Gæðingur Mandela verður næsti forseti Suður-Afríku Atli Ísleifsson skrifar 15. febrúar 2018 11:53 Ferill hins 65 ára Cyril Ramaphosa er um margt merkilegur. Vísir/AFP Nelson Mandela hreykti sér af honum og kallaði hann „einn af gáfuðustu leiðtogum nýju kynslóðarinnar“. Fjárfestirinn sem byrjaði viðskiptaævintýri sín með hlutabréfum í McDonalds og Coca-Cola sór embættiseið sem nýr forseti Suður-Afríku um miðjan dag í dag. Ferill hins 65 ára Cyril Ramaphosa er um margt merkilegur. Hann sat í fangelsi á árunum 1974 til 1976 vegna baráttu sinnar gegn aðskilaðarstefnu og var á tímabili ötull í stéttarfélagsbaráttunni. Síðar átti hann eftir að verða milljarðamæringur og svo varaforseti landsins. Eftir að Jacob Zuma lét undan þrýstingi og samþykkti að segja af sér í gær lá fyrir að Ramaphosa myndi taka við stöðu forseta, valdamesta embættis landsins. Ramaphosa var kjörinn formaður stjórnarflokksins, Afríska þjóðarráðsins (ANC), í desember eftir harða baráttu við Nkosazana Dlamini-Zuma, fyrrverandi utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra Afríkusambandsins og fyrrverandi eiginkonu Jacob Zuma forseta. Lá því fyrir að hann yrði að öllum líkindum næsti forseti landsins. Kosningar fara fram í Suður-Afríku á næsta ári og lá fyrir að Zuma gæti ekki boðið sig fram vegna laga sem takmarka valdatíð forseta.Cyril Ramaphosa vann Nkosazana Dlamini-Zuma, fyrrverandi utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra Afríkusambandsins og fyrrverandi eiginkonu Jacob Zuma forseta, í baráttunni um hver yrði næsti leiðtogi stjórnarflokksins Afríska þjóðarráðsins í desember.Vísir/AFPVann með MandelaÍ frétt norska ríkisútvarpsins um Ramaphosa kemur fram að forsetinn fyrrverandi, Nelson Mandela, hafi á sínum tíma lýst Ramaphosa sem einum af gáfuðustu leiðtogum „nýju kynslóðarinnar“. Þeir félagar, Mandela og Ramaphosa, voru í hópi þeirra sem unnu að nauðsynlegum kerfisbreytingum þegar aðskilnaðarstefna suður-afrískra stjórnvalda var aflögð eftir að Mandela var látinn laus árið 1990 eftir að hafa setið í fangelsi í 27 ár. Ramaphosa ákvað hins vegar að segja skilið við stjórnmálin árið 1997 eftir að hafa beðið lægri hlut í baráttunni gegn Thabo Mbeki um hver ætti að taka við forsetaembættinu af Mandela. Sneri hann sér þá að viðskiptum og varð einn af ríkustu mönnum álfunnar. Árið 2012 sneri hann aftur í stjórnmálin. Zuma gerði hann að varaforseta landsins árið 2014, sama ár og hann var sjálfur endurkjörinn sem forseti.Ólst upp í Soweto Ramaphosa ólst upp í Soweto sem oft var lýst sem hringiða baráttunnar gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda. Hann stundaði nám í lögfræði og varð fljótlega áberandi í baráttu ANC gegn aðskilnaðarstefnunni. Árið 1974 var hann handtekinn og sat rúmt ár í fangelsi. Á meðan margir af helstu og eldri baráttumönnum ANC, líkt og Mandela, var haldið í fangelsi á Robben-eyju, var Ramaphosa einn af þeim yngri liðsmönnum ANC sem hélt baráttunni gangandi.Cyril Ramaphosa og Nelson Mandela árið 1993.Vísir/AFPÁ níunda áratugnum stofnaði Ramaphosa stéttarfélag námuverkamanna sem varð ein af mikilvægustu stofnunum í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Meðlimir voru um 300 þúsund talsins og skipulagði Ramaphosa einhver fjölmennustu verkföll í sögu landsins. Beiting verkfallsvopnsins var eitt það mikilvægasta í baráttunni fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar.Hefur sætt gagnrýniForsetatíð Zuma hefur að stórum hluta einkennst af spillingarmálum og hefur Ramaphosa sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki, sem varaforseti, sótt að Zuma vegna málanna. Ramaphosa var sömuleiðis gagnrýndur fyrir að hafa gefið óbein fyrirmæli um að skjóta á námuverkamenn í Marikana, skammt frá Jóhannesarborg, árið 2013, en hann var þá yfirmaður námavinnslufyrirtækisins. Alls fórust 47 manns í átökum lögreglu og verkamannanna. Suður-afrískir fjölmiðlar hafa einnig fjallað um ýmis hneykslismál tengd Ramaphosa á síðustu árum. Hann á fjögur börn með sinni annarri eiginkonu, Tshepo Motsepe, en á síðasta ári var hann sakaður um að hafa átt í sambandi við fjölda yngri kvenna. Búist er við að leiðtogastíll Ramaphosa verði um margt varkárari en stíll Zuma, en í valdatíð Zuma hefur mikið gustað um forsetann. Reiknað er með að Ramaphosa muni leggja áherslu á að koma efnahag landsins aftur á skrið. Atvinnuleysi mælist um 30 prósent og er ójöfnuður í landinu einn sá mesti í landinu. Því er ljóst að nýs forseta bíða fjölda verkefna og áskorana. Suður-Afríka Tengdar fréttir Zuma sagði af sér í skugga vantrausts Jakcob Zuma, forseti Suður-Afríku, sagði af sér í gærkvöld. Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu var yfirvofandi í dag. Líklegt að leiðtogi Afríska þjóðarráðsins taki við af Zuma. 15. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Nelson Mandela hreykti sér af honum og kallaði hann „einn af gáfuðustu leiðtogum nýju kynslóðarinnar“. Fjárfestirinn sem byrjaði viðskiptaævintýri sín með hlutabréfum í McDonalds og Coca-Cola sór embættiseið sem nýr forseti Suður-Afríku um miðjan dag í dag. Ferill hins 65 ára Cyril Ramaphosa er um margt merkilegur. Hann sat í fangelsi á árunum 1974 til 1976 vegna baráttu sinnar gegn aðskilaðarstefnu og var á tímabili ötull í stéttarfélagsbaráttunni. Síðar átti hann eftir að verða milljarðamæringur og svo varaforseti landsins. Eftir að Jacob Zuma lét undan þrýstingi og samþykkti að segja af sér í gær lá fyrir að Ramaphosa myndi taka við stöðu forseta, valdamesta embættis landsins. Ramaphosa var kjörinn formaður stjórnarflokksins, Afríska þjóðarráðsins (ANC), í desember eftir harða baráttu við Nkosazana Dlamini-Zuma, fyrrverandi utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra Afríkusambandsins og fyrrverandi eiginkonu Jacob Zuma forseta. Lá því fyrir að hann yrði að öllum líkindum næsti forseti landsins. Kosningar fara fram í Suður-Afríku á næsta ári og lá fyrir að Zuma gæti ekki boðið sig fram vegna laga sem takmarka valdatíð forseta.Cyril Ramaphosa vann Nkosazana Dlamini-Zuma, fyrrverandi utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra Afríkusambandsins og fyrrverandi eiginkonu Jacob Zuma forseta, í baráttunni um hver yrði næsti leiðtogi stjórnarflokksins Afríska þjóðarráðsins í desember.Vísir/AFPVann með MandelaÍ frétt norska ríkisútvarpsins um Ramaphosa kemur fram að forsetinn fyrrverandi, Nelson Mandela, hafi á sínum tíma lýst Ramaphosa sem einum af gáfuðustu leiðtogum „nýju kynslóðarinnar“. Þeir félagar, Mandela og Ramaphosa, voru í hópi þeirra sem unnu að nauðsynlegum kerfisbreytingum þegar aðskilnaðarstefna suður-afrískra stjórnvalda var aflögð eftir að Mandela var látinn laus árið 1990 eftir að hafa setið í fangelsi í 27 ár. Ramaphosa ákvað hins vegar að segja skilið við stjórnmálin árið 1997 eftir að hafa beðið lægri hlut í baráttunni gegn Thabo Mbeki um hver ætti að taka við forsetaembættinu af Mandela. Sneri hann sér þá að viðskiptum og varð einn af ríkustu mönnum álfunnar. Árið 2012 sneri hann aftur í stjórnmálin. Zuma gerði hann að varaforseta landsins árið 2014, sama ár og hann var sjálfur endurkjörinn sem forseti.Ólst upp í Soweto Ramaphosa ólst upp í Soweto sem oft var lýst sem hringiða baráttunnar gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda. Hann stundaði nám í lögfræði og varð fljótlega áberandi í baráttu ANC gegn aðskilnaðarstefnunni. Árið 1974 var hann handtekinn og sat rúmt ár í fangelsi. Á meðan margir af helstu og eldri baráttumönnum ANC, líkt og Mandela, var haldið í fangelsi á Robben-eyju, var Ramaphosa einn af þeim yngri liðsmönnum ANC sem hélt baráttunni gangandi.Cyril Ramaphosa og Nelson Mandela árið 1993.Vísir/AFPÁ níunda áratugnum stofnaði Ramaphosa stéttarfélag námuverkamanna sem varð ein af mikilvægustu stofnunum í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Meðlimir voru um 300 þúsund talsins og skipulagði Ramaphosa einhver fjölmennustu verkföll í sögu landsins. Beiting verkfallsvopnsins var eitt það mikilvægasta í baráttunni fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar.Hefur sætt gagnrýniForsetatíð Zuma hefur að stórum hluta einkennst af spillingarmálum og hefur Ramaphosa sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki, sem varaforseti, sótt að Zuma vegna málanna. Ramaphosa var sömuleiðis gagnrýndur fyrir að hafa gefið óbein fyrirmæli um að skjóta á námuverkamenn í Marikana, skammt frá Jóhannesarborg, árið 2013, en hann var þá yfirmaður námavinnslufyrirtækisins. Alls fórust 47 manns í átökum lögreglu og verkamannanna. Suður-afrískir fjölmiðlar hafa einnig fjallað um ýmis hneykslismál tengd Ramaphosa á síðustu árum. Hann á fjögur börn með sinni annarri eiginkonu, Tshepo Motsepe, en á síðasta ári var hann sakaður um að hafa átt í sambandi við fjölda yngri kvenna. Búist er við að leiðtogastíll Ramaphosa verði um margt varkárari en stíll Zuma, en í valdatíð Zuma hefur mikið gustað um forsetann. Reiknað er með að Ramaphosa muni leggja áherslu á að koma efnahag landsins aftur á skrið. Atvinnuleysi mælist um 30 prósent og er ójöfnuður í landinu einn sá mesti í landinu. Því er ljóst að nýs forseta bíða fjölda verkefna og áskorana.
Suður-Afríka Tengdar fréttir Zuma sagði af sér í skugga vantrausts Jakcob Zuma, forseti Suður-Afríku, sagði af sér í gærkvöld. Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu var yfirvofandi í dag. Líklegt að leiðtogi Afríska þjóðarráðsins taki við af Zuma. 15. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Zuma sagði af sér í skugga vantrausts Jakcob Zuma, forseti Suður-Afríku, sagði af sér í gærkvöld. Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu var yfirvofandi í dag. Líklegt að leiðtogi Afríska þjóðarráðsins taki við af Zuma. 15. febrúar 2018 07:00