Við misstum af síðasta eldgosi við Norðurland Kristján Már Unnarsson skrifar 17. október 2013 19:00 Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. Jarðvísindamenn hafa náð upp nýjum hraunmolum af hafsbotninum um fimmtíu kílómetra norðan Grímseyjar. Viðamiklar grunnrannsóknir á hafsbotninum úti fyrir Norðurlandi, sem hófust fyrir tólf árum, hafa meðal annars leitt til gasleitar á Skjálfanda, sem nú stendur yfir, en einnig aflað nýrrar þekkingar um eldvirkni á svæðinu með hjálp þrívíddarmynda sem fjölgeislamælingar hafa náð af botninum. Heilu neðansjávareldfjöllin hafa komið í ljós, eins og til dæmis það sem Grímseyingar þekkja sem Stóragrunn. Þar náðist árið 2005 upp nýrunninn hraunmoli af hafsbotni sem bendir til að þá hafi verið liðinn stuttur tími frá síðasta gosi, á svæði þar sem öflugar skjálftahrinur hafa verið síðustu tíu ár.Hraunmolinn sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar er úr nýlegu eldgosi.Mynd/Bjarni Einarsson.Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, segir hraungrjótið svo ferskt að það gæti hafa runnið í gær. Það hafi ekkert verið ummyndað og lítið hafi verið af pípuormum né öðrum kalklífverum sem setjist mjög fljótlega á grjót. Bryndís segir að þau Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur séu sammála um að steinninn gæti hafa verið nokkurra mánaða en ekki margra ára gamall. Til að fá nákvæmari aldursákvörðun segir Bryndís að frekari rannsóknir þyrfti. Hún nefnir að haustið 2002 hafi mælst þarna mikill órói með skjálfta upp á 5,5 stig, sem gæti hafa tengst litlu eldgosi, og þar fannst einmitt hraunmolinn, í sigdal í Stóragrunni.Þrívíddarmynd af neðansjávareldfjallinu á Stóragrunni.-En getur svona gos farið framhjá okkur? Þeirri spurningu svarar Bryndís játandi. Ekki hafi verið til nákvæm mælitæki, eins og jarðskjálftamælar, fyrr en síðustu 40-50 ár. „Þannig að það vissi enginn hvað var að gerast hér áður fyrr, nema þegar menn sáu loga upp úr hafinu, eins og til dæmis árið 1867. Þá gaus við Mánáreyjar.“ Nánar var fjallað í málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. Jarðvísindamenn hafa náð upp nýjum hraunmolum af hafsbotninum um fimmtíu kílómetra norðan Grímseyjar. Viðamiklar grunnrannsóknir á hafsbotninum úti fyrir Norðurlandi, sem hófust fyrir tólf árum, hafa meðal annars leitt til gasleitar á Skjálfanda, sem nú stendur yfir, en einnig aflað nýrrar þekkingar um eldvirkni á svæðinu með hjálp þrívíddarmynda sem fjölgeislamælingar hafa náð af botninum. Heilu neðansjávareldfjöllin hafa komið í ljós, eins og til dæmis það sem Grímseyingar þekkja sem Stóragrunn. Þar náðist árið 2005 upp nýrunninn hraunmoli af hafsbotni sem bendir til að þá hafi verið liðinn stuttur tími frá síðasta gosi, á svæði þar sem öflugar skjálftahrinur hafa verið síðustu tíu ár.Hraunmolinn sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar er úr nýlegu eldgosi.Mynd/Bjarni Einarsson.Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, segir hraungrjótið svo ferskt að það gæti hafa runnið í gær. Það hafi ekkert verið ummyndað og lítið hafi verið af pípuormum né öðrum kalklífverum sem setjist mjög fljótlega á grjót. Bryndís segir að þau Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur séu sammála um að steinninn gæti hafa verið nokkurra mánaða en ekki margra ára gamall. Til að fá nákvæmari aldursákvörðun segir Bryndís að frekari rannsóknir þyrfti. Hún nefnir að haustið 2002 hafi mælst þarna mikill órói með skjálfta upp á 5,5 stig, sem gæti hafa tengst litlu eldgosi, og þar fannst einmitt hraunmolinn, í sigdal í Stóragrunni.Þrívíddarmynd af neðansjávareldfjallinu á Stóragrunni.-En getur svona gos farið framhjá okkur? Þeirri spurningu svarar Bryndís játandi. Ekki hafi verið til nákvæm mælitæki, eins og jarðskjálftamælar, fyrr en síðustu 40-50 ár. „Þannig að það vissi enginn hvað var að gerast hér áður fyrr, nema þegar menn sáu loga upp úr hafinu, eins og til dæmis árið 1867. Þá gaus við Mánáreyjar.“ Nánar var fjallað í málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira