Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 16. febrúar 2018 21:45 Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Vísir/Stefán Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. Brynhildur var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Starfsemi smálánafyrirtækja er hvorki skráningar- né starfsleyfisskyld og því er erfitt að hafa eftirlit og stjórn á starfseminni. Brynhildur segir að Neytendasamtökin hafi sent erindi á ráðherra málaflokksins í síðustu viku. „Við sendum erindi á ráðherra málaflokksins í síðustu viku og við sendum líka erindi á ráðuneytið árið 2009 þar sem við fórum fram á að það yrði gripið til einhverra aðgerða,“ segir hún. „Síðan voru sett lög árið 2013 sem áttu að koma í veg fyrir það að svona lánafyrirtæki geti rukkað hvað sem er.“ Í kjölfarið voru sett lög um hversu mikið smálánafyrirtæki geti rukkað. Brynhildur segir þó að fyrirtækin komist ítrekað upp með að brjóta lögin og innheimti hærri kostnað en leyfilegt er án mikilla afleiðinga. „Vextirnir eru háir en til þess að geta tekið lán þá þarf að borga flýtigjald og í dag setja þau skilyrði um að þú kaupir rafbók. Þegar þessi kostnaður er tekinn saman er hann yfir leyfilegum mörkum,“ segir hún. Á heimasíðum smálánafyrirtækja er enn boðið upp á smálán með þeim skilyrðum að kaupa rafbók. Árið 2016 tók Neytendastofa hins vegar ákvörðun um að slíkt væri ólöglegt þar sem rafbókakaupin þóttu greinilegur staðgengill lánakostnaðar - sem var dæmdur allt of hár. Eina úrræði Neytendastofu er að beita sektum. „Netendastofa hefur verið að úrskurða í þessum málum og hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi fyrirtæki eru með of háan kostnað og að það sé verið að brjóta lög,“ segir hún. „Mál fór fyrir héraðsdóm í fyrra þar sem komist var að sömu niðurstöðu. Þegar Neytendastofa kemst að þeirri niðurstöðu að verið er að brjóta lög þá fer fyrirtækið fyrir dómstóla en á meðan niðurstaða liggur ekki fyrir geta þeir haldið áfram þessari háttsemi,“ segir hún.Í flestum tilfellum ungmenni sem nýta sér þjónustu smálánafyrirtækjaHlutfall ungs fólks sem leitar sér aðstoðar hjá Umboðsmanni skuldara fer hækkandi og eru smálán sívaxandi hlutfall af heildarkröfum þeirra. Þá eru smálán orðin algengari en fasteignalán. Foreldrar þurfa oft að grípa inn í að sögn Brynhildar. „Þetta eru ungmenni í flestum tilfellum. Umboðsmaður skuldara sendi frá sér yfirlýsingu um að það sé orðið mjög algengt að það sé leitað til umboðsmanns skuldara með þessi lán á bakinu en að sem gerist er að viðkomandi lendir á vanskilaskrálista og í þeim málum sjáum við foreldrana grípa inn í og greiða upp lán fyrir börnin sín“, segir hún. „Ég velti fyrir mér af hverju fólk er ekki frekar að nota yfirdráttarlán ef það er í vanda. Þar eru háir vextir en samt langt í frá að vera eins og smálán sem hljóta að vera verstu lán sem þú getur tekið. Eitthvað sem fólk ætti að forðast í lengstu lög.“„Það er verið að hafa okkur að fíflum“Brynhildur segir að úrræðaleysið sé talsvert hjá stjórnvöldum. „Þessi fyrirtæki eru ítrekað að brjóta lög. Löggjafinn er búinn að segja að við heimilum ekki okurvexti en úrræðin virðast duga skammt og það er það sem við höfum áhyggjur af,“ segir hún. „Þeir eru búnir að tapa einu dómsmáli. Segjum að þeir tapi næsta. Þá breyta þeir bara eitthvað aðeins skilmálunum og byrja svo aftur sama rúntinn,“ segir hún. „Við gerum þá kröfu að nú verði gripið inn í. Það er verið að hafa okkur að fíflum.“ Neytendur Smálán Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. Brynhildur var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Starfsemi smálánafyrirtækja er hvorki skráningar- né starfsleyfisskyld og því er erfitt að hafa eftirlit og stjórn á starfseminni. Brynhildur segir að Neytendasamtökin hafi sent erindi á ráðherra málaflokksins í síðustu viku. „Við sendum erindi á ráðherra málaflokksins í síðustu viku og við sendum líka erindi á ráðuneytið árið 2009 þar sem við fórum fram á að það yrði gripið til einhverra aðgerða,“ segir hún. „Síðan voru sett lög árið 2013 sem áttu að koma í veg fyrir það að svona lánafyrirtæki geti rukkað hvað sem er.“ Í kjölfarið voru sett lög um hversu mikið smálánafyrirtæki geti rukkað. Brynhildur segir þó að fyrirtækin komist ítrekað upp með að brjóta lögin og innheimti hærri kostnað en leyfilegt er án mikilla afleiðinga. „Vextirnir eru háir en til þess að geta tekið lán þá þarf að borga flýtigjald og í dag setja þau skilyrði um að þú kaupir rafbók. Þegar þessi kostnaður er tekinn saman er hann yfir leyfilegum mörkum,“ segir hún. Á heimasíðum smálánafyrirtækja er enn boðið upp á smálán með þeim skilyrðum að kaupa rafbók. Árið 2016 tók Neytendastofa hins vegar ákvörðun um að slíkt væri ólöglegt þar sem rafbókakaupin þóttu greinilegur staðgengill lánakostnaðar - sem var dæmdur allt of hár. Eina úrræði Neytendastofu er að beita sektum. „Netendastofa hefur verið að úrskurða í þessum málum og hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi fyrirtæki eru með of háan kostnað og að það sé verið að brjóta lög,“ segir hún. „Mál fór fyrir héraðsdóm í fyrra þar sem komist var að sömu niðurstöðu. Þegar Neytendastofa kemst að þeirri niðurstöðu að verið er að brjóta lög þá fer fyrirtækið fyrir dómstóla en á meðan niðurstaða liggur ekki fyrir geta þeir haldið áfram þessari háttsemi,“ segir hún.Í flestum tilfellum ungmenni sem nýta sér þjónustu smálánafyrirtækjaHlutfall ungs fólks sem leitar sér aðstoðar hjá Umboðsmanni skuldara fer hækkandi og eru smálán sívaxandi hlutfall af heildarkröfum þeirra. Þá eru smálán orðin algengari en fasteignalán. Foreldrar þurfa oft að grípa inn í að sögn Brynhildar. „Þetta eru ungmenni í flestum tilfellum. Umboðsmaður skuldara sendi frá sér yfirlýsingu um að það sé orðið mjög algengt að það sé leitað til umboðsmanns skuldara með þessi lán á bakinu en að sem gerist er að viðkomandi lendir á vanskilaskrálista og í þeim málum sjáum við foreldrana grípa inn í og greiða upp lán fyrir börnin sín“, segir hún. „Ég velti fyrir mér af hverju fólk er ekki frekar að nota yfirdráttarlán ef það er í vanda. Þar eru háir vextir en samt langt í frá að vera eins og smálán sem hljóta að vera verstu lán sem þú getur tekið. Eitthvað sem fólk ætti að forðast í lengstu lög.“„Það er verið að hafa okkur að fíflum“Brynhildur segir að úrræðaleysið sé talsvert hjá stjórnvöldum. „Þessi fyrirtæki eru ítrekað að brjóta lög. Löggjafinn er búinn að segja að við heimilum ekki okurvexti en úrræðin virðast duga skammt og það er það sem við höfum áhyggjur af,“ segir hún. „Þeir eru búnir að tapa einu dómsmáli. Segjum að þeir tapi næsta. Þá breyta þeir bara eitthvað aðeins skilmálunum og byrja svo aftur sama rúntinn,“ segir hún. „Við gerum þá kröfu að nú verði gripið inn í. Það er verið að hafa okkur að fíflum.“
Neytendur Smálán Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira