Kaupverð Senu á Iceland Airwaves fæst ekki uppgefið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2018 11:44 Meðal viðburða á Iceland Airwaves í nóvember 2017 voru tónleikar Megasar með fjölda íslenskra listamanna í Þjóðleikhúsinu. Vísir/Kolbeinn Tumi Samningar hafa náðst á milli Senu Live og Icelandair á kaupum Senu á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Mun Sena sjá um rekstur hátíðarinnar héðan í frá en komandi hátíð verður sú tuttugasta í röðinni. Stefnt er að því að opna fyrir umsóknir fyrir tónlistarfólk þann 1. mars. Þá skuldbindur Icelandair sig til að vera áfram helsti styrktaraðili hátíðarinnar og styðja við markaðssetningu hátíðarinnar, innanlands sem utan. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segir við Vísi að kaupverðið verði ekki gefið upp. Hann muni sjálfur gegna hlutverki festival manager í bili, líklega fram yfir fyrstu hátíð. Svo sé stefnan að ráða nýjan framkvæmdastjóra í starfið. Grímur Atlason hefur verið framkvæmdastjóri hátíðarinnar undanfarin ár en lét af störfum á dögunum. Hátíðin hefur verið rekin með tapi undanfarin ár og var smærri í smiðum í nóvember síðastliðnum. Voru engir tónleikar í Hörpu svo dæmi sé nefnt og gestir erlendis frá færri en árin á undan.Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, verður festival manager til að byrja með að minnsta kosti.Vísir/EyþórÍ tilkynningu frá Icelandair segir Ísleifur að hátíðin sé einstök og með djúpar rætur í íslensku tónlistarsenunni. Miklar væntingar séu til samstarfsins. Guðmundur Óskarsson, framkvæmdastjóir Sölu- og markaðssviðs Icelandair, fagnar samningnum. „Okkur hjá Icelandair þykir vænt um hátíðina, hún hefur verið hluti af okkar markaðsstarfi um árabil og það er gott að tryggja framtíð hennar með samkomulagi við öflugan aðila með sérþekkingu á þessu sviði. Við munum áfram vinna af krafti að markaðssetningu hátíðarinnar innanlands sem utan og hlökkum til samstarfsins við Senu Live og skapandi og skemmtilegt tónlistarfólk.“ ÚTÓN, útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, mun áfram koma að ráðgjöf varðandi erlenda fjölmiðla og alþjóðlega fagaðila og sjá um ráðstefnuhluta hátíðarinnar og tengslamyndunarfundi. Þar gefst íslenskum tónlistarmönnum kostur á að bóka fundi með fulltrúum alþjóðlega tónlistargeirans sem sækja hátíðina. Á dagskrá ráðstefnunnar hafa einnig verið pallborðsumræður, fyrirlestrar og fleira efni tengt viðskiptum með tónlist. Airwaves Tengdar fréttir Grímur semur um starfslok Þetta hefur verið magnaður tími og það eru algjör forréttindi að hafa fengið að starfa við það sem ég elska mest í lífinu fyrir utan fjölskylduna: tónlist, segir Grímur 9. febrúar 2018 17:35 Icelandair í viðræðum við Senu Live um að taka yfir Iceland Airwaves Rekstur hátíðarinnar hefur verið þungur undanfarin ár. 9. febrúar 2018 16:18 Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira
Samningar hafa náðst á milli Senu Live og Icelandair á kaupum Senu á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Mun Sena sjá um rekstur hátíðarinnar héðan í frá en komandi hátíð verður sú tuttugasta í röðinni. Stefnt er að því að opna fyrir umsóknir fyrir tónlistarfólk þann 1. mars. Þá skuldbindur Icelandair sig til að vera áfram helsti styrktaraðili hátíðarinnar og styðja við markaðssetningu hátíðarinnar, innanlands sem utan. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segir við Vísi að kaupverðið verði ekki gefið upp. Hann muni sjálfur gegna hlutverki festival manager í bili, líklega fram yfir fyrstu hátíð. Svo sé stefnan að ráða nýjan framkvæmdastjóra í starfið. Grímur Atlason hefur verið framkvæmdastjóri hátíðarinnar undanfarin ár en lét af störfum á dögunum. Hátíðin hefur verið rekin með tapi undanfarin ár og var smærri í smiðum í nóvember síðastliðnum. Voru engir tónleikar í Hörpu svo dæmi sé nefnt og gestir erlendis frá færri en árin á undan.Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, verður festival manager til að byrja með að minnsta kosti.Vísir/EyþórÍ tilkynningu frá Icelandair segir Ísleifur að hátíðin sé einstök og með djúpar rætur í íslensku tónlistarsenunni. Miklar væntingar séu til samstarfsins. Guðmundur Óskarsson, framkvæmdastjóir Sölu- og markaðssviðs Icelandair, fagnar samningnum. „Okkur hjá Icelandair þykir vænt um hátíðina, hún hefur verið hluti af okkar markaðsstarfi um árabil og það er gott að tryggja framtíð hennar með samkomulagi við öflugan aðila með sérþekkingu á þessu sviði. Við munum áfram vinna af krafti að markaðssetningu hátíðarinnar innanlands sem utan og hlökkum til samstarfsins við Senu Live og skapandi og skemmtilegt tónlistarfólk.“ ÚTÓN, útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, mun áfram koma að ráðgjöf varðandi erlenda fjölmiðla og alþjóðlega fagaðila og sjá um ráðstefnuhluta hátíðarinnar og tengslamyndunarfundi. Þar gefst íslenskum tónlistarmönnum kostur á að bóka fundi með fulltrúum alþjóðlega tónlistargeirans sem sækja hátíðina. Á dagskrá ráðstefnunnar hafa einnig verið pallborðsumræður, fyrirlestrar og fleira efni tengt viðskiptum með tónlist.
Airwaves Tengdar fréttir Grímur semur um starfslok Þetta hefur verið magnaður tími og það eru algjör forréttindi að hafa fengið að starfa við það sem ég elska mest í lífinu fyrir utan fjölskylduna: tónlist, segir Grímur 9. febrúar 2018 17:35 Icelandair í viðræðum við Senu Live um að taka yfir Iceland Airwaves Rekstur hátíðarinnar hefur verið þungur undanfarin ár. 9. febrúar 2018 16:18 Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira
Grímur semur um starfslok Þetta hefur verið magnaður tími og það eru algjör forréttindi að hafa fengið að starfa við það sem ég elska mest í lífinu fyrir utan fjölskylduna: tónlist, segir Grímur 9. febrúar 2018 17:35
Icelandair í viðræðum við Senu Live um að taka yfir Iceland Airwaves Rekstur hátíðarinnar hefur verið þungur undanfarin ár. 9. febrúar 2018 16:18
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent