Sums staðar tífalt fleiri útlendingar Sveinn Arnarsson skrifar 2. febrúar 2018 07:00 Jökulsárlón í Skaftárhreppi er eitt þekktasta sköpunarverk íslenskrar náttúru og dregur að sér margan ferðamanninn á hverjum einasta degi ársins. Það hefur skapað gríðarlega mikla atvinnu fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu. vísir/valli Tæplega þrjátíu og átta þúsund erlendir ríkisborgarar bjuggu á Íslandi á síðasta ársfjórðungi í fyrra og hafði þeim fjölgað um 16 þúsund á aðeins fjórum árum. Fjölgunin er mest í Reykjavík eða um sex þúsund manns en einnig er mikil fjölgun í Kópavogi og Reykjanesbæ. Sé hins vegar horft á hlutfallslega fjölgun hefur fjöldi erlendra ríkisborgara ellefufaldast í Skaftárhreppi og svipaða sögu er að segja af Skútustaðahreppi. Einnig vekur mikil fjölgun í Reykjanesbæ athygli. Í upphafi árs 2013 bjuggu tuttugu erlendir ríkisborgarar í Skaftárhreppi en á síðasta ársfjórðungi í fyrra var sú tala komin upp í 130. Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, segir þetta hafa jákvæð áhrif á sveitarfélagið. „Þetta krefst þess að við þurfum að byggja við leikskólann sem er mjög gott og kannski merki um að sveitarfélagið sé í sókn,“ segir Sandra Brá. „Fyrst og fremst er það ferðaþjónustan sem útskýrir þetta. Erlent vinnuafl kemur hingað til að vinna í ferðaþjónustu og hér er fólk að setjast að.“ Þorsteinn Gunnarsson er sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Hann segir vöxtinn hafa verið ævintýralegan síðustu ár og að á síðustu þremur árum hafi íbúum fjölgað um nærri 140 sem verður að teljast mjög óvenjulegt í svo litlu sveitarfélagi eins og hreppurinn er. „Við erum nú að bíða eftir því að komast yfir fimm hundruð og eigum ekki langt í land með það. Hér eru erlendir einstaklingar að setjast að og vinna við ferðaþjónustu en einnig eru heimamenn að koma heim og sjá tækifæri í að búa hér og starfa sem er gleðilegt. Af ferðaþjónustuaðilum sem ég ræði við koma nærri daglega óskir að utan um að vinna hér við Mývatn sem segir okkur að orðspor svæðisins og fyrirtækjanna er afar gott á erlendri grund.“ Í Reykjanesbæ hefur fjölgað á tímabilinu um 2.350 erlenda ríkisborgara og eru nú 3.650 íbúar Reykjanesbæjar erlendir ríkisborgarar. „Stærsti aðilinn hjá okkur er auðvitað alþjóðaflugvöllurinn og það atvinnulíf sem er í fyrirtækjum sem tengd eru vellinum. Þetta er ákveðið verkefni fyrir okkur en við tökum þessu vel og bæjarbúar hafa tekið þessum breytingum mjög vel að mínu mati,“ segir Kjartan Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „En þetta reynir auðvitað á innviðina. Í leik- og grunnskólum okkar eru töluð þrjátíu tungumál og því þurfum við sérstaklega að vanda okkur og gera okkur besta í að mennta börnin okkar jafn vel, óháð því hvar þau fæddust eða hvert tungumálið er sem talað er á heimilum fólks,“ segir Kjartan. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Tæplega þrjátíu og átta þúsund erlendir ríkisborgarar bjuggu á Íslandi á síðasta ársfjórðungi í fyrra og hafði þeim fjölgað um 16 þúsund á aðeins fjórum árum. Fjölgunin er mest í Reykjavík eða um sex þúsund manns en einnig er mikil fjölgun í Kópavogi og Reykjanesbæ. Sé hins vegar horft á hlutfallslega fjölgun hefur fjöldi erlendra ríkisborgara ellefufaldast í Skaftárhreppi og svipaða sögu er að segja af Skútustaðahreppi. Einnig vekur mikil fjölgun í Reykjanesbæ athygli. Í upphafi árs 2013 bjuggu tuttugu erlendir ríkisborgarar í Skaftárhreppi en á síðasta ársfjórðungi í fyrra var sú tala komin upp í 130. Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, segir þetta hafa jákvæð áhrif á sveitarfélagið. „Þetta krefst þess að við þurfum að byggja við leikskólann sem er mjög gott og kannski merki um að sveitarfélagið sé í sókn,“ segir Sandra Brá. „Fyrst og fremst er það ferðaþjónustan sem útskýrir þetta. Erlent vinnuafl kemur hingað til að vinna í ferðaþjónustu og hér er fólk að setjast að.“ Þorsteinn Gunnarsson er sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Hann segir vöxtinn hafa verið ævintýralegan síðustu ár og að á síðustu þremur árum hafi íbúum fjölgað um nærri 140 sem verður að teljast mjög óvenjulegt í svo litlu sveitarfélagi eins og hreppurinn er. „Við erum nú að bíða eftir því að komast yfir fimm hundruð og eigum ekki langt í land með það. Hér eru erlendir einstaklingar að setjast að og vinna við ferðaþjónustu en einnig eru heimamenn að koma heim og sjá tækifæri í að búa hér og starfa sem er gleðilegt. Af ferðaþjónustuaðilum sem ég ræði við koma nærri daglega óskir að utan um að vinna hér við Mývatn sem segir okkur að orðspor svæðisins og fyrirtækjanna er afar gott á erlendri grund.“ Í Reykjanesbæ hefur fjölgað á tímabilinu um 2.350 erlenda ríkisborgara og eru nú 3.650 íbúar Reykjanesbæjar erlendir ríkisborgarar. „Stærsti aðilinn hjá okkur er auðvitað alþjóðaflugvöllurinn og það atvinnulíf sem er í fyrirtækjum sem tengd eru vellinum. Þetta er ákveðið verkefni fyrir okkur en við tökum þessu vel og bæjarbúar hafa tekið þessum breytingum mjög vel að mínu mati,“ segir Kjartan Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „En þetta reynir auðvitað á innviðina. Í leik- og grunnskólum okkar eru töluð þrjátíu tungumál og því þurfum við sérstaklega að vanda okkur og gera okkur besta í að mennta börnin okkar jafn vel, óháð því hvar þau fæddust eða hvert tungumálið er sem talað er á heimilum fólks,“ segir Kjartan.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira