Innlent

Þrír öflugir skjálftar við Grímsey

Birgir Olgeirsson skrifar
Mikil skjálftavirkni hefur verið við Grímsey í dag.
Mikil skjálftavirkni hefur verið við Grímsey í dag. Vísir/Pjetur
Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að þrír, nokkuð stórir skjálftar, hafi orðið við Grísey um tuttugu mínútur fyrir átta í kvöld í skjálftahrinunni sem þar er í gangi.

Skjálftarnir þriír mældust allir yfir þremur að stærð, en náttúruvásérfræðingar vinna í því núna að lesa úr gögnum. Sá öflugasti af þessum þremur fannst nokkuð vel í Grímsey þar sem íbúar tilkynntu um hann til Veðurstofunnar. Fleiri en 500 jarðskjálftar hafa orðið á svæðinu frá því á hádegi í dag. Sigríður sagði að ekki væri hægt að segja til um framhaldið, en tók fram að enginn gosórói hafi fylgt skjálftunum, hún sagði að vel sé fylgst með á vakt Veðurstofunnar.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×