Telja ólíklegt að kjarasamningum verði sagt upp Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. febrúar 2018 08:53 Mikill hugur er í verkalýðshreyfingunni nú þegar hver kjarasamningurinn á fætur öðrum rennur út. VÍSIR/VILHELM Hagfræðideild Landsbankans telur ólíklegt að kjarasamningum á almenna markaðnum verði sagt upp nú í lok mánaðar. Hugsanlegt sé þó að mati hagfræðideildarinnar að endurskoðun og viðræður aðila, til dæmis viðræður ASÍ við stjórnvöld, skili einhverjum viðbótum við gildandi samninga eða breytingum á sköttum og/eða bótum. „Það verður því að teljast hæpið að samningsaðilar vilji raska þeim stöðugleika sem ríkt hefur á síðustu árum,“ segir meðal annars í nýrri Hagsjá Landsbankans sem gefin var út í dag. Þar er sjónum beint að kjarasamningum á almenna markaðanum en nú styttist í að ákvarðanir verði teknar um uppsögn eða framlengingu þeirra. Ákvörðun um uppsögn þarf að hafa komið fram fyrir klukkan 16.00 þann 28. febrúar næstkomandi. Í Hagsjánni er farið yfir kjaraviðræður síðustu missera sem og ákvarðanir Kjararáðs sem hleypt hafa illu blóði í verkalýðshreyfinguna. Það er mat hagfræðideildarinnar að fátt bendi til þess að þeir samningar sem gerðir hafa verið frá lokum febrúar í fyrra hafi haft verulega truflandi áhrif á vinnumarkaðinn. „Þá standa eftir úrskurðir Kjararáðs og þeir samningar sem voru gerðir áður en síðasta ákvörðun var tekin. Kröfum ASÍ og SA um að ákvörðunum Kjararáðs yrði breytt var einungis svarað af óverulegu leyti og samkvæmt niðurstöðu starfshóps um Kjararáð sem skilaði skýrslu í lok síðustu viku verður það ekki gert. Bæði ASÍ og SA hafa lýst ánægju með þær breytingar sem lagðar eru til á fyrirkomulagi við launaákvarðanir hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og æðstu embættismönnum. Það viðhorf ætti að auka líkur á að samningum verði ekki sagt upp.“Hagsjána má lesa í heild með því að smella hér. Kjaramál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans telur ólíklegt að kjarasamningum á almenna markaðnum verði sagt upp nú í lok mánaðar. Hugsanlegt sé þó að mati hagfræðideildarinnar að endurskoðun og viðræður aðila, til dæmis viðræður ASÍ við stjórnvöld, skili einhverjum viðbótum við gildandi samninga eða breytingum á sköttum og/eða bótum. „Það verður því að teljast hæpið að samningsaðilar vilji raska þeim stöðugleika sem ríkt hefur á síðustu árum,“ segir meðal annars í nýrri Hagsjá Landsbankans sem gefin var út í dag. Þar er sjónum beint að kjarasamningum á almenna markaðanum en nú styttist í að ákvarðanir verði teknar um uppsögn eða framlengingu þeirra. Ákvörðun um uppsögn þarf að hafa komið fram fyrir klukkan 16.00 þann 28. febrúar næstkomandi. Í Hagsjánni er farið yfir kjaraviðræður síðustu missera sem og ákvarðanir Kjararáðs sem hleypt hafa illu blóði í verkalýðshreyfinguna. Það er mat hagfræðideildarinnar að fátt bendi til þess að þeir samningar sem gerðir hafa verið frá lokum febrúar í fyrra hafi haft verulega truflandi áhrif á vinnumarkaðinn. „Þá standa eftir úrskurðir Kjararáðs og þeir samningar sem voru gerðir áður en síðasta ákvörðun var tekin. Kröfum ASÍ og SA um að ákvörðunum Kjararáðs yrði breytt var einungis svarað af óverulegu leyti og samkvæmt niðurstöðu starfshóps um Kjararáð sem skilaði skýrslu í lok síðustu viku verður það ekki gert. Bæði ASÍ og SA hafa lýst ánægju með þær breytingar sem lagðar eru til á fyrirkomulagi við launaákvarðanir hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og æðstu embættismönnum. Það viðhorf ætti að auka líkur á að samningum verði ekki sagt upp.“Hagsjána má lesa í heild með því að smella hér.
Kjaramál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira