Ótrúlegur fjöldi umsókna um miða á HM kemur KSÍ í opna skjöldu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2018 12:00 Vísir/Getty Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sambandið hafi ekki fengið svör við fyrirspurnum sínum til FIFA vegna gríðarlegs fjölda miðaumsókna frá Íslendingum fyrir HM næsta sumar. Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolta.net, hafði samband við FIFA í gær eftir að lokað var fyrir miðasölu á HM í Rússlandi. Fékk hann þau svör frá starfsmanni FIFA að Íslendingar hefðu sótt um 52.899 miða. Þessar upplýsingar hefur KSÍ ekki fengið staðfestar frá FIFA og viðurkenndi Klara í samtali við Vísi að tölurnar kæmu henni mjög á óvart. „Þetta er rosalega há tala og höfum við óskað eftir skýringum. Við grunum ekki að einhver sé að svindla en þetta eru það háar tölur að við viljum fá nánari svör,“ sagði Klara. Sem dæmi má nefna sóttu Íslendingar um fleiri miða en Frakkar, þar sem um 67 milljónir búa. „Þetta hljómar einkennilega og við höfum helst áhyggjur af því að Íslendingar hafi verið að leggja inn margar pantanir fyrir miðum. FIFA áskilur sér rétt til að ógilda margfaldar umsóknir og það veldur okkur smá áhyggjum. Þetta gæti verið hluti af skýringunni.“ Íslendingar fá um átta prósent miðanna á hvern leikja sinna í keppnninni og því ljóst að aðeins lítill hluti af þeim sem sóttu um miða munu fá, ef marka má áðurnefndar tölur. Opnað verður fyrir næsta miðasöluglugga þann 13. mars og mun KSÍ birta upplýsingar um hann þegar nær dregur. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir KSÍ vill skýringar á fjölda umsókna íslenskra stuðningsmanna Samkvæmt tölum frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, sóttu Íslendingar um 53 þúsund miða á lokakeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi næsta sumar. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur beðið FIFA um skýringar á þessum fjölda umsókna frá Íslandi 31. janúar 2018 19:15 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sambandið hafi ekki fengið svör við fyrirspurnum sínum til FIFA vegna gríðarlegs fjölda miðaumsókna frá Íslendingum fyrir HM næsta sumar. Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolta.net, hafði samband við FIFA í gær eftir að lokað var fyrir miðasölu á HM í Rússlandi. Fékk hann þau svör frá starfsmanni FIFA að Íslendingar hefðu sótt um 52.899 miða. Þessar upplýsingar hefur KSÍ ekki fengið staðfestar frá FIFA og viðurkenndi Klara í samtali við Vísi að tölurnar kæmu henni mjög á óvart. „Þetta er rosalega há tala og höfum við óskað eftir skýringum. Við grunum ekki að einhver sé að svindla en þetta eru það háar tölur að við viljum fá nánari svör,“ sagði Klara. Sem dæmi má nefna sóttu Íslendingar um fleiri miða en Frakkar, þar sem um 67 milljónir búa. „Þetta hljómar einkennilega og við höfum helst áhyggjur af því að Íslendingar hafi verið að leggja inn margar pantanir fyrir miðum. FIFA áskilur sér rétt til að ógilda margfaldar umsóknir og það veldur okkur smá áhyggjum. Þetta gæti verið hluti af skýringunni.“ Íslendingar fá um átta prósent miðanna á hvern leikja sinna í keppnninni og því ljóst að aðeins lítill hluti af þeim sem sóttu um miða munu fá, ef marka má áðurnefndar tölur. Opnað verður fyrir næsta miðasöluglugga þann 13. mars og mun KSÍ birta upplýsingar um hann þegar nær dregur.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir KSÍ vill skýringar á fjölda umsókna íslenskra stuðningsmanna Samkvæmt tölum frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, sóttu Íslendingar um 53 þúsund miða á lokakeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi næsta sumar. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur beðið FIFA um skýringar á þessum fjölda umsókna frá Íslandi 31. janúar 2018 19:15 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
KSÍ vill skýringar á fjölda umsókna íslenskra stuðningsmanna Samkvæmt tölum frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, sóttu Íslendingar um 53 þúsund miða á lokakeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi næsta sumar. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur beðið FIFA um skýringar á þessum fjölda umsókna frá Íslandi 31. janúar 2018 19:15