Oddný um smálánafyrirtæki: "Þetta er náttúrulega bara glæpastarfsemi“ Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 17. febrúar 2018 17:14 Oddný Harðardóttir sat fyrir svörum í Víglínunni í dag. Vísir/Anton Ungt fólk í dag leitar meira til umboðsmanns skuldara vegna smálána en húsnæðislána. Oddný G. Harðardóttir vakti nýverið athygli á málinu og sat fyrir svörum ásamt Lilju Alfreðsdóttur í Víglínunni í dag. Þær eru sammála um að brýnt sé að koma lagaramma á slíka starfsemi sem fyrst og ná utan um hana, fyrirtækin sem stundi slíkt séu flink í að komast undan tilmælum sem þeim ber að fylgja. „Þetta er náttúrulega bara glæpastarfsemi, leyfi ég mér að segja,“ segir Oddný. „Þessi fyrirtæki koma inn á markaðinn eftir hrun, nýta sér bága stöðu fólks, bæði ungs fólks, öryrkja, einstæðra foreldra og fólks sem stendur veikt fyrir. Nýtir sér þessa stöðu. Til að byrja með voru þetta 700% ársvextir.“ Til að byrja með reyndi Árni Páll Árnason, þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, að koma frumvarpi til að setja slíkri starfsemi skorður í gegn en það náði ekki fram að ganga. Árið 2013 voru svo settar skorður við vextina. Heildarkostnaðurinn má þá ekki fara yfir rúmlega 50% á ári. „Vandinn er að þessi fyrirtæki fara ekki eftir þessu, Hafa fengið á sig dóm, dagsektir,“ segir Oddný. „Neytendastofa hefur nýtt allar sínar bjargir.“ „Þessi fyrirtæki eru ekki leyfisskyld, eru ekki undir eftirliti fjármálaeftirlitsins. Það er komið að því núna að setja upp lagasetningu sem ver neytendur fyrir svona árásum. Því að markaðssetningin hjá þeim er mjög ágeng,“ heldur hún áfram. Eygló hefur svipaða sögu að segja þó að hún hiki við að flokka þetta sem glæpastarfsemi. Ávinningur af slíkri starfsemi hljóti að vera mikill fyrst að fyrirtækin haldi áfram að komast undan þeim ramma sem þeim er settur. Hún telur vilja flestra á þingi vera að ná betur utan um slíka starfsemi með lagasetningu. Oddný segir svo að slík starfsemi sé „glæpastarfsemi vegna þess að þeir eru að brjóta lög.“ Smálán Stj.mál Víglínan Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Ungt fólk í dag leitar meira til umboðsmanns skuldara vegna smálána en húsnæðislána. Oddný G. Harðardóttir vakti nýverið athygli á málinu og sat fyrir svörum ásamt Lilju Alfreðsdóttur í Víglínunni í dag. Þær eru sammála um að brýnt sé að koma lagaramma á slíka starfsemi sem fyrst og ná utan um hana, fyrirtækin sem stundi slíkt séu flink í að komast undan tilmælum sem þeim ber að fylgja. „Þetta er náttúrulega bara glæpastarfsemi, leyfi ég mér að segja,“ segir Oddný. „Þessi fyrirtæki koma inn á markaðinn eftir hrun, nýta sér bága stöðu fólks, bæði ungs fólks, öryrkja, einstæðra foreldra og fólks sem stendur veikt fyrir. Nýtir sér þessa stöðu. Til að byrja með voru þetta 700% ársvextir.“ Til að byrja með reyndi Árni Páll Árnason, þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, að koma frumvarpi til að setja slíkri starfsemi skorður í gegn en það náði ekki fram að ganga. Árið 2013 voru svo settar skorður við vextina. Heildarkostnaðurinn má þá ekki fara yfir rúmlega 50% á ári. „Vandinn er að þessi fyrirtæki fara ekki eftir þessu, Hafa fengið á sig dóm, dagsektir,“ segir Oddný. „Neytendastofa hefur nýtt allar sínar bjargir.“ „Þessi fyrirtæki eru ekki leyfisskyld, eru ekki undir eftirliti fjármálaeftirlitsins. Það er komið að því núna að setja upp lagasetningu sem ver neytendur fyrir svona árásum. Því að markaðssetningin hjá þeim er mjög ágeng,“ heldur hún áfram. Eygló hefur svipaða sögu að segja þó að hún hiki við að flokka þetta sem glæpastarfsemi. Ávinningur af slíkri starfsemi hljóti að vera mikill fyrst að fyrirtækin haldi áfram að komast undan þeim ramma sem þeim er settur. Hún telur vilja flestra á þingi vera að ná betur utan um slíka starfsemi með lagasetningu. Oddný segir svo að slík starfsemi sé „glæpastarfsemi vegna þess að þeir eru að brjóta lög.“
Smálán Stj.mál Víglínan Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira