð. Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða þæfingur á flestum leiðum og eitthvað um skafrenning á fjallvegum. Þungfært og mjög hvasst er við Hafursfell og á Vatnaleið. Ófært er á Útnessvegi. Vestfjörðum er snjóþekja, hálka. eða þæfingur. Fjallvegir á sunnanverðum Vestfjörðum eru ófæri og beðið með mokstur. Beðið er með mokstur í Ísafjarðardjúpi, á Steingrímsjarðarheiði, Þröskuldum. Ófært og Gemlufallsheiði. Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja og eitthvað um éljagang.
Veður Tengdar fréttir Skólahald fellur niður á Kjalarnesi Óttast er að veginum um Kjalarnes verði lokað. 14. febrúar 2018 07:11 Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Skólahald fellur niður á Kjalarnesi Óttast er að veginum um Kjalarnes verði lokað. 14. febrúar 2018 07:11
Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55