Erlent

Tveir fórust í þyrluslysi í kjölfar ógnvænlegs jarðskjálfta í Mexíkó

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Öflugur jarðskjálfti reið yfir Mexíkó í nótt.
Öflugur jarðskjálfti reið yfir Mexíkó í nótt. Vísir/AFP
Jarðskjálfti upp á 7,2 stig á Richter reið yfir Oaxaca-ríki í suðvesturhluta Mexíkó í nótt. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjón hafi orðið í skjálftanum og ekki hafa enn nein dauðsföll verið rakin beint til skjálftans. Tveir menn á jörðu niðri létust þó þegar þyrla nauðlenti í kjölfar jarðskálftans.

Reuters segja frá því að þyrla sem innihélt bæði innanríkisráðherra Mexíkó, Alfonso Navarette, og ríkisstjóra Oaxaca-ríkis, Alejandro Murat, hafi verið á sveimi yfir skjálftasvæðinu þegar slysið varð. Þyrluflugstjórinn hafi verið að reyna lendingu eftir að hann missti stjórn á þyrlunni um 35 km frá upptökum skjálftans. Hinir látnu voru staddir á jörðu niðri. Innanríkisráðherrann og ríkisstjórann sakar ekki.

Jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir miðnætti að íslenskum tíma í gærkvöldi.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandsupptöku af áhrifum skjálftans innanhúss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×