Gul viðvörun á öllu landinu og appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. febrúar 2018 18:26 Gul viðvörun er fyrir allt landið í kvöld. Skjáskot/Veðurstofan Suðaustan stormur skellur á á landið í kvöld. Líkönum ber saman um að upp að landinu gangi skil frá djúpri lægð á Grænlandssundi. Skilunum fylgir mjög hvöss sunnanátt með hlýindum um allt land og mikilli rigning á Suður og Vesturlandi, og einnig á Vestfjörðum. Samkvæmt ábendingum frá veðurfræðingi verður stórhríð á fjallvegum, 20-23 m/s og nánast ekkert skyggni. Á láglendi hlánar fyrir miðnætti með vatnselg í þéttbýli í nótt og fyrramálið. Hviður allt að 45 m/s undir Hafnarfjalli frá 21 til 08 samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Samgöngutruflanir eru mjög líklegar og einnig er fólki er ráðlagt að festa lausa muni sem geta fokið. Veðurstofan hefur sett svokallaða appelsínugula viðvörun á Ströndum, Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum. Gul viðvörun er á öllu landinu. Á Ströndum og Norðurlandi vestra má búast við suðaustan 23-28 m/s með snjókomu og síðar slyddu á láglendi. Vindhviður við fjöll yfir 40 m/s. Lélegt skyggni og mjög erfið akstursskilyrði verður á svæðinu í nótt samkvæmt Veðurstofu Íslands. Á Vestfjörðum gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu í kvöld. Hlýnar er líður á nóttina og breytist ofankoman í slyddu. Hviður á fjallvegum fara yfir 40 m/s, til dæmis á Steingrímsfjarðarheiði. Erfið ferðaskilyrði í litlu skyggni, hálku og hvössum vind og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Á höfuðborgarsvæðinu gengur í suðaustan hvassviðri eða storm, 15-23 m/s með snjókomu eða slyddu í kvöld. Hvassast verður í efri byggðum og á Kjalarnesi þar sem vindhviður geta orðið skæðar. Búast má við slæmu skyggni víða á höfuðborgarsvæðinu í snjókomu og síðan slyddu og gæti færð í íbúagötum spillst hratt. Um miðnætti hlýnar hratt með rigningu og snjóbráð og því gæti vatnselgur á götum orðið talsverður. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að vatn komist sína leið. Á Suðurlandi og Faxaflóa gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu í fyrstu, en hlýnar um nóttina og fer yfir í rigningu. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum í lélegu skyggni, hálku og hvössum vindi og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Vatnselgur á götum er líklegur, einkum frá því um miðja nótt og heldur áfram að rigna fram eftir degi. Mikilvægt er því að hreinsa frá niðurföllum til að vatn komist sína leið. Við Breiðafjörð gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu. Hlýnar er líður á nóttina, og breytist ofankoman í slyddu eða rigningu. Hviður við fjöll fara yfir 45 m/s, t.d. víða á norðanverðu Snæfellsnesi. Erfið ferðaskilyrði í litlu skyggni, hálku og hvössum vind og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Vatnselgur gæti einnig orðið vegna snjóbráðar og rigningar um nóttina og því mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum svo vatn komist sína leið. Á Norðurlandi eystra verður suðaustan 18-25 m/s og vindhviður yfir 35 m/s við fjöll. Varasöm akstursskilyrði og ráðlegt að ferðalangar sýni aðgát. Á Austfjörðum og á Austurlandi að Glettingi verður suðaustan 18-25 m/s og snarpar vindhviður við fjöll. Varasöm akstursskilyrði og ráðlegt að ferðalangar sýni aðgát. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni má búast við lokunum á Hellisheiði, Þrengslum, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði um kl 20.00 í kvöld og eitthvað fram eftir nóttu. Einnig má búast við að fjallvegir á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi geti lokast eftir kl. 20:00 í kvöld vegna snjóa, lítils skyggnis og mikillar vindhæðar. Þá má búast við að akstursskilyrði verði mjög slæm og jafnvel þurfi að koma til lokunar vega fram undir hádegi á morgun á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. Veður Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Suðaustan stormur skellur á á landið í kvöld. Líkönum ber saman um að upp að landinu gangi skil frá djúpri lægð á Grænlandssundi. Skilunum fylgir mjög hvöss sunnanátt með hlýindum um allt land og mikilli rigning á Suður og Vesturlandi, og einnig á Vestfjörðum. Samkvæmt ábendingum frá veðurfræðingi verður stórhríð á fjallvegum, 20-23 m/s og nánast ekkert skyggni. Á láglendi hlánar fyrir miðnætti með vatnselg í þéttbýli í nótt og fyrramálið. Hviður allt að 45 m/s undir Hafnarfjalli frá 21 til 08 samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Samgöngutruflanir eru mjög líklegar og einnig er fólki er ráðlagt að festa lausa muni sem geta fokið. Veðurstofan hefur sett svokallaða appelsínugula viðvörun á Ströndum, Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum. Gul viðvörun er á öllu landinu. Á Ströndum og Norðurlandi vestra má búast við suðaustan 23-28 m/s með snjókomu og síðar slyddu á láglendi. Vindhviður við fjöll yfir 40 m/s. Lélegt skyggni og mjög erfið akstursskilyrði verður á svæðinu í nótt samkvæmt Veðurstofu Íslands. Á Vestfjörðum gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu í kvöld. Hlýnar er líður á nóttina og breytist ofankoman í slyddu. Hviður á fjallvegum fara yfir 40 m/s, til dæmis á Steingrímsfjarðarheiði. Erfið ferðaskilyrði í litlu skyggni, hálku og hvössum vind og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Á höfuðborgarsvæðinu gengur í suðaustan hvassviðri eða storm, 15-23 m/s með snjókomu eða slyddu í kvöld. Hvassast verður í efri byggðum og á Kjalarnesi þar sem vindhviður geta orðið skæðar. Búast má við slæmu skyggni víða á höfuðborgarsvæðinu í snjókomu og síðan slyddu og gæti færð í íbúagötum spillst hratt. Um miðnætti hlýnar hratt með rigningu og snjóbráð og því gæti vatnselgur á götum orðið talsverður. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að vatn komist sína leið. Á Suðurlandi og Faxaflóa gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu í fyrstu, en hlýnar um nóttina og fer yfir í rigningu. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum í lélegu skyggni, hálku og hvössum vindi og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Vatnselgur á götum er líklegur, einkum frá því um miðja nótt og heldur áfram að rigna fram eftir degi. Mikilvægt er því að hreinsa frá niðurföllum til að vatn komist sína leið. Við Breiðafjörð gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu. Hlýnar er líður á nóttina, og breytist ofankoman í slyddu eða rigningu. Hviður við fjöll fara yfir 45 m/s, t.d. víða á norðanverðu Snæfellsnesi. Erfið ferðaskilyrði í litlu skyggni, hálku og hvössum vind og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Vatnselgur gæti einnig orðið vegna snjóbráðar og rigningar um nóttina og því mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum svo vatn komist sína leið. Á Norðurlandi eystra verður suðaustan 18-25 m/s og vindhviður yfir 35 m/s við fjöll. Varasöm akstursskilyrði og ráðlegt að ferðalangar sýni aðgát. Á Austfjörðum og á Austurlandi að Glettingi verður suðaustan 18-25 m/s og snarpar vindhviður við fjöll. Varasöm akstursskilyrði og ráðlegt að ferðalangar sýni aðgát. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni má búast við lokunum á Hellisheiði, Þrengslum, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði um kl 20.00 í kvöld og eitthvað fram eftir nóttu. Einnig má búast við að fjallvegir á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi geti lokast eftir kl. 20:00 í kvöld vegna snjóa, lítils skyggnis og mikillar vindhæðar. Þá má búast við að akstursskilyrði verði mjög slæm og jafnvel þurfi að koma til lokunar vega fram undir hádegi á morgun á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi.
Veður Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira