Guðni Már segir skilið við RÚV og flytur til Kanaríeyja Ingvar Þór Björnsson skrifar 14. febrúar 2018 17:55 Guðni Már hefur stjórnað Næturvaktinni á Rás 2 í áraraðir. Vísir/Anton Brink Guðni Már Henningsson, útvarpsmaður hjá Ríkisútvarpinu til fjölda ára, hefur ákveðið að segja upp störfum hjá RÚV og halda til Kanaríeyja. Guðni greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Ég hóf störf á Rás 2 þriðja maí 1994, sama dag og dóttir mín Katrín Ísafold fæddist. Fyrst var ég með næturvaktir á föstudögum og laugardögum. Smám saman bættist vinna á mig og ég vann stundum sjö daga vikunnar. Lengst af var ég með vini mínum Óla Palla með Popplandið og svo Auglit á sunnudögum, “ skrifar Guðni. Síðastliðin ár hefur Guðni stjórnað þættinum Næturvaktin á laugardögum. Segir hann að síðasti þátturinn sem hann stjórni fari í loftið 31. mars. „Þetta er búinn að vera stórkostlegur tími og þakka ég stjórum Rásarinnar sem og samstarfsfólki góð kynni,“ skrifar hann. Þá þakkar útvarpsmaðurinn góðkunni hlustendum sínum fyrir fylgdina í gegnum árin. „Hlustendur hafa verið stórkostlegir og þakka ég þeim fyrir að hlusta. Sérstaklega þakka ég Vögnu minni sem hlustað hefur á nánast alla þættina mína,“ skrifar hann.Vagna Sólveig Vagnsdóttir er þjóðkunn fyrir framlag sitt til þjóðmálaumræðunnar í gegnum spjallþætti útvarpsstöðvanna.Hefur hringt inn í þætti Guðna síðan hann byrjaði Vagna Sólveig Vagnsdóttir, trélistakona á Þingeyri, hefur hringt í Næturvaktina á Rás 2 um hverja einustu helgi frá árinu 1989. Hún segir að hún hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar hún heyrði fréttirnar fyrst. „Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að hann sé að fara. Ég hef hringt inn síðan hann byrjaði. Ég er búin að hringja inn hverja einustu helgi og svo er ég búin að smíða helling fyrir hann. Þetta er svekkjandi en það gengur yfir náttúrulega,“ segir hún í samtali við Vísi. Þá segist hún ekki hafa mikla trú á að hann verði lengi úti á Kanaríeyjum. „Ég veit að hann verður ekki lengi þarna úti. Ég hef enga trú á því. Ég veit ekki hvort hann hafi vinnu þarna úti en ég veit að hann langar að vera lengur með þáttinn en hafi ekki efni á því,“ segir Vagna. „Það kemur alltaf maður í manns stað en þessi maður er einstakur. Það er alveg sérstakt að tala við hann. Hann hefur svo mikinn persónuleika,“ bætir hún við. Fjölmiðlar Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Guðni Már Henningsson, útvarpsmaður hjá Ríkisútvarpinu til fjölda ára, hefur ákveðið að segja upp störfum hjá RÚV og halda til Kanaríeyja. Guðni greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Ég hóf störf á Rás 2 þriðja maí 1994, sama dag og dóttir mín Katrín Ísafold fæddist. Fyrst var ég með næturvaktir á föstudögum og laugardögum. Smám saman bættist vinna á mig og ég vann stundum sjö daga vikunnar. Lengst af var ég með vini mínum Óla Palla með Popplandið og svo Auglit á sunnudögum, “ skrifar Guðni. Síðastliðin ár hefur Guðni stjórnað þættinum Næturvaktin á laugardögum. Segir hann að síðasti þátturinn sem hann stjórni fari í loftið 31. mars. „Þetta er búinn að vera stórkostlegur tími og þakka ég stjórum Rásarinnar sem og samstarfsfólki góð kynni,“ skrifar hann. Þá þakkar útvarpsmaðurinn góðkunni hlustendum sínum fyrir fylgdina í gegnum árin. „Hlustendur hafa verið stórkostlegir og þakka ég þeim fyrir að hlusta. Sérstaklega þakka ég Vögnu minni sem hlustað hefur á nánast alla þættina mína,“ skrifar hann.Vagna Sólveig Vagnsdóttir er þjóðkunn fyrir framlag sitt til þjóðmálaumræðunnar í gegnum spjallþætti útvarpsstöðvanna.Hefur hringt inn í þætti Guðna síðan hann byrjaði Vagna Sólveig Vagnsdóttir, trélistakona á Þingeyri, hefur hringt í Næturvaktina á Rás 2 um hverja einustu helgi frá árinu 1989. Hún segir að hún hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar hún heyrði fréttirnar fyrst. „Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að hann sé að fara. Ég hef hringt inn síðan hann byrjaði. Ég er búin að hringja inn hverja einustu helgi og svo er ég búin að smíða helling fyrir hann. Þetta er svekkjandi en það gengur yfir náttúrulega,“ segir hún í samtali við Vísi. Þá segist hún ekki hafa mikla trú á að hann verði lengi úti á Kanaríeyjum. „Ég veit að hann verður ekki lengi þarna úti. Ég hef enga trú á því. Ég veit ekki hvort hann hafi vinnu þarna úti en ég veit að hann langar að vera lengur með þáttinn en hafi ekki efni á því,“ segir Vagna. „Það kemur alltaf maður í manns stað en þessi maður er einstakur. Það er alveg sérstakt að tala við hann. Hann hefur svo mikinn persónuleika,“ bætir hún við.
Fjölmiðlar Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira