Um fimmtíu í skýrslutöku í kynferðisbrotamáli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. febrúar 2018 19:00 Um fimmtíu manns hafa farið í skýrslutöku hjá lögreglu vegna kynferðisbrotamáls sem tengist fyrrverandi starfsmanni barnaverndar. Annar einstaklingur hugðist kæra manninn í dag. Skoðun málsins hjá lögreglu hefur verið skipt í þrennt og sér Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn um að fara yfir feril málsins og komast að því hvers vegna sex mánuðir liðu áður barnavernd var látin vita af því að starfsmaður þeirra hefði verið kærður fyrir kynferðisbrot. „Það kann að þýða að við þurfum að gera einhverjar breytingar á okkar starfsemi, hvernig við erum að móttaka okkar gögn og meðhöndla þau," segir Karl Steinar Valssin, yfirlögregluþjónn. Eftir fjölmörg viðtöl og skýrslutökur er málið farið að skýrast. „Það er búið að taka skýrslur af um 40 til 50 manns í málinu þannig það er búinn að vera mikill gangur í því," segir hann. Ekki sé ljóst hvort einhver verði látinn sæta ábyrgð. „Það er það sem við erum að fara yfir núna. Hvernig svona getur gerst og atburðarrásina sem þarna á sér stað. En að öðru leyti getur maður kannski ekki áttað sig beint á því," segir Karl. Á morgun mun Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu funda með fulltrúa barnaverndar og fara yfir samskipti þessara stofnana. Líkt og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær voru yfirvöld í fjórgang með einhverjum hætti látin vita af manninum áður en kæran sem hann á nú yfir höfði sér var lögð fram í ágúst. Þessar tilkynningar bárust að minnsta kosti yfir fimmtán ára tímabil og við skoðun lögreglu er gert ráð fyrir að þolendur séu um sex til sjö talsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu fór annar einstaklingur á lögreglustöðina í dag og hugðist leggja fram kæru en honum var vísað frá og beðinn um að koma aftur á morgun. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar, sér um þann hluta er snýr að rannsókn málanna og segist hann ekki ætla að tjá sig um gang þeirra að svo stöddu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að skoða gömul mál er varða manninn og hefur lögregla meðal annars sett sig í samband við einstaklinginn sem lagði fram kæru árið 2013. Á þeim tíma sagði lögregla að málið væri fyrnt. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45 Öll kynferðisbrotamál í rannsókn yfirfarin Nýtt teymi hjá lögreglu mun yfirfara kynferðisbrotamál í rannsókn eftir mistök. Lögmaður meints brotaþola í máli manns sem sakaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti segist vita um sjö önnur tilvik. 31. janúar 2018 08:30 Telur sig vita um tíu brotaþola starfsmanns Barnaverndar Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður pilts sem kært hefur starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur fyrir áralöng kynferðisbrot, segist hafa upplýsingar sem bendi til þess að maðurinn kunni að hafa brotið gegn tíu einstaklingum. 30. janúar 2018 19:45 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Um fimmtíu manns hafa farið í skýrslutöku hjá lögreglu vegna kynferðisbrotamáls sem tengist fyrrverandi starfsmanni barnaverndar. Annar einstaklingur hugðist kæra manninn í dag. Skoðun málsins hjá lögreglu hefur verið skipt í þrennt og sér Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn um að fara yfir feril málsins og komast að því hvers vegna sex mánuðir liðu áður barnavernd var látin vita af því að starfsmaður þeirra hefði verið kærður fyrir kynferðisbrot. „Það kann að þýða að við þurfum að gera einhverjar breytingar á okkar starfsemi, hvernig við erum að móttaka okkar gögn og meðhöndla þau," segir Karl Steinar Valssin, yfirlögregluþjónn. Eftir fjölmörg viðtöl og skýrslutökur er málið farið að skýrast. „Það er búið að taka skýrslur af um 40 til 50 manns í málinu þannig það er búinn að vera mikill gangur í því," segir hann. Ekki sé ljóst hvort einhver verði látinn sæta ábyrgð. „Það er það sem við erum að fara yfir núna. Hvernig svona getur gerst og atburðarrásina sem þarna á sér stað. En að öðru leyti getur maður kannski ekki áttað sig beint á því," segir Karl. Á morgun mun Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu funda með fulltrúa barnaverndar og fara yfir samskipti þessara stofnana. Líkt og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær voru yfirvöld í fjórgang með einhverjum hætti látin vita af manninum áður en kæran sem hann á nú yfir höfði sér var lögð fram í ágúst. Þessar tilkynningar bárust að minnsta kosti yfir fimmtán ára tímabil og við skoðun lögreglu er gert ráð fyrir að þolendur séu um sex til sjö talsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu fór annar einstaklingur á lögreglustöðina í dag og hugðist leggja fram kæru en honum var vísað frá og beðinn um að koma aftur á morgun. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar, sér um þann hluta er snýr að rannsókn málanna og segist hann ekki ætla að tjá sig um gang þeirra að svo stöddu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að skoða gömul mál er varða manninn og hefur lögregla meðal annars sett sig í samband við einstaklinginn sem lagði fram kæru árið 2013. Á þeim tíma sagði lögregla að málið væri fyrnt.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45 Öll kynferðisbrotamál í rannsókn yfirfarin Nýtt teymi hjá lögreglu mun yfirfara kynferðisbrotamál í rannsókn eftir mistök. Lögmaður meints brotaþola í máli manns sem sakaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti segist vita um sjö önnur tilvik. 31. janúar 2018 08:30 Telur sig vita um tíu brotaþola starfsmanns Barnaverndar Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður pilts sem kært hefur starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur fyrir áralöng kynferðisbrot, segist hafa upplýsingar sem bendi til þess að maðurinn kunni að hafa brotið gegn tíu einstaklingum. 30. janúar 2018 19:45 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45
Öll kynferðisbrotamál í rannsókn yfirfarin Nýtt teymi hjá lögreglu mun yfirfara kynferðisbrotamál í rannsókn eftir mistök. Lögmaður meints brotaþola í máli manns sem sakaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti segist vita um sjö önnur tilvik. 31. janúar 2018 08:30
Telur sig vita um tíu brotaþola starfsmanns Barnaverndar Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður pilts sem kært hefur starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur fyrir áralöng kynferðisbrot, segist hafa upplýsingar sem bendi til þess að maðurinn kunni að hafa brotið gegn tíu einstaklingum. 30. janúar 2018 19:45