Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2018 20:45 Grjótið kom upp af hafsbotni norðan Grímseyjar og er úr nýlegu hrauni. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar fyrir tólf árum, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur segir þó ekkert benda til að hrinan núna tengist eldsumbrotum. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Þegar fréttir berast af jarðskjálftahrinu við Grímsey rifjast upp viðtal sem við tókum við Bryndísi Brandsdóttur fyrir fjórum árum um viðamiklar rannsóknir á hafsbotninum úti fyrir Norðurlandi, sem fram fóru á árunum 2001 til 2005. Þrívíddarmyndir með fjölgeislamælingum leiddu í ljós nokkur neðansjávareldfjöll, eins og til dæmis það sem Grímseyingar þekkja sem Stóragrunn. Bryndís sýndi okkur þá hraunmola sem náðist upp af hafsbotni árið 2005. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur í Öskju, húsi Háskóla Íslands, í dag.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Við hittum Bryndísi aftur í dag og hún varðveitir enn hraunmolann, sem er úr nýlegu gosi á hafsbotni. Ekki hefur þó tekist að tímasetja það eldgos nákvæmlega en steinninn gæti hafa verið nokkurra ára eða fárra áratuga gamall. Hann kom upp af Stóragrunni norðan Grímseyjar, þar sem stærsta neðansjávareldfjallið er á svæðinu. Skjálftahrinan núna er mun nær Grímsey, í eldstöð sem kallast Nafir. Þar sjást hins vegar núna hvorki merki um eldgos né kvikuhreyfingar, að sögn Bryndísar. Þrívíddarmynd af neðansjávareldfjallinu á Stóragrunni en þaðan kom hraunmolinn.Svo virðist sem neðansjávargos séu algeng úti fyrir Norðurlandi. Þannig segir Bryndís að nýleg hraun hafi fundist víðar en á Stóragrunni, og nefnir svokallaðan Hól og fleiri staði á hafsbotninum. En Grímseyingar virðast þó geta verið rólegir gagnvart eldsumbrotum sem stendur, það virðist ekkert leynigos í gangi, að því er fram kemur í viðtali við Bryndísi, sem sjá má hér: Grímsey Tengdar fréttir Segir líkur á að kvika sé á leið upp í setlög í Eyjafjarðarál Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, telur miklar líkur á að kvika sé að brjótast upp í setlög á botni Eyjafjarðaáls. Kvikan komist þó ekki upp á hafsbotninn til að gjósa neðansjávar heldur myndi kvikuinnskot inni í setinu. Þetta kemur fram í grein sem Haraldur birtir í dag á eldfjallabloggi sínu um jarðskjálftahrinuna norðanlands. 23. október 2012 21:01 Við misstum af síðasta eldgosi við Norðurland Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. 17. október 2013 19:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar fyrir tólf árum, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur segir þó ekkert benda til að hrinan núna tengist eldsumbrotum. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Þegar fréttir berast af jarðskjálftahrinu við Grímsey rifjast upp viðtal sem við tókum við Bryndísi Brandsdóttur fyrir fjórum árum um viðamiklar rannsóknir á hafsbotninum úti fyrir Norðurlandi, sem fram fóru á árunum 2001 til 2005. Þrívíddarmyndir með fjölgeislamælingum leiddu í ljós nokkur neðansjávareldfjöll, eins og til dæmis það sem Grímseyingar þekkja sem Stóragrunn. Bryndís sýndi okkur þá hraunmola sem náðist upp af hafsbotni árið 2005. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur í Öskju, húsi Háskóla Íslands, í dag.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Við hittum Bryndísi aftur í dag og hún varðveitir enn hraunmolann, sem er úr nýlegu gosi á hafsbotni. Ekki hefur þó tekist að tímasetja það eldgos nákvæmlega en steinninn gæti hafa verið nokkurra ára eða fárra áratuga gamall. Hann kom upp af Stóragrunni norðan Grímseyjar, þar sem stærsta neðansjávareldfjallið er á svæðinu. Skjálftahrinan núna er mun nær Grímsey, í eldstöð sem kallast Nafir. Þar sjást hins vegar núna hvorki merki um eldgos né kvikuhreyfingar, að sögn Bryndísar. Þrívíddarmynd af neðansjávareldfjallinu á Stóragrunni en þaðan kom hraunmolinn.Svo virðist sem neðansjávargos séu algeng úti fyrir Norðurlandi. Þannig segir Bryndís að nýleg hraun hafi fundist víðar en á Stóragrunni, og nefnir svokallaðan Hól og fleiri staði á hafsbotninum. En Grímseyingar virðast þó geta verið rólegir gagnvart eldsumbrotum sem stendur, það virðist ekkert leynigos í gangi, að því er fram kemur í viðtali við Bryndísi, sem sjá má hér:
Grímsey Tengdar fréttir Segir líkur á að kvika sé á leið upp í setlög í Eyjafjarðarál Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, telur miklar líkur á að kvika sé að brjótast upp í setlög á botni Eyjafjarðaáls. Kvikan komist þó ekki upp á hafsbotninn til að gjósa neðansjávar heldur myndi kvikuinnskot inni í setinu. Þetta kemur fram í grein sem Haraldur birtir í dag á eldfjallabloggi sínu um jarðskjálftahrinuna norðanlands. 23. október 2012 21:01 Við misstum af síðasta eldgosi við Norðurland Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. 17. október 2013 19:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Segir líkur á að kvika sé á leið upp í setlög í Eyjafjarðarál Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, telur miklar líkur á að kvika sé að brjótast upp í setlög á botni Eyjafjarðaáls. Kvikan komist þó ekki upp á hafsbotninn til að gjósa neðansjávar heldur myndi kvikuinnskot inni í setinu. Þetta kemur fram í grein sem Haraldur birtir í dag á eldfjallabloggi sínu um jarðskjálftahrinuna norðanlands. 23. október 2012 21:01
Við misstum af síðasta eldgosi við Norðurland Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. 17. október 2013 19:00