Kvenfélagskonur komnar með upp í kok af vöruúrvalinu í Vík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2018 08:35 Kvenfélagskonur hafa sent rekstrarstjóra konunnar bréf með von um góð viðbrögð. Vísir/Getty Íbúar í Vík í Mýrdal eru margir hverjir ekki par sáttir við vöruúrvalið í versluninni Kr. í Vík í Mýrdal. Verslunin var opnuð um miðjan ágúst við mikinn fögnuð sveitarstjórans og fleiri bæjarbúa sem sáu fram á góða tíma með meira úrval og lægra verði. „Það hefði nú verið saga til næsta bæjar fyrir nokkrum árum, svona stór verslunarmiðstöð í Vík. En það er ferðaþjónustan sem er að breyta þessu umhverfi okkar,“ sagði sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Ásgeir Magnússon, í samtali við Mbl.is í ágúst þegar verslunin opnaði. „Við erum náttúrulega ekki nema 590 manns hérna og því hefur litla verslunin sem var hér verið ágætlega rúmgóð. En þegar að það koma fimm rútur á bílastæðið gat orðið svolítið þröng. Núna verður þetta allt annað.“ Eins og sjá má tók verslunarstjórinn athugasemdir og ábendingar vel til greina og athugaði hvaða möguleikar væru í stöðunni. Hálfu ári síðar lítur út fyrir að verslunin hafi ekki hitt í mark hjá íbúum eftir allt saman. Í Facebook-hópnum Víkí-Pedía, þar sem íbúar á svæðinu skiptast á skoðunum, ber á mikilli óánægju með vöruskort og lítið úrval í versluninni. Gripu íbúar til þess ráðs að safna saman þeim vörum sem þeir töldu vanta í verslunina með það fyrir augum að benda nýjum verslunarstjóra á. Verslunarstjórinn Elvar Þór Magnússon tók vel í ábendingarnar og virðist, af samskiptum við íbúana á Facebook að dæma, hafa spurst fyrir um hvaða vörur hægt væri að bjóða íbúunum upp á í versluninni. Sumum var hægt að bæta við en öðrum ekki. Verslsunin er rekin af Festi, sem rekur meðal annars allar Krónuverslanir á landinu. Kr. verslunin er í raun minni útgáfa af Krónuverslun. „Fókusinn er á að þjónusta fólkið sem býr í Vík og ferðamennina sem fara í gegnum þessi svæði,“ sagði Jón Björnsson, forstjóri Festi, í samtali við mbl.is í ágúst þegar verslunin var opnuð. Hann sagði að með verslun Kr. væri verið að stórauka úrvalið á ferskvöru, grænmeti, ávöxtum og brauði. „Við erum síðan að selja 2.000 vörutegundir á sama verði og í Krónunni þannig við erum að lækka vöruverð þarna töluvert sem er gott bæði fyrir íbúa og ferðamenn.“ right Fréttavefur Suðurlands fjallaði um óánægju kvenfélagskvenna í vikunni. Fréttavefur Suðurlands greindi frá því í gær að kvenfélagskonur í Vík hefðu fengið sig fullsadda og sent Kristni Skúlasyni, rekstrarstjóra Krónunnar, bréf á þriðjudaginn. Þar lýstu þær óánægju sinni með vöruúrvalið. Mikið skorti á almenna heimilisvöru, ekki hefði verið hægt að versla í jólamatinn enda allt sem héti hátíðarmatur væri ekki í boði. Mikið vanti af dagvöru fyrir venjuleg heimili og allt sé miðað við ferðamenn. Þá fær úrvalið af grænmeti ekki háa einkunn hjá konunum. Virðist steininn hafa tekið úr þegar ekki var hægt að kaupa saltkjöt á sjálfan sprengidaginn. Bréfið má lesa í heild sinni hér að neðan. Ástæða þessa skrifa er staða verslunnarmála hér í Vík. Eins og þú þekkir vel sjálfur þá urðu breytingar á verslun Kaupáss hér í Vík á síðasta ári. Áður höfðum við Kjarval og vorum orðin nokkuð sátt við það sem við höfðum. Vöruverð hafði lækkað og við gátum verslað hér í heimabyggð flest það sem okkur vantaði til daglegs heimilishalds. Það hafði dregið verulega úr því að fók héðan færi í sérstakar verslunarferði til að komast í Bónus eða Krónu verslanir og flestir sáttir. Við hlökkuðum til að fá nýja og enn stærri búð og töldum að þetta væri framfaraspor fyrir okkur íbúa hér, þar sem helstu vandræði okkar voru hversu búðin var lítil og einlega ekki pláss fyrir alla þá sem lögðu leið sýna í verslunina. En svo kom nýja búðin og vonbrigðin eru mikil. Vissulega er búðin stór og „flott“, en hvað er svo þar innandyra? Jú, í versluninni er mikið magn af hverskyns vöru sem þjónar ferðmönnum vel, skyndiréttir alls konar og núðlur í miklu úrvali. Við sem hér búum erum hins vegar ekki eins ánægð og vonir okkar stóðu til. Mikið skortir á almenna heimilisvöru og t.d. gátum við ekki verslað neitt í jólamatin þar nema ef við vildum kjúkling. Allt sem heitir hátíðarmatur t.d. hamborgarhryggur eða einhverjar aðrar steikur, ekki til. Dagvörur t.d. brauðskinka er mjög oft ekki til en við getum vissulega valið af æði mörgum tegundum af innfluttri hráskinku. Ekki beinlínis það sem maður notar dagsdaglega ofan á brauð. Mjólkurkælirinn er líka mjög sérstakur og gengur illa að fá þar vörur sem „venjulegt“ heimili vill. Nú er Þorrin og hefur ekki verið hægt að fá hefðbundinn þorramat nema í mjög litlu mæli og úrvalið eftir því. Það nefnilega gerir lítið fyrir okkar samfélag þó að það komi tvær fötur af súrmat í veslunina. Þá er algerlega ólíðandi að það skuli gerast að nær allt í ávaxta- og grænmetishlutanum sé skemmt og jafnvel leggur stundum myglufýluna yfir þann hluta verslunarinnar. Á facebook síðu okkar hér heimamanna „Víkí-pedia“ er innlegg frá 4. desember 2017 þar sem íbúar hér hafa líst skoðunum sínum á versluninni og þar hafa einnig birst æði oft myndir af tómum hillum í versluninni, eða eins og við segjum þá eru „Rússneskir dagar“. Í dag er sprengidagur þegar flestir Íslendingar borða saltkjöt og baunir, nema hvað við hér í Vík fáum sennilega núðlur og hráskinku í matinn í dag, alla vega ekki saltkjöt, ef við ætluðum að versla í heimabyggð. Því er staða íbúa í Vík núna þannig að aftur er fólk farið að fara í verslunarfeðir til að versla til heimilisins, en munirinn er þó sá að núna fer fólk í Bónus en ekki í Krónuna því að við erum mjög svekkt út í það fyrirtæki og hvernig okkur finnst komið framm við okkur. Með von um einhverjar úrbætur. Vík 13.02. 2018 Félagar í Kvennfélagi Hvammshrepps í Vík í Mýrdal. Mýrdalshreppur Neytendur Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Íbúar í Vík í Mýrdal eru margir hverjir ekki par sáttir við vöruúrvalið í versluninni Kr. í Vík í Mýrdal. Verslunin var opnuð um miðjan ágúst við mikinn fögnuð sveitarstjórans og fleiri bæjarbúa sem sáu fram á góða tíma með meira úrval og lægra verði. „Það hefði nú verið saga til næsta bæjar fyrir nokkrum árum, svona stór verslunarmiðstöð í Vík. En það er ferðaþjónustan sem er að breyta þessu umhverfi okkar,“ sagði sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Ásgeir Magnússon, í samtali við Mbl.is í ágúst þegar verslunin opnaði. „Við erum náttúrulega ekki nema 590 manns hérna og því hefur litla verslunin sem var hér verið ágætlega rúmgóð. En þegar að það koma fimm rútur á bílastæðið gat orðið svolítið þröng. Núna verður þetta allt annað.“ Eins og sjá má tók verslunarstjórinn athugasemdir og ábendingar vel til greina og athugaði hvaða möguleikar væru í stöðunni. Hálfu ári síðar lítur út fyrir að verslunin hafi ekki hitt í mark hjá íbúum eftir allt saman. Í Facebook-hópnum Víkí-Pedía, þar sem íbúar á svæðinu skiptast á skoðunum, ber á mikilli óánægju með vöruskort og lítið úrval í versluninni. Gripu íbúar til þess ráðs að safna saman þeim vörum sem þeir töldu vanta í verslunina með það fyrir augum að benda nýjum verslunarstjóra á. Verslunarstjórinn Elvar Þór Magnússon tók vel í ábendingarnar og virðist, af samskiptum við íbúana á Facebook að dæma, hafa spurst fyrir um hvaða vörur hægt væri að bjóða íbúunum upp á í versluninni. Sumum var hægt að bæta við en öðrum ekki. Verslsunin er rekin af Festi, sem rekur meðal annars allar Krónuverslanir á landinu. Kr. verslunin er í raun minni útgáfa af Krónuverslun. „Fókusinn er á að þjónusta fólkið sem býr í Vík og ferðamennina sem fara í gegnum þessi svæði,“ sagði Jón Björnsson, forstjóri Festi, í samtali við mbl.is í ágúst þegar verslunin var opnuð. Hann sagði að með verslun Kr. væri verið að stórauka úrvalið á ferskvöru, grænmeti, ávöxtum og brauði. „Við erum síðan að selja 2.000 vörutegundir á sama verði og í Krónunni þannig við erum að lækka vöruverð þarna töluvert sem er gott bæði fyrir íbúa og ferðamenn.“ right Fréttavefur Suðurlands fjallaði um óánægju kvenfélagskvenna í vikunni. Fréttavefur Suðurlands greindi frá því í gær að kvenfélagskonur í Vík hefðu fengið sig fullsadda og sent Kristni Skúlasyni, rekstrarstjóra Krónunnar, bréf á þriðjudaginn. Þar lýstu þær óánægju sinni með vöruúrvalið. Mikið skorti á almenna heimilisvöru, ekki hefði verið hægt að versla í jólamatinn enda allt sem héti hátíðarmatur væri ekki í boði. Mikið vanti af dagvöru fyrir venjuleg heimili og allt sé miðað við ferðamenn. Þá fær úrvalið af grænmeti ekki háa einkunn hjá konunum. Virðist steininn hafa tekið úr þegar ekki var hægt að kaupa saltkjöt á sjálfan sprengidaginn. Bréfið má lesa í heild sinni hér að neðan. Ástæða þessa skrifa er staða verslunnarmála hér í Vík. Eins og þú þekkir vel sjálfur þá urðu breytingar á verslun Kaupáss hér í Vík á síðasta ári. Áður höfðum við Kjarval og vorum orðin nokkuð sátt við það sem við höfðum. Vöruverð hafði lækkað og við gátum verslað hér í heimabyggð flest það sem okkur vantaði til daglegs heimilishalds. Það hafði dregið verulega úr því að fók héðan færi í sérstakar verslunarferði til að komast í Bónus eða Krónu verslanir og flestir sáttir. Við hlökkuðum til að fá nýja og enn stærri búð og töldum að þetta væri framfaraspor fyrir okkur íbúa hér, þar sem helstu vandræði okkar voru hversu búðin var lítil og einlega ekki pláss fyrir alla þá sem lögðu leið sýna í verslunina. En svo kom nýja búðin og vonbrigðin eru mikil. Vissulega er búðin stór og „flott“, en hvað er svo þar innandyra? Jú, í versluninni er mikið magn af hverskyns vöru sem þjónar ferðmönnum vel, skyndiréttir alls konar og núðlur í miklu úrvali. Við sem hér búum erum hins vegar ekki eins ánægð og vonir okkar stóðu til. Mikið skortir á almenna heimilisvöru og t.d. gátum við ekki verslað neitt í jólamatin þar nema ef við vildum kjúkling. Allt sem heitir hátíðarmatur t.d. hamborgarhryggur eða einhverjar aðrar steikur, ekki til. Dagvörur t.d. brauðskinka er mjög oft ekki til en við getum vissulega valið af æði mörgum tegundum af innfluttri hráskinku. Ekki beinlínis það sem maður notar dagsdaglega ofan á brauð. Mjólkurkælirinn er líka mjög sérstakur og gengur illa að fá þar vörur sem „venjulegt“ heimili vill. Nú er Þorrin og hefur ekki verið hægt að fá hefðbundinn þorramat nema í mjög litlu mæli og úrvalið eftir því. Það nefnilega gerir lítið fyrir okkar samfélag þó að það komi tvær fötur af súrmat í veslunina. Þá er algerlega ólíðandi að það skuli gerast að nær allt í ávaxta- og grænmetishlutanum sé skemmt og jafnvel leggur stundum myglufýluna yfir þann hluta verslunarinnar. Á facebook síðu okkar hér heimamanna „Víkí-pedia“ er innlegg frá 4. desember 2017 þar sem íbúar hér hafa líst skoðunum sínum á versluninni og þar hafa einnig birst æði oft myndir af tómum hillum í versluninni, eða eins og við segjum þá eru „Rússneskir dagar“. Í dag er sprengidagur þegar flestir Íslendingar borða saltkjöt og baunir, nema hvað við hér í Vík fáum sennilega núðlur og hráskinku í matinn í dag, alla vega ekki saltkjöt, ef við ætluðum að versla í heimabyggð. Því er staða íbúa í Vík núna þannig að aftur er fólk farið að fara í verslunarfeðir til að versla til heimilisins, en munirinn er þó sá að núna fer fólk í Bónus en ekki í Krónuna því að við erum mjög svekkt út í það fyrirtæki og hvernig okkur finnst komið framm við okkur. Með von um einhverjar úrbætur. Vík 13.02. 2018 Félagar í Kvennfélagi Hvammshrepps í Vík í Mýrdal.
Mýrdalshreppur Neytendur Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira