Innlent

Ekki útilokað að fleiri og stærri skjálftar fylgi í kjölfarið

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hundruð skjálfta hafa mælst í Grímsey frá áramótum.
Hundruð skjálfta hafa mælst í Grímsey frá áramótum. Vísir/Pjetur
Í kvöld klukkan 19:37 varð skjálfti að stærð 4,1 um 10 kílómetra norðaustur af Grímsey. Um er að ræða stærsta skjálftann í jarðskjálftahrinu sem hófst við Grímsey  fyrir um viku síðan og stendur enn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Í kjölfar skjálftans fylgdu tveir skjálftar að stærð 3, klukkan 19:38 og 19:39. Stuttu fyrr, um klukkan 19:28, hafði orðið skjálfti að stærð 3,2 á sömu slóðum.

Tilkynningar hafa borist um að skjálftarnir hafi fundist í Grímsey. Þá er skjálftahrinan enn í gangi og ekki er hægt að útiloka að fleiri skjálftar, jafnvel stærri, fylgi í kjölfarið. 

Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að enginn gosórói hafi fylgt skjálftunum. Fleiri en 500 skjálftar hafa orðið á svæðinu við Grímsey frá því á hádegi í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×