Vilja færa einkabílinn ofan í jörðina Hersir Aron Ólafsson skrifar 1. febrúar 2018 20:00 Hægt væri að fjölga íbúum umhverfis Miklubraut um nokkur þúsund með því að færa hluta götunnar í stokk. Niðurstaða frumgreiningar á svæðinu verður kynnt á íbúafundi í Hlíðunum í kvöld, en áætlaður framkvæmdakostnaður er um 20 milljarðar. Hugmyndin gengur út á að færa Miklubraut í stokk allt frá Kringlumýrarbraut og að Snorrabraut. Samhliða því vonast borgaryfirvöld til að geta fjölgað íbúðum á svæðinu umtalsvert og yrði þar mun minni hljóð og svifryksmengun. Frumgreining bendir til þess að fýsilegt sé að setja meginstraum umferðar í slíkan stokk. „Í aðalskipulagi Reykjavíkur er sagt að þetta sé möguleiki að Miklabraut fari í stokk en hún er ekki fastur hluti af aðalskipulaginu. Ef það er vilji til þess að halda áfram með málið á þessum forsendum þá þarf í raun og veru að vinna miklu meira,“ segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur.Svona sjá arkitektar fyrir sér að svæðið ofan Miklubrautar gæti litið út. Sjá má glitta í Hús verslunarinnar fyrir aftan.Mynd/TripólíNúverandi áætlun gerir ráð fyrir að kostnaður yrði um 20 milljarðar, en Þorsteinn segir ljóst að um umfangsmikla framkvæmd yrði að ræða. „Við sjáum líka fyrir okkur að eitthvað af þeirri uppbyggingu sem kemur hér á móti, að hún gæti staðið undir einhverju af framkvæmdarkostnaðinum. Það hefur verið nefnt áður í tengslum við uppbyggingu á stokkum að sala byggingarréttar á landi sem fer í stokk, að hægt sé að nota þær tekjur á móti,“ segir Þorsteinn. Gert er ráð fyrir að borgarlínan svokallaða gæti gengið ofanjarðar ásamt öðrum vistvænum samgöngum, en umferð einkabíla yrði mestmegnis að neðan. Þorsteinn segir að þetta myndi leysa að miklu leyti þann hnút sem nú skapast gjarnan á svæðinu á háannatímum. Líklega er þó enn nokkuð langt í að hugmyndin verði að veruleika, ef svo verður yfir höfuð, en íbúar Hlíða fá tækifæri til að kynna sér málið á íbúafundi klukkan 8 í kvöld. „Nú er það bara svolítið kjörinna fulltrúa, ekki síst íbúa, að segja til um hvort þetta sé eitthvað sem við viljum vinna áfram eða ekki,“ segir Þorsteinn að lokum.Kynningarmyndband Reykjavíkurborgar á verkefninu má sjá hér fyrir neðan. Borgarlína Skipulag Tengdar fréttir Stefnt að mikilli uppbyggingu á Kringlusvæðinu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita undirrituðu viljayfirlýsingu um nýtt rammaskipulag fyrir Kringlusvæðið í dag. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu. 17. janúar 2018 12:44 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Sjá meira
Hægt væri að fjölga íbúum umhverfis Miklubraut um nokkur þúsund með því að færa hluta götunnar í stokk. Niðurstaða frumgreiningar á svæðinu verður kynnt á íbúafundi í Hlíðunum í kvöld, en áætlaður framkvæmdakostnaður er um 20 milljarðar. Hugmyndin gengur út á að færa Miklubraut í stokk allt frá Kringlumýrarbraut og að Snorrabraut. Samhliða því vonast borgaryfirvöld til að geta fjölgað íbúðum á svæðinu umtalsvert og yrði þar mun minni hljóð og svifryksmengun. Frumgreining bendir til þess að fýsilegt sé að setja meginstraum umferðar í slíkan stokk. „Í aðalskipulagi Reykjavíkur er sagt að þetta sé möguleiki að Miklabraut fari í stokk en hún er ekki fastur hluti af aðalskipulaginu. Ef það er vilji til þess að halda áfram með málið á þessum forsendum þá þarf í raun og veru að vinna miklu meira,“ segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur.Svona sjá arkitektar fyrir sér að svæðið ofan Miklubrautar gæti litið út. Sjá má glitta í Hús verslunarinnar fyrir aftan.Mynd/TripólíNúverandi áætlun gerir ráð fyrir að kostnaður yrði um 20 milljarðar, en Þorsteinn segir ljóst að um umfangsmikla framkvæmd yrði að ræða. „Við sjáum líka fyrir okkur að eitthvað af þeirri uppbyggingu sem kemur hér á móti, að hún gæti staðið undir einhverju af framkvæmdarkostnaðinum. Það hefur verið nefnt áður í tengslum við uppbyggingu á stokkum að sala byggingarréttar á landi sem fer í stokk, að hægt sé að nota þær tekjur á móti,“ segir Þorsteinn. Gert er ráð fyrir að borgarlínan svokallaða gæti gengið ofanjarðar ásamt öðrum vistvænum samgöngum, en umferð einkabíla yrði mestmegnis að neðan. Þorsteinn segir að þetta myndi leysa að miklu leyti þann hnút sem nú skapast gjarnan á svæðinu á háannatímum. Líklega er þó enn nokkuð langt í að hugmyndin verði að veruleika, ef svo verður yfir höfuð, en íbúar Hlíða fá tækifæri til að kynna sér málið á íbúafundi klukkan 8 í kvöld. „Nú er það bara svolítið kjörinna fulltrúa, ekki síst íbúa, að segja til um hvort þetta sé eitthvað sem við viljum vinna áfram eða ekki,“ segir Þorsteinn að lokum.Kynningarmyndband Reykjavíkurborgar á verkefninu má sjá hér fyrir neðan.
Borgarlína Skipulag Tengdar fréttir Stefnt að mikilli uppbyggingu á Kringlusvæðinu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita undirrituðu viljayfirlýsingu um nýtt rammaskipulag fyrir Kringlusvæðið í dag. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu. 17. janúar 2018 12:44 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Sjá meira
Stefnt að mikilli uppbyggingu á Kringlusvæðinu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita undirrituðu viljayfirlýsingu um nýtt rammaskipulag fyrir Kringlusvæðið í dag. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu. 17. janúar 2018 12:44
Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00