Ölvuðum áhorfendum verður ekki hleypt inn á leikina á HM í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2018 11:30 Stuðningsfólk íslenska landsliðsins. Vísir/EPA Sendiráð Íslands í Moskvu hefur tekið saman skjal með helstu þáttum sem huga þarf að ef stefnan er sett á heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla í Rússlandi í sumar og þar kemur ýmislegt athyglisvert fram. Stuðningsmenn íslenska fótboltalandsliðsins munu væntanlega fjölmenna til Rússlands í sumar en fyrir þá ferð þarf að huga að mörgu. Það er gott að vita að mjög ströng öryggisgæsla verður í kringum leikina á HM í Rússlandi en það þýðir jafnframt að íslensku stuðningsmennirnir verða að vera með allt sitt á hreinu í sumar. Öryggismálin verða áberandi á meðan á HM stendur en allt kapp verður lagt á að mótið verði stóráfallalaust. Því má búast við gríðarlega mikilli öryggisgæslu í kringum alla keppnisstaði og á stöðum þar sem fólk kemur til með að safnast saman. Hér fyrir neðan fer brot úr skjalinu sem kemur að öryggismálunum. Áhorfendur ættu að búa sig undir það að sækja leiki og komast inn á leikvangana verði líkast því að fara um alþjóðlega flugvelli, með mikilli öryggisgæslu, vopnaleit, skilríkjaeftirliti og áberandi vopnaðri gæslu allt í kring. Öryggisgæsla verður einnig mjög áberandi innan leikvanganna og meiri en Íslendingar eiga að venjast. Sinn er siður í landi hverju og mega áhorfendur búast við mikilli formfestu og ströngum reglum í kringum útgáfu og meðhöndlun skilríkja og annarra leyfa. Þetta ætti ekki að koma áhorfendum í koll en mikilvægt er að kynna sér reglur og fara eftir þeim. Stuðningsfólk íslenska landsliðsins ætti að hafa í huga líkt og allir ferðamenn að sýna almenna kurteisi og virðingu fyrir sögu og menningu lands og þjóðar. Ósæmileg eða ógnandi hegðun eða drykkjulæti verða bönnuð í kringum og á leikvöngunum. Ölvuðum áhorfendum verður ekki hleypt inn á leikvanginn. Þetta er hluti af öryggisgæslunni og ekki frábrugðið því sem áhorfendur kynntust í kringum suma leiki á EM í Frakklandi 2016. Mögulega verða hömlur á áfengissölu hertar ef þurfa þykir af öryggisástæðum en heilt yfir litið verður heimilt að kaupa bjór ásamt annarri hressingu í þar til gerðum sjoppum innan „Fan Zone“ og leikvangsins. Það má lesa meira úr skjalinu Spurt og svarað um HM 2018 með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Sport Fleiri fréttir „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Sjá meira
Sendiráð Íslands í Moskvu hefur tekið saman skjal með helstu þáttum sem huga þarf að ef stefnan er sett á heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla í Rússlandi í sumar og þar kemur ýmislegt athyglisvert fram. Stuðningsmenn íslenska fótboltalandsliðsins munu væntanlega fjölmenna til Rússlands í sumar en fyrir þá ferð þarf að huga að mörgu. Það er gott að vita að mjög ströng öryggisgæsla verður í kringum leikina á HM í Rússlandi en það þýðir jafnframt að íslensku stuðningsmennirnir verða að vera með allt sitt á hreinu í sumar. Öryggismálin verða áberandi á meðan á HM stendur en allt kapp verður lagt á að mótið verði stóráfallalaust. Því má búast við gríðarlega mikilli öryggisgæslu í kringum alla keppnisstaði og á stöðum þar sem fólk kemur til með að safnast saman. Hér fyrir neðan fer brot úr skjalinu sem kemur að öryggismálunum. Áhorfendur ættu að búa sig undir það að sækja leiki og komast inn á leikvangana verði líkast því að fara um alþjóðlega flugvelli, með mikilli öryggisgæslu, vopnaleit, skilríkjaeftirliti og áberandi vopnaðri gæslu allt í kring. Öryggisgæsla verður einnig mjög áberandi innan leikvanganna og meiri en Íslendingar eiga að venjast. Sinn er siður í landi hverju og mega áhorfendur búast við mikilli formfestu og ströngum reglum í kringum útgáfu og meðhöndlun skilríkja og annarra leyfa. Þetta ætti ekki að koma áhorfendum í koll en mikilvægt er að kynna sér reglur og fara eftir þeim. Stuðningsfólk íslenska landsliðsins ætti að hafa í huga líkt og allir ferðamenn að sýna almenna kurteisi og virðingu fyrir sögu og menningu lands og þjóðar. Ósæmileg eða ógnandi hegðun eða drykkjulæti verða bönnuð í kringum og á leikvöngunum. Ölvuðum áhorfendum verður ekki hleypt inn á leikvanginn. Þetta er hluti af öryggisgæslunni og ekki frábrugðið því sem áhorfendur kynntust í kringum suma leiki á EM í Frakklandi 2016. Mögulega verða hömlur á áfengissölu hertar ef þurfa þykir af öryggisástæðum en heilt yfir litið verður heimilt að kaupa bjór ásamt annarri hressingu í þar til gerðum sjoppum innan „Fan Zone“ og leikvangsins. Það má lesa meira úr skjalinu Spurt og svarað um HM 2018 með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Sport Fleiri fréttir „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Sjá meira