Telja ólíklegt að kjarasamningum verði sagt upp Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. febrúar 2018 08:53 Mikill hugur er í verkalýðshreyfingunni nú þegar hver kjarasamningurinn á fætur öðrum rennur út. VÍSIR/VILHELM Hagfræðideild Landsbankans telur ólíklegt að kjarasamningum á almenna markaðnum verði sagt upp nú í lok mánaðar. Hugsanlegt sé þó að mati hagfræðideildarinnar að endurskoðun og viðræður aðila, til dæmis viðræður ASÍ við stjórnvöld, skili einhverjum viðbótum við gildandi samninga eða breytingum á sköttum og/eða bótum. „Það verður því að teljast hæpið að samningsaðilar vilji raska þeim stöðugleika sem ríkt hefur á síðustu árum,“ segir meðal annars í nýrri Hagsjá Landsbankans sem gefin var út í dag. Þar er sjónum beint að kjarasamningum á almenna markaðanum en nú styttist í að ákvarðanir verði teknar um uppsögn eða framlengingu þeirra. Ákvörðun um uppsögn þarf að hafa komið fram fyrir klukkan 16.00 þann 28. febrúar næstkomandi. Í Hagsjánni er farið yfir kjaraviðræður síðustu missera sem og ákvarðanir Kjararáðs sem hleypt hafa illu blóði í verkalýðshreyfinguna. Það er mat hagfræðideildarinnar að fátt bendi til þess að þeir samningar sem gerðir hafa verið frá lokum febrúar í fyrra hafi haft verulega truflandi áhrif á vinnumarkaðinn. „Þá standa eftir úrskurðir Kjararáðs og þeir samningar sem voru gerðir áður en síðasta ákvörðun var tekin. Kröfum ASÍ og SA um að ákvörðunum Kjararáðs yrði breytt var einungis svarað af óverulegu leyti og samkvæmt niðurstöðu starfshóps um Kjararáð sem skilaði skýrslu í lok síðustu viku verður það ekki gert. Bæði ASÍ og SA hafa lýst ánægju með þær breytingar sem lagðar eru til á fyrirkomulagi við launaákvarðanir hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og æðstu embættismönnum. Það viðhorf ætti að auka líkur á að samningum verði ekki sagt upp.“Hagsjána má lesa í heild með því að smella hér. Kjaramál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta flugslys Suður-Kóreu, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans telur ólíklegt að kjarasamningum á almenna markaðnum verði sagt upp nú í lok mánaðar. Hugsanlegt sé þó að mati hagfræðideildarinnar að endurskoðun og viðræður aðila, til dæmis viðræður ASÍ við stjórnvöld, skili einhverjum viðbótum við gildandi samninga eða breytingum á sköttum og/eða bótum. „Það verður því að teljast hæpið að samningsaðilar vilji raska þeim stöðugleika sem ríkt hefur á síðustu árum,“ segir meðal annars í nýrri Hagsjá Landsbankans sem gefin var út í dag. Þar er sjónum beint að kjarasamningum á almenna markaðanum en nú styttist í að ákvarðanir verði teknar um uppsögn eða framlengingu þeirra. Ákvörðun um uppsögn þarf að hafa komið fram fyrir klukkan 16.00 þann 28. febrúar næstkomandi. Í Hagsjánni er farið yfir kjaraviðræður síðustu missera sem og ákvarðanir Kjararáðs sem hleypt hafa illu blóði í verkalýðshreyfinguna. Það er mat hagfræðideildarinnar að fátt bendi til þess að þeir samningar sem gerðir hafa verið frá lokum febrúar í fyrra hafi haft verulega truflandi áhrif á vinnumarkaðinn. „Þá standa eftir úrskurðir Kjararáðs og þeir samningar sem voru gerðir áður en síðasta ákvörðun var tekin. Kröfum ASÍ og SA um að ákvörðunum Kjararáðs yrði breytt var einungis svarað af óverulegu leyti og samkvæmt niðurstöðu starfshóps um Kjararáð sem skilaði skýrslu í lok síðustu viku verður það ekki gert. Bæði ASÍ og SA hafa lýst ánægju með þær breytingar sem lagðar eru til á fyrirkomulagi við launaákvarðanir hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og æðstu embættismönnum. Það viðhorf ætti að auka líkur á að samningum verði ekki sagt upp.“Hagsjána má lesa í heild með því að smella hér.
Kjaramál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta flugslys Suður-Kóreu, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira