Boðsferð bæjarfulltrúa með Samherja ýmist fráleit hugmynd eða ókurteisi að þiggja ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2018 10:54 Skipin heita Cuxhaven NC 100 og Berlin NC 105, sem sjá má á myndinni. Samherji Tveir oddvitar í bæjarstjórn Akureyrar þáðu boð Samherja og dótturfyrirtækisins Deutsche Fischfang Union um þriggja daga ferð til Þýskalands fyrr í mánuðinum. Oddviti VG í bæjarstjórninni óskaði eftir umræðu um siðareglur kjörinna fulltrúa á síðasta fundi bæjarstjórnar í kjölfar ákvörðunar þeirra að þiggja ferðina. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti Bæjarlistans, fóru með í ferðina þar sem tveimur nýjum skipum Samherja voru gefin nöfn. Flogið var í beinu leiguflugi frá Akureyri til Cuxhaven í Þýskalandi. Oddvitar Framsóknarflokksins og Samfylkingar lýstu yfir stuðningi við þá sem fóru á meðan Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti VG, og Preben Jón Pétursson, oddviti Bjartrar framtíðar, afþökkuðu boðið.Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Akureyrarbær„Mér þótti fráleitt að þiggja svona boð,“ sagði Sóley í framsögu sinni um málið á fundi bæjarstjórnar þann 23. janúar. „Þetta boð fengum við aðeins í krafti stöðu okkar. Við höfum völd í þessum bæ og völd sem þarf að beita.“ Vísaði hún í 8. grein siðareglna sem væru vissulega opin fyrir túlkun. „Kjörnir fulltrúar þiggja ekki gjafir, fríðindi eða annan viðurgjörning frá íbúum og viðskiptavinum Akureyrarkaupstaðar eða þeim er leita eftir verkefnum eða þjónustu bæjarins þannig að túlka megi sem persónulega þóknun fyrir ákvarðanir á vegum bæjarstjórnar eða nefnda.“Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar.AkureyrarbærGunnar Gíslason sagði í svari sínu á fundinum að hann hefði engra persónulegra hagsmuna að gæta af ferðinni. Teldi hann ekki að boðsferðin heyrði undir siðareglurnar. Hagsmunir Akureyrarbæjar og íbúanna héldust í hendur við gengi fyrirtækjanna og milljarðaverkefninu sem nýju skipin tvö væru. Matthias Rögnvaldsson sagðist hafa fengið stuðning frá bæði bæjarstjóra og bæjarlögmanni að fara í ferðina. „Ég gat bara ekki hugsað mér að segja nei. Mér hefði fundist það móðgun. Mér hefði fundist það ókurteisi af minni hálfu,“ sagði Matthías. Eðlilegt væri að a.m.k. tveir bæjarfulltrúar færu og minnti á að verkefnið væri upp á 12 milljarða. Þá hefði verið keypt þjónusta í tengslum við verkefnið fyrir 1,5 milljarð króna. „Mér finnst voðalega slæmt ef einhverjum finnst ég vera óheiðarlegur. Ég hef lagt mig fram að vera heiðarlegur og lagt mig fram við það í bæjarstjórn sem annars staðar.“Fjallað var ítarlega um heimsóknina á heimasíðu Samherja en um er að ræða fyrstu nýsmíði skipa Samherja í Þýskalandi. Samherji er næststærsta útgerðarfyrirtæki landsins á eftir HB Granda.Fund bæjarstjórnar frá 23. janúar þar sem siðareglurnar voru til umræðu má sjá hér að neðan. Stj.mál Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Tveir oddvitar í bæjarstjórn Akureyrar þáðu boð Samherja og dótturfyrirtækisins Deutsche Fischfang Union um þriggja daga ferð til Þýskalands fyrr í mánuðinum. Oddviti VG í bæjarstjórninni óskaði eftir umræðu um siðareglur kjörinna fulltrúa á síðasta fundi bæjarstjórnar í kjölfar ákvörðunar þeirra að þiggja ferðina. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti Bæjarlistans, fóru með í ferðina þar sem tveimur nýjum skipum Samherja voru gefin nöfn. Flogið var í beinu leiguflugi frá Akureyri til Cuxhaven í Þýskalandi. Oddvitar Framsóknarflokksins og Samfylkingar lýstu yfir stuðningi við þá sem fóru á meðan Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti VG, og Preben Jón Pétursson, oddviti Bjartrar framtíðar, afþökkuðu boðið.Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Akureyrarbær„Mér þótti fráleitt að þiggja svona boð,“ sagði Sóley í framsögu sinni um málið á fundi bæjarstjórnar þann 23. janúar. „Þetta boð fengum við aðeins í krafti stöðu okkar. Við höfum völd í þessum bæ og völd sem þarf að beita.“ Vísaði hún í 8. grein siðareglna sem væru vissulega opin fyrir túlkun. „Kjörnir fulltrúar þiggja ekki gjafir, fríðindi eða annan viðurgjörning frá íbúum og viðskiptavinum Akureyrarkaupstaðar eða þeim er leita eftir verkefnum eða þjónustu bæjarins þannig að túlka megi sem persónulega þóknun fyrir ákvarðanir á vegum bæjarstjórnar eða nefnda.“Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar.AkureyrarbærGunnar Gíslason sagði í svari sínu á fundinum að hann hefði engra persónulegra hagsmuna að gæta af ferðinni. Teldi hann ekki að boðsferðin heyrði undir siðareglurnar. Hagsmunir Akureyrarbæjar og íbúanna héldust í hendur við gengi fyrirtækjanna og milljarðaverkefninu sem nýju skipin tvö væru. Matthias Rögnvaldsson sagðist hafa fengið stuðning frá bæði bæjarstjóra og bæjarlögmanni að fara í ferðina. „Ég gat bara ekki hugsað mér að segja nei. Mér hefði fundist það móðgun. Mér hefði fundist það ókurteisi af minni hálfu,“ sagði Matthías. Eðlilegt væri að a.m.k. tveir bæjarfulltrúar færu og minnti á að verkefnið væri upp á 12 milljarða. Þá hefði verið keypt þjónusta í tengslum við verkefnið fyrir 1,5 milljarð króna. „Mér finnst voðalega slæmt ef einhverjum finnst ég vera óheiðarlegur. Ég hef lagt mig fram að vera heiðarlegur og lagt mig fram við það í bæjarstjórn sem annars staðar.“Fjallað var ítarlega um heimsóknina á heimasíðu Samherja en um er að ræða fyrstu nýsmíði skipa Samherja í Þýskalandi. Samherji er næststærsta útgerðarfyrirtæki landsins á eftir HB Granda.Fund bæjarstjórnar frá 23. janúar þar sem siðareglurnar voru til umræðu má sjá hér að neðan.
Stj.mál Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira