Finnur Freyr: Mér sárnaði umræðan svakalega Smári Jökull Jónsson skrifar 18. febrúar 2018 21:41 Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR er ósáttur við vinnubrögð KKÍ. Vísir/Anton „Mér sárnaði umræðan svakalega og þetta er búið að liggja þungt á mér. Ég er maður sem tel mig vera heiðarlegan í mínu starfi og hef unnið mikið og gott starf, að mínu mati, fyrir KKÍ og að það sé verið að ýja að því að ég sé að nýta mér einhverja hluti á kostnað landsliðsins til að hjálpa KR er eitthvað sem ég vísa til föðurhúsanna,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR í viðtali við Vísi eftir tapleikinn gegn Haukum í kvöld þegar hann var spurður út í umræðuna í Dominos-körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið um val á æfingahópi landsliðsins. Umræðan í þættinum á föstudag snerist meðal annars um það að fimm leikmenn Hauka þyrftu að mæta á æfingar með landsliðinu um helgina þegar stórleikur við KR væri framundan á meðan enginn leikmaður KR væri í sömu stöðu. Finnur Freyr er einmitt aðstoðarþjálfari landsliðsins. „Mér finnst það ábyrgðarleysi af fjölmiðlamönnum að tala svona um hlutina án þess að hafa neitt fyrir sér. Staðreyndin er sú að það er mótanefnd KKÍ og mótastjóri sem bera ábyrgð á þessu dæmi. Þessir leikir hjá kvennalandsliðinu (sem Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka þjálfar, innskot blaðamanns) eru búnir að vera á dagskrá síðan síðasta sumar. Þessi leikur er færður þann 6.febrúar þegar ótrúleg atburðaráð fer af stað,“ bætti Finnur Freyr við. Ívar gerði samkomulag við KKÍFinnur ásamt Craig Pedersen landsliðsþjálfaravísir/antonFinnur heldur ræðu sinni áfram og gagnrýnir mótanefnd KKÍ harkalega. „Leik Hauka og Hattar er frestað sunnudaginn 4.febrúar og af því að þeim leik er frestað frá sunnudegi yfir á fimmtudag þá er okkar leik, KR-Haukar, frestað frá 12. til 18.febrúar. Þegar maður hugsar þetta eru engin sjáanleg rök um hvernig þessir leikir tengjast. Svörin sem við fengum frá mótastjóra KKÍ var að Ívar Ásgrímsson hefði gert samkomulag við KKÍ um að hann myndi bara missa af einum leik útaf verkefni hjá kvennalandsliðinu.“ „Landsliðshelgin var ákveðin í nóvember og KKÍ vissi af því. KKÍ sjálft ákveður að færa þennan leik yfir á landsliðshelgi. Það er talað um af hverju hópurinn sé svona stór en hópurinn var stækkaður því leikmenn Hauka eru að spila leikinn í kvöld. Hópurinn er valinn fyrir nokkrum vikum áður en Matthías (Orri Sigurðarson) og Sigtryggur (Arnar Björnsson) meiðast," bætir Finnur við og er mikið niðri fyrir. Hann kemur síðan aftur að umræðunni í Dominos-körfuboltakvöldi og viðurkennir að hún hafi legið þungt á sér. „Þessi umræða er algjört bíó og mér sárnaði mjög mikið að menn skuli tala svona frjálslega og ýja að því að eitthvað óheiðarlegt sé í gangi í staðinn fyrir að taka upp símtólið, senda mér skilaboð eða heyra í KKÍ. Þetta er búið að liggja þungt á mér og sömuleiðis að menn skuli ekki stíga fram og leiðrétta þennan misskilning.“ KKÍ gerir landsliðinu erfitt fyrirÍvar Ásgrímsson þjálfari Haukavísir/anton„Að forsvarsmenn KKÍ skuli ekki sýna sóma sinn að taka ábyrgð á þessu fíaskói sem hefur verið í kringum þennan leik. Ég er án leikmanns hjá mér, við erum að setja Jón Arnór, Pavel og Kristófer, sem hafa verið lykilmenn í landsliðinu, í þá stöðu að spila á sunnudegi og föstudegi og svo eru leikir hjá landsliðinu á föstudegi og sunnudegi og svo aftur á föstudegi og sunnudegi í deild. Þetta hraðmótakerfi mótastjóra KKÍ er skrýtið og ég held að KKÍ sé að gera sjálfu sér og landsliðinu erfitt fyrir með þessum farsa sem er búinn að vera í gangi undanfarnar vikur.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 91-89 | Haukar einir á toppnum eftir sigur á KR Haukar sitja einir á toppi Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir tveggja stiga sigur á KR í kvöld. Haukar leiddu með 18 stigum fyrir síðasta leikhlutann en KR átti góða endurkomu en náðu aldrei að jafna. 18. febrúar 2018 22:45 Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02 Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg" Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. 17. febrúar 2018 13:15 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira
„Mér sárnaði umræðan svakalega og þetta er búið að liggja þungt á mér. Ég er maður sem tel mig vera heiðarlegan í mínu starfi og hef unnið mikið og gott starf, að mínu mati, fyrir KKÍ og að það sé verið að ýja að því að ég sé að nýta mér einhverja hluti á kostnað landsliðsins til að hjálpa KR er eitthvað sem ég vísa til föðurhúsanna,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR í viðtali við Vísi eftir tapleikinn gegn Haukum í kvöld þegar hann var spurður út í umræðuna í Dominos-körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið um val á æfingahópi landsliðsins. Umræðan í þættinum á föstudag snerist meðal annars um það að fimm leikmenn Hauka þyrftu að mæta á æfingar með landsliðinu um helgina þegar stórleikur við KR væri framundan á meðan enginn leikmaður KR væri í sömu stöðu. Finnur Freyr er einmitt aðstoðarþjálfari landsliðsins. „Mér finnst það ábyrgðarleysi af fjölmiðlamönnum að tala svona um hlutina án þess að hafa neitt fyrir sér. Staðreyndin er sú að það er mótanefnd KKÍ og mótastjóri sem bera ábyrgð á þessu dæmi. Þessir leikir hjá kvennalandsliðinu (sem Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka þjálfar, innskot blaðamanns) eru búnir að vera á dagskrá síðan síðasta sumar. Þessi leikur er færður þann 6.febrúar þegar ótrúleg atburðaráð fer af stað,“ bætti Finnur Freyr við. Ívar gerði samkomulag við KKÍFinnur ásamt Craig Pedersen landsliðsþjálfaravísir/antonFinnur heldur ræðu sinni áfram og gagnrýnir mótanefnd KKÍ harkalega. „Leik Hauka og Hattar er frestað sunnudaginn 4.febrúar og af því að þeim leik er frestað frá sunnudegi yfir á fimmtudag þá er okkar leik, KR-Haukar, frestað frá 12. til 18.febrúar. Þegar maður hugsar þetta eru engin sjáanleg rök um hvernig þessir leikir tengjast. Svörin sem við fengum frá mótastjóra KKÍ var að Ívar Ásgrímsson hefði gert samkomulag við KKÍ um að hann myndi bara missa af einum leik útaf verkefni hjá kvennalandsliðinu.“ „Landsliðshelgin var ákveðin í nóvember og KKÍ vissi af því. KKÍ sjálft ákveður að færa þennan leik yfir á landsliðshelgi. Það er talað um af hverju hópurinn sé svona stór en hópurinn var stækkaður því leikmenn Hauka eru að spila leikinn í kvöld. Hópurinn er valinn fyrir nokkrum vikum áður en Matthías (Orri Sigurðarson) og Sigtryggur (Arnar Björnsson) meiðast," bætir Finnur við og er mikið niðri fyrir. Hann kemur síðan aftur að umræðunni í Dominos-körfuboltakvöldi og viðurkennir að hún hafi legið þungt á sér. „Þessi umræða er algjört bíó og mér sárnaði mjög mikið að menn skuli tala svona frjálslega og ýja að því að eitthvað óheiðarlegt sé í gangi í staðinn fyrir að taka upp símtólið, senda mér skilaboð eða heyra í KKÍ. Þetta er búið að liggja þungt á mér og sömuleiðis að menn skuli ekki stíga fram og leiðrétta þennan misskilning.“ KKÍ gerir landsliðinu erfitt fyrirÍvar Ásgrímsson þjálfari Haukavísir/anton„Að forsvarsmenn KKÍ skuli ekki sýna sóma sinn að taka ábyrgð á þessu fíaskói sem hefur verið í kringum þennan leik. Ég er án leikmanns hjá mér, við erum að setja Jón Arnór, Pavel og Kristófer, sem hafa verið lykilmenn í landsliðinu, í þá stöðu að spila á sunnudegi og föstudegi og svo eru leikir hjá landsliðinu á föstudegi og sunnudegi og svo aftur á föstudegi og sunnudegi í deild. Þetta hraðmótakerfi mótastjóra KKÍ er skrýtið og ég held að KKÍ sé að gera sjálfu sér og landsliðinu erfitt fyrir með þessum farsa sem er búinn að vera í gangi undanfarnar vikur.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 91-89 | Haukar einir á toppnum eftir sigur á KR Haukar sitja einir á toppi Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir tveggja stiga sigur á KR í kvöld. Haukar leiddu með 18 stigum fyrir síðasta leikhlutann en KR átti góða endurkomu en náðu aldrei að jafna. 18. febrúar 2018 22:45 Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02 Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg" Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. 17. febrúar 2018 13:15 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 91-89 | Haukar einir á toppnum eftir sigur á KR Haukar sitja einir á toppi Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir tveggja stiga sigur á KR í kvöld. Haukar leiddu með 18 stigum fyrir síðasta leikhlutann en KR átti góða endurkomu en náðu aldrei að jafna. 18. febrúar 2018 22:45
Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02
Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg" Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. 17. febrúar 2018 13:15