HS Orka vill virkja vindinn og áformar rannsókn á Reykjanesi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 06:00 HS Orka vill reisa allt að 80 metra hátt rannsóknarmastur á Reykjanesi. Vísir/GVA Orkumál „Við erum að leita tækifæra og ákváðum að sækja um hjá Reykjanesbæ að fá að reisa mastur sem yrði eitt nauðsynlegt skref á leiðinni,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. Fyrirtækið hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir allt að 80 metra háu rannsóknarmastri á Reykjanesi til að skoða hvort forsendur sé fyrir því að reisa vindorkuver á svæðinu. Samkvæmt umsókn HS Orku felst rannsóknarverkefnið í að reisa hið háa mastur til að mæla vindstyrk í um eitt til tvö ár og síðan fjarlægja það. Niðurstöður mælinganna verða síðan nýttar til að meta fýsileika þess að reisa vindorkuver, með tilheyrandi vindmyllum, innan tiltekins svæðis frá mælingarstað. „Vindorka er eitthvað sem á eftir að koma til skjalanna í auknum mæli á Íslandi og það eru ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi er hér mikil vindauðlind. Í öðru lagi er aukin orkuþörf og eftirspurn í landinu og í þriðja lagi er ástæðan fyrir því að við höfum ekki gert þetta hingað til, hvorki HS Orka né aðrir, í stórum stíl sú að það eru tveir aðrir kostir í landinu ódýrari og áreiðanlegri. Jarðvarmi og vatnsafl.“Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku.Vísir/AntonÞetta hafi hins vegar breyst og að sögn Ásgeirs hefur kostnaður við framleiðslu vindorku lækkað verulega á síðustu tíu árum. „Þetta er orðinn samkeppnisfær möguleiki í kostnaði og þá er eftir samanburðurinn á öðrum sviðum.“ Að sögn Ásgeirs hentar Reykjanes vel þar sem allir innviðaþættir séu sterkir. Þar sé vindasamt, vegir til staðar, aðgengi auðvelt, raforkuflutningskerfi nærri og raskað svæði meðal annars vegna Reykjanesvirkjunar sem HS Orka rekur. Ásgeir segir mastrið vissulega þurfa að vera hátt, eða sem nemur ríflega hæð Hallgrímskirkjuturns, en sé þó mjótt á við fjarskiptamastur. Nauðsynlegt sé að hafa það hátt til að mæla vind í meiri hæð en í hefðbundnum veðurmælingum. Mælingar segi svo til um hvernig vindmyllur þyrfti að setja upp. Erindi HS Orku kom inn á borð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar í fyrradag. Ásgeir segir umsóknina nauðsynlegt skref í verkefninu en í henni felist þó engin ákvörðun um að byggja vindmyllur fyrr en hugsanlega síðar. Fáist leyfi fyrir rannsóknarmastrinu geti verkefnið farið af stað innan árs. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Orkumál „Við erum að leita tækifæra og ákváðum að sækja um hjá Reykjanesbæ að fá að reisa mastur sem yrði eitt nauðsynlegt skref á leiðinni,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. Fyrirtækið hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir allt að 80 metra háu rannsóknarmastri á Reykjanesi til að skoða hvort forsendur sé fyrir því að reisa vindorkuver á svæðinu. Samkvæmt umsókn HS Orku felst rannsóknarverkefnið í að reisa hið háa mastur til að mæla vindstyrk í um eitt til tvö ár og síðan fjarlægja það. Niðurstöður mælinganna verða síðan nýttar til að meta fýsileika þess að reisa vindorkuver, með tilheyrandi vindmyllum, innan tiltekins svæðis frá mælingarstað. „Vindorka er eitthvað sem á eftir að koma til skjalanna í auknum mæli á Íslandi og það eru ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi er hér mikil vindauðlind. Í öðru lagi er aukin orkuþörf og eftirspurn í landinu og í þriðja lagi er ástæðan fyrir því að við höfum ekki gert þetta hingað til, hvorki HS Orka né aðrir, í stórum stíl sú að það eru tveir aðrir kostir í landinu ódýrari og áreiðanlegri. Jarðvarmi og vatnsafl.“Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku.Vísir/AntonÞetta hafi hins vegar breyst og að sögn Ásgeirs hefur kostnaður við framleiðslu vindorku lækkað verulega á síðustu tíu árum. „Þetta er orðinn samkeppnisfær möguleiki í kostnaði og þá er eftir samanburðurinn á öðrum sviðum.“ Að sögn Ásgeirs hentar Reykjanes vel þar sem allir innviðaþættir séu sterkir. Þar sé vindasamt, vegir til staðar, aðgengi auðvelt, raforkuflutningskerfi nærri og raskað svæði meðal annars vegna Reykjanesvirkjunar sem HS Orka rekur. Ásgeir segir mastrið vissulega þurfa að vera hátt, eða sem nemur ríflega hæð Hallgrímskirkjuturns, en sé þó mjótt á við fjarskiptamastur. Nauðsynlegt sé að hafa það hátt til að mæla vind í meiri hæð en í hefðbundnum veðurmælingum. Mælingar segi svo til um hvernig vindmyllur þyrfti að setja upp. Erindi HS Orku kom inn á borð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar í fyrradag. Ásgeir segir umsóknina nauðsynlegt skref í verkefninu en í henni felist þó engin ákvörðun um að byggja vindmyllur fyrr en hugsanlega síðar. Fáist leyfi fyrir rannsóknarmastrinu geti verkefnið farið af stað innan árs.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira